Laxaslagurinn mikli Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 8. febrúar 2023 07:01 Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð. Með afkomu heilla sveitarfélaga fyrir augum ásamt uppbyggingu arðsamrar atvinnugreinar er tregða til umdeildra aðgerða að mörgu leyti skiljanleg. Varað við þróun mála Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð. Í upphafi þessa mikla eldisævintýris var ítrekað bent á mikilvægi þess, að opinberir eftirlitsinnviðir fylgdu auknu umfangi framleiðslunnar. Að öðrum kosti gæti þessi hraði vöxtur orðið á kostnað ekki aðeins náttúrunnar heldur einnig þeirra samfélaga sem mynda, þegar allt kemur til alls, starfsgrundvöll atvinnugreinarinnar í dreifbýli. Jafnframt var sérstaklega bent á mikilvægi þess að styrkja stöðu nærsamfélagsins til eftirlits og aðhalds og uppbyggingar á innviðum. Færa má gild rök fyrir því, að hefðu slíkar ábendingar gengið betur eftir en raun varð á, stæðu stjórnvöld í nokkuð öðrum sporum en nú. Aðkoma sveitarfélaga mikilvæg Þegar eldissveitarfélögin sóttu fram á sínum tíma, var það m.a. gert á þeirri forsendu að staðbundið stjórnvald sé í mörgum tilvikum betur fallið til eftirlits á stað en miðlægar ríkisstofnanir. Viðkvæðið hjá ríkisvaldinu var þó yfirleitt á þá lund að sveitarfélögin skyldu ekki hafa áhyggjur. Erlendum og margreyndum fyrirmyndum yrði fylgt í þessum efnum. Gott og vel, enda kannski engin ástæða til þess að finna aftur upp sama hjólið og sjálf sóttu sveitarfélögin fyrirmyndir í sinni tillögugerð til sjókvíaeldis í nágrannalöndum. Hversu vel skyldi svo hafa gengið hjá ríki og Alþingi að líta til þessara erlendu fyrirmynda? Í Noregi er sem dæmi umtalsverðu fjármagni veitt til allra stjórnsýslustiga vegna kvíaeldis í sjó og gildir þá einu hvort horft er til eftirlits, umhverfis- og nátturuverndar, dýravelferðar, neytendamála, efirfylgni með úrbótum, fræðslu- og menntamála eða samhliða uppbyggingar nærsamfélaga. Tapaður slagur Skemmst er svo frá því að segja, að sveitarfélögin töpuðu þessum „laxaslag“ við ríkið. Hugmyndir þeirra þess efnis, að bæði stjórnsýslustig fylgdu samstillt eftir þeirri miklu uppbyggingu sem í hönd fór gengu ekki eftir. Reyndar gekk ríkisvaldið það langt gegn sveitarfélögunum, að það tók skipulagsvaldið af þeim yfir strandlengjunni og nánast útilokaði þar með aðkomu þeirra að skipulagsþætti sjókvíaeldisins, einum veigamesta þætti atvinnuuppbyggingarinnar. Hefði þó e.t.v. verið mun nær að ríkið skilgreindi ýtarlega þær kröfur sem staðbundnu skipulagsvaldi væri ætlað að uppfylla hverju sinni og hefði síðan eftirlit með þeirri framkvæmd. Að sjálfsögðu leysti ríkið svo til sín þetta skipulagsvald sveitarfélaganna með vísan til erlendra fyrirmynda, enda þótt þær fyrirmyndir byggðu á þremur stjórnsýslustigum en ekki tveimur, eins og tíðkast hér á landi og hljóta því að teljast heldur villandi sem rök í urmæðunni. Allt kom þó fyrir ekki. Í þágu framleiðenda Svigrúm fyrirtækja í skjókvíaeldi hér á landi til hagnaðarsköpunar er talsvert, sem er frábært. Við viljum byggja upp gjöfula atvinnuvegi landi og þjóð til framdráttar, auk þess sem meira ætti þá að vera aflögu fyrir það sem kalla má eðlilegt framlag til samfélagsins. Sem atvinnugrein ætti sjókvíaeldi reyndar að vera því fegnast að eiga kostnaðaraðild að slíkri uppbyggingu. Þegar allt kemur til alls þá er það fyrst og fremst í þágu atvinnugreinarinnar að gagnsæi og trúnaður ríki um framleiðsluaðferðir og heilindi framleiðenda gagnvart náttúru, umhverfi, samfélagi og dýravelferð. Þá bendir afar margt til þess að markaðir muni hvort eð er gera vaxandi kröfur í þá veru. Í raun er því ekki eftir neinu að bíða, nema þá kannski helst að ríki og sveitarfélög nái loks saman í því mikilvæga verkefni sem framundan er að endurheimta það traust til atvinnugreinarinnar sem hefur glatast. Höfundur var markaðs- og upplýsingafulltrúi og síðan atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð 2012-2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Fiskeldi Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð. Með afkomu heilla sveitarfélaga fyrir augum ásamt uppbyggingu arðsamrar atvinnugreinar er tregða til umdeildra aðgerða að mörgu leyti skiljanleg. Varað við þróun mála Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð. Í upphafi þessa mikla eldisævintýris var ítrekað bent á mikilvægi þess, að opinberir eftirlitsinnviðir fylgdu auknu umfangi framleiðslunnar. Að öðrum kosti gæti þessi hraði vöxtur orðið á kostnað ekki aðeins náttúrunnar heldur einnig þeirra samfélaga sem mynda, þegar allt kemur til alls, starfsgrundvöll atvinnugreinarinnar í dreifbýli. Jafnframt var sérstaklega bent á mikilvægi þess að styrkja stöðu nærsamfélagsins til eftirlits og aðhalds og uppbyggingar á innviðum. Færa má gild rök fyrir því, að hefðu slíkar ábendingar gengið betur eftir en raun varð á, stæðu stjórnvöld í nokkuð öðrum sporum en nú. Aðkoma sveitarfélaga mikilvæg Þegar eldissveitarfélögin sóttu fram á sínum tíma, var það m.a. gert á þeirri forsendu að staðbundið stjórnvald sé í mörgum tilvikum betur fallið til eftirlits á stað en miðlægar ríkisstofnanir. Viðkvæðið hjá ríkisvaldinu var þó yfirleitt á þá lund að sveitarfélögin skyldu ekki hafa áhyggjur. Erlendum og margreyndum fyrirmyndum yrði fylgt í þessum efnum. Gott og vel, enda kannski engin ástæða til þess að finna aftur upp sama hjólið og sjálf sóttu sveitarfélögin fyrirmyndir í sinni tillögugerð til sjókvíaeldis í nágrannalöndum. Hversu vel skyldi svo hafa gengið hjá ríki og Alþingi að líta til þessara erlendu fyrirmynda? Í Noregi er sem dæmi umtalsverðu fjármagni veitt til allra stjórnsýslustiga vegna kvíaeldis í sjó og gildir þá einu hvort horft er til eftirlits, umhverfis- og nátturuverndar, dýravelferðar, neytendamála, efirfylgni með úrbótum, fræðslu- og menntamála eða samhliða uppbyggingar nærsamfélaga. Tapaður slagur Skemmst er svo frá því að segja, að sveitarfélögin töpuðu þessum „laxaslag“ við ríkið. Hugmyndir þeirra þess efnis, að bæði stjórnsýslustig fylgdu samstillt eftir þeirri miklu uppbyggingu sem í hönd fór gengu ekki eftir. Reyndar gekk ríkisvaldið það langt gegn sveitarfélögunum, að það tók skipulagsvaldið af þeim yfir strandlengjunni og nánast útilokaði þar með aðkomu þeirra að skipulagsþætti sjókvíaeldisins, einum veigamesta þætti atvinnuuppbyggingarinnar. Hefði þó e.t.v. verið mun nær að ríkið skilgreindi ýtarlega þær kröfur sem staðbundnu skipulagsvaldi væri ætlað að uppfylla hverju sinni og hefði síðan eftirlit með þeirri framkvæmd. Að sjálfsögðu leysti ríkið svo til sín þetta skipulagsvald sveitarfélaganna með vísan til erlendra fyrirmynda, enda þótt þær fyrirmyndir byggðu á þremur stjórnsýslustigum en ekki tveimur, eins og tíðkast hér á landi og hljóta því að teljast heldur villandi sem rök í urmæðunni. Allt kom þó fyrir ekki. Í þágu framleiðenda Svigrúm fyrirtækja í skjókvíaeldi hér á landi til hagnaðarsköpunar er talsvert, sem er frábært. Við viljum byggja upp gjöfula atvinnuvegi landi og þjóð til framdráttar, auk þess sem meira ætti þá að vera aflögu fyrir það sem kalla má eðlilegt framlag til samfélagsins. Sem atvinnugrein ætti sjókvíaeldi reyndar að vera því fegnast að eiga kostnaðaraðild að slíkri uppbyggingu. Þegar allt kemur til alls þá er það fyrst og fremst í þágu atvinnugreinarinnar að gagnsæi og trúnaður ríki um framleiðsluaðferðir og heilindi framleiðenda gagnvart náttúru, umhverfi, samfélagi og dýravelferð. Þá bendir afar margt til þess að markaðir muni hvort eð er gera vaxandi kröfur í þá veru. Í raun er því ekki eftir neinu að bíða, nema þá kannski helst að ríki og sveitarfélög nái loks saman í því mikilvæga verkefni sem framundan er að endurheimta það traust til atvinnugreinarinnar sem hefur glatast. Höfundur var markaðs- og upplýsingafulltrúi og síðan atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð 2012-2017.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun