Viðskipti innlent

Logi starfar fyrir Sam­tök fyrir­tækja í sjávar­út­vegi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lítið hefur heyrst af Loga frá því að hann lét af störfum hjá K100 fyrir um ári síðan.
Lítið hefur heyrst af Loga frá því að hann lét af störfum hjá K100 fyrir um ári síðan.

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi, þar sem hann mun undirbúa ársfund samtakanna og sinna tilfallandi verkefnum.

Frá þessu greinir Heimildin.

Í frétt miðilsins segir að enginn upplýsingafulltrúi sé starfandi hjá samtökunum eftir að Benedikt Sigurðsson lét af störfum en Laufey Rún Ketilsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, tekur við starfinu 1. júní næstkomandi.

Logi starfaði síðast hjá útvarpsstöðinni K100 en hvarf frá störfum þar fyrir um ári síðan, eftir að hafa verið ásakaður um að brjóta gegn Vítalíu Lazarevu. Þess ber að geta að Vítalía nafngreindi Loga ekki sjálf.

Logi sagðist saklaus af ásökununum en viðurkenndi að hafa farið yfir mörk þegar hann fór inn á herbergi sem hann hefði ekki átt að gera. Hann hefði þegar tjáð viðkomandi eftirsjá sína.

Samkvæmt Heimildinni vildi Logi ekki tjá sig um nýja starfið þegar eftir því var leitað. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.