„Væntanlega að biðja til allra guða sem til eru“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 15:31 Matas Pranckevicus kom til Hauka fyrir tímabilið en hefur ekki náð að standa undir væntingum í marki liðsins. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Markvarsla Hauka á tímabilinu hefur í raun og veru ekki verið boðleg,“ segir Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Haukum hefur gengið bölvanlega í vetur og þeir sitja í 8. sæti Olís-deildar karla í handbolta , eftir 31-28 tap gegn Selfossi á sunnudaginn í fyrsta leik eftir jóla- og HM-hléið langa. Markvarslan hefur þar mikið að segja en Haukar sakna mjög Arons Rafns Eðvarðssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem hefur verið lengi frá keppni vegna alvarlega höfuðmeiðsla. Stefán Huldar Stefánsson hefur sömuleiðis lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Litháeninn Matas Pranckevicius kom til Hauka fyrir tímabilið en hann hefur aðeins varið að meðaltali 25,3% skota sem hann hefur fengið á sig og varamaðurinn Magnús Gunnar Karlsson er með svipað hlutfall. „Ef maður rýnir í þetta þá kemur Matas þarna ferskur, vill sanna sig, og á tvo fína leiki. Svo hefur hann bara ekki getað blautan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Markvarsla Hauka „Mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur“ Þorgrímur Smári Ólafsson benti á að Haukar væru með næstversta hlutfall varinna skota í deildinni, á eftir Herði. „Magnús er efnilegur markvörður en virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta. Hann hefur alla vega ekki átt neitt rosalegar innkomur. Haukarnir eru því ekkert að fara upp töfluna og eru væntanlega að biðja til allra guða sem til eru, um að Aron og Stefán komi aftur sem fyrst. Stefán var þó ekkert frábær áður en hann meiddist held ég, svo þetta er smá hausverkur fyrir þá,“ sagði Jóhann og bætti við að gera mætti kröfu um að markvörður sem sóttur væri út fyrir landsteinana gerði betur: „Það er auðvelt að gagnrýna útlenskan markvörð og ég ætla ekki að reyna að gera það of harkalega, en það voru mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur. Hann hefur engu bætt við og ekki unnið neinn leik fyrir þá.“ „Svo þurfa þessir útlendingar oft svolítinn tíma sem markmenn. Þú þarft að læra á hvaða leikmaður skýtur hvert,“ sagði Þorgrímur og Jóhann jánkaði því. Án betri markvörslu sé hins vegar ljóst að Haukar geri ekki merkilega hluti í vor, og Jóhann sagði: „Þetta er bara erfitt hjá Haukunum. Maður hélt að þeir kæmu ferskari [eftir hléið]. Ég held að Ásgeir [Örn Hallgrímsson, þjálfari] væri alveg til í að vera bara hjá okkur hérna í rólegheitunum, að hrauna yfir alla og svona. Það er allt of mikil ábyrgð og leiðindi sem fylgir því að þjálfa. En maður spyr sig; Hvað er að Haukum?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Haukum hefur gengið bölvanlega í vetur og þeir sitja í 8. sæti Olís-deildar karla í handbolta , eftir 31-28 tap gegn Selfossi á sunnudaginn í fyrsta leik eftir jóla- og HM-hléið langa. Markvarslan hefur þar mikið að segja en Haukar sakna mjög Arons Rafns Eðvarðssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem hefur verið lengi frá keppni vegna alvarlega höfuðmeiðsla. Stefán Huldar Stefánsson hefur sömuleiðis lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Litháeninn Matas Pranckevicius kom til Hauka fyrir tímabilið en hann hefur aðeins varið að meðaltali 25,3% skota sem hann hefur fengið á sig og varamaðurinn Magnús Gunnar Karlsson er með svipað hlutfall. „Ef maður rýnir í þetta þá kemur Matas þarna ferskur, vill sanna sig, og á tvo fína leiki. Svo hefur hann bara ekki getað blautan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Markvarsla Hauka „Mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur“ Þorgrímur Smári Ólafsson benti á að Haukar væru með næstversta hlutfall varinna skota í deildinni, á eftir Herði. „Magnús er efnilegur markvörður en virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta. Hann hefur alla vega ekki átt neitt rosalegar innkomur. Haukarnir eru því ekkert að fara upp töfluna og eru væntanlega að biðja til allra guða sem til eru, um að Aron og Stefán komi aftur sem fyrst. Stefán var þó ekkert frábær áður en hann meiddist held ég, svo þetta er smá hausverkur fyrir þá,“ sagði Jóhann og bætti við að gera mætti kröfu um að markvörður sem sóttur væri út fyrir landsteinana gerði betur: „Það er auðvelt að gagnrýna útlenskan markvörð og ég ætla ekki að reyna að gera það of harkalega, en það voru mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur. Hann hefur engu bætt við og ekki unnið neinn leik fyrir þá.“ „Svo þurfa þessir útlendingar oft svolítinn tíma sem markmenn. Þú þarft að læra á hvaða leikmaður skýtur hvert,“ sagði Þorgrímur og Jóhann jánkaði því. Án betri markvörslu sé hins vegar ljóst að Haukar geri ekki merkilega hluti í vor, og Jóhann sagði: „Þetta er bara erfitt hjá Haukunum. Maður hélt að þeir kæmu ferskari [eftir hléið]. Ég held að Ásgeir [Örn Hallgrímsson, þjálfari] væri alveg til í að vera bara hjá okkur hérna í rólegheitunum, að hrauna yfir alla og svona. Það er allt of mikil ábyrgð og leiðindi sem fylgir því að þjálfa. En maður spyr sig; Hvað er að Haukum?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn