Körfubolti

Slagsmál í Minneapolis og Suns lagði Celtics

Smári Jökull Jónsson skrifar
Það sauð upp úr í leik Minnesota Timberwolves og Orlando Magic.
Það sauð upp úr í leik Minnesota Timberwolves og Orlando Magic. Vísir/Getty

Annað kvöldið í röð fengum við slagsmál í NBA-deildinni en fimm leikmenn voru reknir af velli í leik Minnesota Timberwolves og Orlando Magic í nótt.

Það er heitt í kolunum í NBA-deildinni þessa dagana. Í fyrrakvöld brutust út hópslagsmál í leik Memphis Grizzlies og Cleveland Cavaliers þegar þeim Dillon Brooks og Donovan Mitchell lenti saman.

Í nótt varð síðan allt vitlaust í leik Minnesota Timberwolves og Orlando Magic. Fimm leikmenn voru reknir af velli eftir slagsmál fyrir framan bekk Orlando liðsins. 

Austin Rivers, Mo Bamba, Jaden McDaniels, Taurean Prince og Jalen Suggs þurftu allir að fylgjast meðleiknum úr stúkunni eftir slagsmálin sem brutust út eftir að Rivers réðist að Bamba. Rétt áður hafði Rivers klikkað á þriggja stiga skoti fyrir framan bekk Magic liðsins og Bamba og Markelle Fultz gert grín að. 

Annars var það Orlando Magic sem hafði betur í nótt og vann 127-120 sigur þar sem Cole Anthony skoraði 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Phoenix Suns gerði góða ferð til Boston og unnu 106-94 sigur í leik liða sem bæði hafa komist alla leið í lokaúrslitin á síðustu tveimur árum. Mikal Bridges skoraði 25 stig fyrir Suns og Jaylen Brown 27 fyrir Celtics en Boston liðið er með bestan árangur allra liða í deildinni í vetur.

Þá átti Joel Embiid enn einn stórleikinn þegar lið hans Philadelphia 76´ers vann 137-125 sigur á San Antonio Suprs. Embiid skoraði 33 stig og tók 10 fráköst fyrir 76´ers sem er í þriðja sæti Austurdeildarinnar.

Önnur úrslit í nótt

Detroit Pistons - Charlotte Hornets 118-112

Indiana Pacers - Sacramento Kings 107-104

Washingon Wizards - Portland Trailblazers 116-124

Houston Rockets - Toronto Raptors 111-117

Utah Jazz - Atlanta Hawks 108-115

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×