Slagsmál í Minneapolis og Suns lagði Celtics Smári Jökull Jónsson skrifar 4. febrúar 2023 09:31 Það sauð upp úr í leik Minnesota Timberwolves og Orlando Magic. Vísir/Getty Annað kvöldið í röð fengum við slagsmál í NBA-deildinni en fimm leikmenn voru reknir af velli í leik Minnesota Timberwolves og Orlando Magic í nótt. Það er heitt í kolunum í NBA-deildinni þessa dagana. Í fyrrakvöld brutust út hópslagsmál í leik Memphis Grizzlies og Cleveland Cavaliers þegar þeim Dillon Brooks og Donovan Mitchell lenti saman. Í nótt varð síðan allt vitlaust í leik Minnesota Timberwolves og Orlando Magic. Fimm leikmenn voru reknir af velli eftir slagsmál fyrir framan bekk Orlando liðsins. AUSTIN RIVERS AND MO BAMBA GET INTO IT pic.twitter.com/kUFYXgPvI5— Bleacher Report (@BleacherReport) February 4, 2023 Austin Rivers, Mo Bamba, Jaden McDaniels, Taurean Prince og Jalen Suggs þurftu allir að fylgjast meðleiknum úr stúkunni eftir slagsmálin sem brutust út eftir að Rivers réðist að Bamba. Rétt áður hafði Rivers klikkað á þriggja stiga skoti fyrir framan bekk Magic liðsins og Bamba og Markelle Fultz gert grín að. Annars var það Orlando Magic sem hafði betur í nótt og vann 127-120 sigur þar sem Cole Anthony skoraði 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Tonight's top plays as seen via the whiparound coverage on #NBACrunchTime For more, download the NBA App. https://t.co/j604NZtEMz pic.twitter.com/ngevzat37x— NBA (@NBA) February 4, 2023 Phoenix Suns gerði góða ferð til Boston og unnu 106-94 sigur í leik liða sem bæði hafa komist alla leið í lokaúrslitin á síðustu tveimur árum. Mikal Bridges skoraði 25 stig fyrir Suns og Jaylen Brown 27 fyrir Celtics en Boston liðið er með bestan árangur allra liða í deildinni í vetur. Þá átti Joel Embiid enn einn stórleikinn þegar lið hans Philadelphia 76´ers vann 137-125 sigur á San Antonio Suprs. Embiid skoraði 33 stig og tók 10 fráköst fyrir 76´ers sem er í þriðja sæti Austurdeildarinnar. Önnur úrslit í nótt Detroit Pistons - Charlotte Hornets 118-112 Indiana Pacers - Sacramento Kings 107-104 Washingon Wizards - Portland Trailblazers 116-124 Houston Rockets - Toronto Raptors 111-117 Utah Jazz - Atlanta Hawks 108-115 NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Það er heitt í kolunum í NBA-deildinni þessa dagana. Í fyrrakvöld brutust út hópslagsmál í leik Memphis Grizzlies og Cleveland Cavaliers þegar þeim Dillon Brooks og Donovan Mitchell lenti saman. Í nótt varð síðan allt vitlaust í leik Minnesota Timberwolves og Orlando Magic. Fimm leikmenn voru reknir af velli eftir slagsmál fyrir framan bekk Orlando liðsins. AUSTIN RIVERS AND MO BAMBA GET INTO IT pic.twitter.com/kUFYXgPvI5— Bleacher Report (@BleacherReport) February 4, 2023 Austin Rivers, Mo Bamba, Jaden McDaniels, Taurean Prince og Jalen Suggs þurftu allir að fylgjast meðleiknum úr stúkunni eftir slagsmálin sem brutust út eftir að Rivers réðist að Bamba. Rétt áður hafði Rivers klikkað á þriggja stiga skoti fyrir framan bekk Magic liðsins og Bamba og Markelle Fultz gert grín að. Annars var það Orlando Magic sem hafði betur í nótt og vann 127-120 sigur þar sem Cole Anthony skoraði 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Tonight's top plays as seen via the whiparound coverage on #NBACrunchTime For more, download the NBA App. https://t.co/j604NZtEMz pic.twitter.com/ngevzat37x— NBA (@NBA) February 4, 2023 Phoenix Suns gerði góða ferð til Boston og unnu 106-94 sigur í leik liða sem bæði hafa komist alla leið í lokaúrslitin á síðustu tveimur árum. Mikal Bridges skoraði 25 stig fyrir Suns og Jaylen Brown 27 fyrir Celtics en Boston liðið er með bestan árangur allra liða í deildinni í vetur. Þá átti Joel Embiid enn einn stórleikinn þegar lið hans Philadelphia 76´ers vann 137-125 sigur á San Antonio Suprs. Embiid skoraði 33 stig og tók 10 fráköst fyrir 76´ers sem er í þriðja sæti Austurdeildarinnar. Önnur úrslit í nótt Detroit Pistons - Charlotte Hornets 118-112 Indiana Pacers - Sacramento Kings 107-104 Washingon Wizards - Portland Trailblazers 116-124 Houston Rockets - Toronto Raptors 111-117 Utah Jazz - Atlanta Hawks 108-115
Detroit Pistons - Charlotte Hornets 118-112 Indiana Pacers - Sacramento Kings 107-104 Washingon Wizards - Portland Trailblazers 116-124 Houston Rockets - Toronto Raptors 111-117 Utah Jazz - Atlanta Hawks 108-115
NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira