„Erum marki yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og þá er þetta bara leikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2023 22:26 Alexander Örn Júlíusson segir að Valsmenn hafi átt slatta inni eftir tapið gegn Flensburg. Vísir/Bára Dröfn Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna gegn Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að liðið hafi átt nóg inni og því sé enn meira svekkelsi yfir tapinu. „Þetta er auðvitað mjög svekkjandi. Sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga bara dálítið inni,“ sagði Alexander að leik loknum. „Við náðum okkur ekki á strik varnarlega og áttum erfitt með að leysa þeirra sóknarleik. Það var svo sem alltaf ljóst að það væri á brattann að sækja á móti þessu liði, en mér fannst við hefðum mátt gera betur.“ Þrátt fyrir að Alexander tali um að honum hafi þótt sitt lið mega gera betur í leiknu verður ekki tekið af Valsmönnum að þeir stóðu lengi vel í ógnarsterku liði Flensburg. „Mér fannst við eiga inni. Við náðum náttúrulega forystu í seinni hálfleik. Við erum einu marki yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir og þá er bara leikur. Þá er líka bara markmiðið að halda þessu í leik þegar það er svona langt liðið á leikinn og svo bara vonast eftir áhlaupi síðustu mínúturnar.“ „En það fór eiginlega á hinn veginn. Þeir náðu að opna okkur og við gáfum eftir.“ Valsmenn taka á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni þar sem Valsmenn þurfa á sigri að halda til að eiga enn góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum. „Það er bara stórleikur á móti Benidorm og við erum auðvitað bara spenntir að fá aftur heimaleik. Það er alltaf mikil veisla í höllinni og ég vil bara nýta tækifærið og skora á Valsmenn að mæta. Við þurfum á stuðningnum að halda því þetta er lykilleikur í baráttunni um að komast upp úr riðlinum,“ sagði Alexander Örn að lokum. Klippa: Alexander Örn eftir tapið gegn Flensburg Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög svekkjandi. Sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við eiga bara dálítið inni,“ sagði Alexander að leik loknum. „Við náðum okkur ekki á strik varnarlega og áttum erfitt með að leysa þeirra sóknarleik. Það var svo sem alltaf ljóst að það væri á brattann að sækja á móti þessu liði, en mér fannst við hefðum mátt gera betur.“ Þrátt fyrir að Alexander tali um að honum hafi þótt sitt lið mega gera betur í leiknu verður ekki tekið af Valsmönnum að þeir stóðu lengi vel í ógnarsterku liði Flensburg. „Mér fannst við eiga inni. Við náðum náttúrulega forystu í seinni hálfleik. Við erum einu marki yfir þegar það eru tuttugu mínútur eftir og þá er bara leikur. Þá er líka bara markmiðið að halda þessu í leik þegar það er svona langt liðið á leikinn og svo bara vonast eftir áhlaupi síðustu mínúturnar.“ „En það fór eiginlega á hinn veginn. Þeir náðu að opna okkur og við gáfum eftir.“ Valsmenn taka á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeildinni þar sem Valsmenn þurfa á sigri að halda til að eiga enn góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum. „Það er bara stórleikur á móti Benidorm og við erum auðvitað bara spenntir að fá aftur heimaleik. Það er alltaf mikil veisla í höllinni og ég vil bara nýta tækifærið og skora á Valsmenn að mæta. Við þurfum á stuðningnum að halda því þetta er lykilleikur í baráttunni um að komast upp úr riðlinum,“ sagði Alexander Örn að lokum. Klippa: Alexander Örn eftir tapið gegn Flensburg
Handbolti Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Umfjöllun: Flensburg - Valur 33-30 | Hetjuleg barátta í Flens-Arena Flensburg vann þriggja marka sigur á Val 33-30. Þýsku risarnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum þar sem Valsmenn spiluðu afar vel og geta gengið sáttir frá borði þrátt fyrir þriggja marka tap. 7. febrúar 2023 21:30