Í útboðsauglýsingu kemur fram að boðin sé út endurmótun, styrking og malbikun á 5,4 kílómetra kafla, milli afleggjara að Lambafellsnámu og afleggjara að Litla-Sandfelli. Verkið felst að stærstum hluta í fræsingu núverandi vegar, lítilsháttar breikkun, jöfnun og útlögn malbiks.
Tilboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 21. febrúar næstkomandi. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2023.