Streymi GameTíví má finna á Stöð 2 eSport, Twitchsíðu GameTíví og hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan átta í kvöld.
Hermakvöld hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að dusta rykið af þeirra uppáhalds hermaleikjum í kvöld. Hver þeirra mætir með leik til að spila og munu þeir meðal annars reyna fyrir sér sem ömmur og skurðlæknar.