Vinur minn Róbert Guðfinnsson Valgeir Tómas Sigurðsson skrifar 10. febrúar 2023 12:00 Fyrst vil ég þakka fjölmörgum Siglfirðingum bæði búsettum og brottfluttum fyrir jákvæð símtöl, skilboð og auðsýndu þakklæti fyrir greinarkorn mitt um mismerkilega Siglfirðinga. Þessi sterku viðbrögð komu ánægjulega á óvart. Það sem flestir tala um, er hvers vegna heyrist ekkert í bæjarstjórn Fjallabyggðar um þetta alvarlega málið. Einu andmælin sem hafa komið fram eru feisbókarskrif Róberts Guðfinnssonar, en hann var einn af þeim sem fékk Þormóð ramma afhentan á silfurfati á sínum tíma, frá fyrrum flokksbróður sínum Ólafi Ragnari Grímssyni og það var sú gjöf sem kom honum á kortið. Róbert fær læk úr óvæntum áttum m.a. frá reykvískum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Páli símaskipstjóra Samherja og jafnframt frá aðilum sem málið er skylt á borð við Svanfríði Jónasdóttir sem var sérlegur aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar þáverandi flokksbróður Róberts, þegar Þormóður rammi var afhentur. Róbert Guðfinnsson ágætur kunningi minn kvartar sáran undan mér, að ég hafi ekki sýnt sölumönnum á útræðrarétti Siglufjarðar sanngirni í skrifum mínum. Það gefur auga leiða að skýrsla ríkisendurskoðunar um sölu Ólafs Ragnars á Þormóði ramma til pólitískra samherja er ekki falleg lesning, en hún er sönn og því óneitanlega sanngjörn. Ekki geri ég athugasemd við það að litlir slorkarlar frá Siglufirði eigi sér stóra drauma og vilji máta jakkaföt og bindi til að vængja sig á alþjóðavettvangi viðskipta. Þeir eiga ekki að gera það með stolnum fjöðrum af litla manninum með sölu útróðrarrétti þeirra, frá Siglufirði. Það væri miklu nær að þeir gerðu það á eigin forsendum og byggju til sitt eigið, í stað þess að eyðileggja framtíð Siglufjarðar sem fóstraði þá. Róbert Guðfinnsson virðist trúa því að framþróun íslensk sjávarútvegs sé háð enn frekari samþjöppun en nú er þegar orðin, en ekki færir hann nokkur rök fyrir því á nokkurn hátt. Það er rétt að staldra við þessa fullyrðingu, þar sem farið var með nákvæmlega sömu rullu og gert var við sameiningu Ramma og Sæbergs. Staðreyndin er einfaldlega sú að byggðirnar í Ólafsfirði og Siglufirði voru mun blómlegri á meðan drift var í öllum þessum fyrirtækjum; Þormóði ramma, Sæberg, Magnúsi Gamalíelson og Siglfirðing ofl. sem hafa sameinast í Ramma. Hvar endar brjálæðið Hver segir að þessi sameiningarárátta sé á enda komin og hvar endar brjálæðið? Ef stjórnvöld og bæjaryfirvöld beita sér ekki fyrir því komið verði í veg fyrir sameininguna má fastlega búast við því nýtt sameinað félag renni innan tíðar inn í annað enn stærra og þess vegna í eigu erlendra auðhringja. Reyndar er það svo að einstaka kvótagreifi eða -þegi er farinn að kalla eftir því að fá að selja fiskimiðin til erlendra aðila. Höfundur er Siglfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. 8. febrúar 2023 10:30 Mest lesið Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrst vil ég þakka fjölmörgum Siglfirðingum bæði búsettum og brottfluttum fyrir jákvæð símtöl, skilboð og auðsýndu þakklæti fyrir greinarkorn mitt um mismerkilega Siglfirðinga. Þessi sterku viðbrögð komu ánægjulega á óvart. Það sem flestir tala um, er hvers vegna heyrist ekkert í bæjarstjórn Fjallabyggðar um þetta alvarlega málið. Einu andmælin sem hafa komið fram eru feisbókarskrif Róberts Guðfinnssonar, en hann var einn af þeim sem fékk Þormóð ramma afhentan á silfurfati á sínum tíma, frá fyrrum flokksbróður sínum Ólafi Ragnari Grímssyni og það var sú gjöf sem kom honum á kortið. Róbert fær læk úr óvæntum áttum m.a. frá reykvískum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Páli símaskipstjóra Samherja og jafnframt frá aðilum sem málið er skylt á borð við Svanfríði Jónasdóttir sem var sérlegur aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar þáverandi flokksbróður Róberts, þegar Þormóður rammi var afhentur. Róbert Guðfinnsson ágætur kunningi minn kvartar sáran undan mér, að ég hafi ekki sýnt sölumönnum á útræðrarétti Siglufjarðar sanngirni í skrifum mínum. Það gefur auga leiða að skýrsla ríkisendurskoðunar um sölu Ólafs Ragnars á Þormóði ramma til pólitískra samherja er ekki falleg lesning, en hún er sönn og því óneitanlega sanngjörn. Ekki geri ég athugasemd við það að litlir slorkarlar frá Siglufirði eigi sér stóra drauma og vilji máta jakkaföt og bindi til að vængja sig á alþjóðavettvangi viðskipta. Þeir eiga ekki að gera það með stolnum fjöðrum af litla manninum með sölu útróðrarrétti þeirra, frá Siglufirði. Það væri miklu nær að þeir gerðu það á eigin forsendum og byggju til sitt eigið, í stað þess að eyðileggja framtíð Siglufjarðar sem fóstraði þá. Róbert Guðfinnsson virðist trúa því að framþróun íslensk sjávarútvegs sé háð enn frekari samþjöppun en nú er þegar orðin, en ekki færir hann nokkur rök fyrir því á nokkurn hátt. Það er rétt að staldra við þessa fullyrðingu, þar sem farið var með nákvæmlega sömu rullu og gert var við sameiningu Ramma og Sæbergs. Staðreyndin er einfaldlega sú að byggðirnar í Ólafsfirði og Siglufirði voru mun blómlegri á meðan drift var í öllum þessum fyrirtækjum; Þormóði ramma, Sæberg, Magnúsi Gamalíelson og Siglfirðing ofl. sem hafa sameinast í Ramma. Hvar endar brjálæðið Hver segir að þessi sameiningarárátta sé á enda komin og hvar endar brjálæðið? Ef stjórnvöld og bæjaryfirvöld beita sér ekki fyrir því komið verði í veg fyrir sameininguna má fastlega búast við því nýtt sameinað félag renni innan tíðar inn í annað enn stærra og þess vegna í eigu erlendra auðhringja. Reyndar er það svo að einstaka kvótagreifi eða -þegi er farinn að kalla eftir því að fá að selja fiskimiðin til erlendra aðila. Höfundur er Siglfirðingur.
Ómerkilegir og merkilegir Siglfirðingar Saga Siglufjarðar er vörðuð afrekum fjölmargra merkismanna og má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson, Vigfús Friðjónsson athafnamann, Skafta Stefánsson útgerðarmann, Óla Tynes frumkvöðul, Þórodd Guðmundsson, Guðmund Skarphéðinsson verkalýðsforingja, Aage Schiöth lyfsala, Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir og Hinrik Thorarensen lækni og athafnaskáld, svo einhverjir séu tíndir til sögunnar. 8. febrúar 2023 10:30
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun