Sara skoraði 14 stig fyrir heimakonur í kvöld, en tók ásamt því fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hin bandaríska Marina Mabrey var stigahæst í liði Schio með 19 stig.
Gestirnir í Schio höfðu góð tök á leiknum frá fyrstu mínútu og leiddu með tíu stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja eftir að hafa mest náð 13 stiga forskoti í fyrri hálfleik.
Sara og stöllur hennar áttu góðan kafla í þriðja leikhluta þar sem liðið náði að minnka muninn úr 1 stigum niður í átta stig, en gestirnir náðu aftur tökum á leiknum í fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan stiga sigur, .
Faenza situr í níunda sæti deildarinnar með 12 stig eftir 19 leiki, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Schio trónir hins vegar enn á toppnum með 36 stig.