Handbolti

Erlingur hættir með ÍBV eftir tímabilið

Smári Jökull Jónsson skrifar
Erlingur Richardsson hættir með ÍBV eftir tímabilið.
Erlingur Richardsson hættir með ÍBV eftir tímabilið. Vísir/Diego

Erlingur Richardsson mun hætta sem þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta eftir tímabilið en frá þessu er greint á Facebook síðu ÍBV.

Erlingur hefur verið þjálfari ÍBV síðan árið 2018 en hann gerði ÍBV að bikarmeisturum árið 2020. Hann framlengdi samning sinn í ágúst í fyrra um tvö ár en í tilkynningu ÍBV kemur fram að Erlingur hafi ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum.

Auk þess að stýra ÍBV var Erlingur landsliðsþjálfari Hollands um skeið en hætti þjálfun þess í júní í fyrra.

Í tilkynningu ÍBV kemur fram að Erlingur muni ljúka tímabilinu með ÍBV en liðið hefur ekki enn spilað leik eftir HM-pásuna þar sem samgöngur á milli lands og Eyja hafa verið erfiðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×