Verðbólga í boði Stjórnvalda og Seðlabankans Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 31. janúar 2023 16:30 Nú liggur fyrir að helsti drifkraftur verðbólgu, sem nú mælist, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Marinó G Njálsson skrifar: Nú er svo komið, að viðbrögð við verðbólgunni eru farin að hækka verðbólguna. Verðtryggt þjóðfélag er fast í því, að bæta eigi upp verðbólgu með því að hækka að minnsta kosti árleg alls konar gjöld hins opinbera um sem nemur verðbólgunni. Þannig veldur há verðbólga enn þá hærri verðbólgu nema að menn ákveði að stinga sér í gegn um ölduna. Það er sjaldan gert á Íslandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamyndum, sem gefa greinargóða mynd af helstu áhrifaþáttum verðbólgu, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera á ökutæki og hækkanir á rafmagni og hita helstu þættir, í bland við hækkandi húsnæðiskostnað vegna stýrivaxtahækkana. Við þetta bætast svo almennar gjaldskrárhækkkanir sem miðast flestar við hækkandi verðbólgu sem þær svo sjálfar ýta undir. Til þess að toppa vitleysuna endanlega gæti svo Seðlabankinn tekið upp á því að hækka stýrivexti við næstu vaxtaákvörðun bankans, til að sporna við eigin skaða og hins opinbera. Verði það raunin er aðeins tvennt í stöðunni. Að gefast upp eða rísa upp. Gleymum því ekki að hækkun húsnæðisverðs hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu hingað til sem alfarið má rekja til þess að ekki var farið í nauðsynlegar mótvægisaðgerðir í kjölfar mikilla og skarpra vaxtalækkkana. Eins og að stórauka framboð á húsnæði eða þrengja að skilmálum og lánstíma nýrra húsnæðislána. Eftir stendur almenningur í vonlausri stöðu gagnvart stjórnvöldum og Seðlabankanum sem ekki aðeins þvertaka fyrir stórkostleg mistök við efnahagsstjórn landsins heldur bæta og bæta á vandann. Fólkið flýr í umvörpum yfir í verðtryggðu lánin sem aftur gerir stýrivexti að marklausu hagstjórnartæki. Spurningin er hver endanlegur fórnarkostnaður verður. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Seðlabankinn Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að helsti drifkraftur verðbólgu, sem nú mælist, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Marinó G Njálsson skrifar: Nú er svo komið, að viðbrögð við verðbólgunni eru farin að hækka verðbólguna. Verðtryggt þjóðfélag er fast í því, að bæta eigi upp verðbólgu með því að hækka að minnsta kosti árleg alls konar gjöld hins opinbera um sem nemur verðbólgunni. Þannig veldur há verðbólga enn þá hærri verðbólgu nema að menn ákveði að stinga sér í gegn um ölduna. Það er sjaldan gert á Íslandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamyndum, sem gefa greinargóða mynd af helstu áhrifaþáttum verðbólgu, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera á ökutæki og hækkanir á rafmagni og hita helstu þættir, í bland við hækkandi húsnæðiskostnað vegna stýrivaxtahækkana. Við þetta bætast svo almennar gjaldskrárhækkkanir sem miðast flestar við hækkandi verðbólgu sem þær svo sjálfar ýta undir. Til þess að toppa vitleysuna endanlega gæti svo Seðlabankinn tekið upp á því að hækka stýrivexti við næstu vaxtaákvörðun bankans, til að sporna við eigin skaða og hins opinbera. Verði það raunin er aðeins tvennt í stöðunni. Að gefast upp eða rísa upp. Gleymum því ekki að hækkun húsnæðisverðs hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu hingað til sem alfarið má rekja til þess að ekki var farið í nauðsynlegar mótvægisaðgerðir í kjölfar mikilla og skarpra vaxtalækkkana. Eins og að stórauka framboð á húsnæði eða þrengja að skilmálum og lánstíma nýrra húsnæðislána. Eftir stendur almenningur í vonlausri stöðu gagnvart stjórnvöldum og Seðlabankanum sem ekki aðeins þvertaka fyrir stórkostleg mistök við efnahagsstjórn landsins heldur bæta og bæta á vandann. Fólkið flýr í umvörpum yfir í verðtryggðu lánin sem aftur gerir stýrivexti að marklausu hagstjórnartæki. Spurningin er hver endanlegur fórnarkostnaður verður. Höfundur er formaður VR.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun