Garðavogur? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 29. janúar 2023 09:00 Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fékk fyrir skömmu til umsagnar tillögu um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Tillagan hefur með hagsmuni Garðabæjar að gera og snertir um leið hagsmuni Kópavogsbúa. Lagt er til að breyta vaxtalínu Garðabæjar, í bakgarði sveitarfélagsins og í návígi íbúðahverfi Kópavogs, til þess að geta skipulagt nýtt svæði undir atvinnustarfsemi sem ekki fellur að hugmyndum um blandaða byggð. Tillagan er liður í að liðka fyrir mikilvægri uppbyggingu á þéttingarreit Garðabæjar sem er snertiflötur eins stærsta sameiginlega verkefnis sveitarfélaganna, hágæða almenningssamgangna; Borgarlínu. Á þessum þéttingarreit Garðabæjar er nú atvinnustarfsemi þess eðlis að hún verður að víkja fyrir blandaðri byggð, sem er mikilvæg stoð Borgarlínu. Fyrirhugað athafnasvæði er alls ekki óumdeilt og gæta þarf hagsmuna allra aðila; íbúa Garðabæjar, Kópavogsbæjar sem og náttúrunnar. Þá þarf að taka tillit til gildandi skipulags útivistarsvæðisins, sem nefndur hefur verið Græni trefilinn og nær allt frá Esjuhlíðum í norðri til Helgafells í suðri. Skipulagsmál er enn eitt verkefnið sem þarfnast umsagnar og samþykkis á formlegum vettvangi sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sveitarfélögunum er ætlað að stilla saman strengi og vinna að sameiginlegri sýn þar sem hagsmunir allra sveitarfélaganna eru undir. Ef um eitt og sama sveitarfélagið væri að ræða væru þetta sameiginlegir hagsmunir íbúa sama sveitarfélagsins og flækjustig meðferðar málsins öll einfaldari. Nú fer þetta í gegnum Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar sem fulltrúar meiri- og minnihluta allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sitja. Hlutverk hennar er að standa vörð um sameiginlega heildarsýn á skipulagi allra sveitarfélaganna sjö. Snertifletirnir eru endalausir og varla hægt annað en að staldra við til að vega og meta tækifærin sem felast í sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir íbúa. Þessi nágrannasveitarfélög ættu í ríkari mæli að horfa til tækifæranna sem felast í að vera saman en í sundur. Samstarfsverkefnin eru nú þegar fjölmörg. Í skipulagsmálum gerum við einfaldlega ríkari kröfu um heildarskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið allt og höfum þegar vettvang þar sem hugmyndir eins og þessi eru lagðar fram til umsagnar og samþykkis allra hinna þegar svo ber undir. Hér þarf ekki endilega að ræða sameiningu allra sveitarfélaganna í eitt en nágrannasveitarfélög líkt og Kópavogur og Garðabær (eða Garðavogur) eru dæmi um sveitarfélög sem horfa mætti til í þeim efnum og jafnvel enn sunnar til Hafnarfjarðar. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fékk fyrir skömmu til umsagnar tillögu um breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar. Tillagan hefur með hagsmuni Garðabæjar að gera og snertir um leið hagsmuni Kópavogsbúa. Lagt er til að breyta vaxtalínu Garðabæjar, í bakgarði sveitarfélagsins og í návígi íbúðahverfi Kópavogs, til þess að geta skipulagt nýtt svæði undir atvinnustarfsemi sem ekki fellur að hugmyndum um blandaða byggð. Tillagan er liður í að liðka fyrir mikilvægri uppbyggingu á þéttingarreit Garðabæjar sem er snertiflötur eins stærsta sameiginlega verkefnis sveitarfélaganna, hágæða almenningssamgangna; Borgarlínu. Á þessum þéttingarreit Garðabæjar er nú atvinnustarfsemi þess eðlis að hún verður að víkja fyrir blandaðri byggð, sem er mikilvæg stoð Borgarlínu. Fyrirhugað athafnasvæði er alls ekki óumdeilt og gæta þarf hagsmuna allra aðila; íbúa Garðabæjar, Kópavogsbæjar sem og náttúrunnar. Þá þarf að taka tillit til gildandi skipulags útivistarsvæðisins, sem nefndur hefur verið Græni trefilinn og nær allt frá Esjuhlíðum í norðri til Helgafells í suðri. Skipulagsmál er enn eitt verkefnið sem þarfnast umsagnar og samþykkis á formlegum vettvangi sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sveitarfélögunum er ætlað að stilla saman strengi og vinna að sameiginlegri sýn þar sem hagsmunir allra sveitarfélaganna eru undir. Ef um eitt og sama sveitarfélagið væri að ræða væru þetta sameiginlegir hagsmunir íbúa sama sveitarfélagsins og flækjustig meðferðar málsins öll einfaldari. Nú fer þetta í gegnum Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar sem fulltrúar meiri- og minnihluta allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sitja. Hlutverk hennar er að standa vörð um sameiginlega heildarsýn á skipulagi allra sveitarfélaganna sjö. Snertifletirnir eru endalausir og varla hægt annað en að staldra við til að vega og meta tækifærin sem felast í sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir íbúa. Þessi nágrannasveitarfélög ættu í ríkari mæli að horfa til tækifæranna sem felast í að vera saman en í sundur. Samstarfsverkefnin eru nú þegar fjölmörg. Í skipulagsmálum gerum við einfaldlega ríkari kröfu um heildarskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið allt og höfum þegar vettvang þar sem hugmyndir eins og þessi eru lagðar fram til umsagnar og samþykkis allra hinna þegar svo ber undir. Hér þarf ekki endilega að ræða sameiningu allra sveitarfélaganna í eitt en nágrannasveitarfélög líkt og Kópavogur og Garðabær (eða Garðavogur) eru dæmi um sveitarfélög sem horfa mætti til í þeim efnum og jafnvel enn sunnar til Hafnarfjarðar. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar