Körfubolti

Subway Körfuboltakvöld: Bestu og verstu liðin í dag

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dagskráliðurinn Framlenging er á dagskrá í Subway Körfuboltakvöldi.
Dagskráliðurinn Framlenging er á dagskrá í Subway Körfuboltakvöldi. Vísir

Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á föstudaginn þar sem þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Darri Freyr Atlason fóru yfir helstu málin úr síðustu umferð.

Meðal þess sem var á dagskrá var Framlengingin þar sem farið yfir ýmis álitamál.

Þeir félagar ræddu meðal annars komandi KKÍ þing en þar verða málefni erlendra leikmanna á dagskrá í enn eitt skiptið. Félagarnir voru sammála um að það væri ekki gott að hringla með þessi mál á hverju ári.

„Mér finnst algjör þvæla að breyta reglum á hverju ári,“ sagði Teitur.

„Vonandi getum við fundið einhvern farveg sem getur þá verið til lengri tíma. Ef ég fengi að ráða yrði þetta bara 5+0 því ég vill að Íslendingar fái sem mest borgað fyrir að spila körfubolta hér heima og að rekstur félaganna sé nálægt því að vera sjálfbær,“ sagði Darri Freyr.

„Ef við þurfum að hafa þrjá útlendinga sem virðist vera eitthvað sem fólk er sammála um þá vill ég að þeir geti komið hvaðan sem er, aftur til að lækka kostnaðinn sem við erum að láta einhverja meðaljóna hafa og skipta þeim út eins og óhreinum nærbuxum.“

Einnig var farið yfir hver væru bestu og verstu liðin í deildinni í dag þar sem Njarðvík, Breiðablik, Valur og KR voru nefnd til sögunnar.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Subway körfuboltakvöld - Framlenging



Fleiri fréttir

Sjá meira


×