Viðskipti innlent

Engar eignir fundust í þrota­búi 24 miðla

Árni Sæberg skrifar
Kristjón Kormákur var ritstjóri miðilsins 24 - þínar fréttir.
Kristjón Kormákur var ritstjóri miðilsins 24 - þínar fréttir. Vísir

Skiptum er lokið á þrotabúi 24 miðla ehf., sem hélt um skamma hríð úti fréttavefnum 24 - þínar fréttir. Engar eignir fundust upp í ríflega níu milljóna króna kröfur.

Í byrjun nóvember síðasta árs var 24 miðlar ehf. tekið til gjaldþrotaskipta eftir stutta og stormasama sögu. Kristjón Kormákur Guðjónsson var ritstjóri miðilsins, Guðbjarni Traustason framkvæmdastjóri félagsins og Sunna Rós Víðisdóttir stjórnarformaður þess. Samkvæmt fyrirtækjaskrá fóru þau með þriðjungseignarhlut hvert.

Miðillinn fór í loftið um miðjan október árið 2021. Í lok febrúar ársins 2022 birtu tveir starfsmenn félagsins grein á vefnum þar sem þeir kvörtuðu undan vangoldnum launum. Upp frá því var vefurinn tekinn úr loftinu.

Þá vakti gríðarlega athygli í byrjun mars síðasta árs þegar Kristjón Kormákur játaði að hafa brotist inn á skrifstofu Mannlífs. Það sagðist hann hafa gert vegna þess að auðmaðurinn Róbert Wessman hafi tekið þátt í fjármögnun miðilsins með framlagi tuga milljóna króna..


Tengdar fréttir

Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu

Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×