Jafnréttisbarátta í 116 ár Tatjana Latinovic skrifar 27. janúar 2023 09:01 Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára í dag, stofnað 27. janúar 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Í stofnskrá stendur að félagið starfi að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Meira en öld frá þessum merka degi má með sanni segja að okkar hlutverk sé nú sem fyrr hið sama – að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, með áherslu á mannréttindi og starfi gegn hvers konar mismunun. Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi haldið í þá hefð að heiðra félaga sína sem skarað hafa fram úr í störfum sínum fyrir félagið, kvenréttindi og femíníska baráttu. Í ár er það okkur sönn ánægja að gera þrjár konur að heiðursfélögum í félaginu. Kvenréttindafélag Íslands heiðrar Esther Guðmundsdóttur fyrir áratugalöng störf í þágu félagsins og kvenréttinda, Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir störf í þágu kvenréttinda og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Esther, Kristín og Jóhanna hafa allar unnið ötullega að uppfylla þann draum sem súffragettur, Rauðsokkur og femínistar hafa borið í brjósti sér í meira en heila öld: að skapa samfélag sem byggist á kynjajafnrétti. Margt hefur áunnist, þökk sé þrotlausri baráttu þeirra, en því miður hafa konur á Íslandi ekki enn náð fullu jafnrétti á við karla og ekki njóta allar konur og kynsegin fólk á Íslandi góðs af jafnréttisbaráttu fyrri ára. Við skuldum þeim sem ruddu brautina fyrir okkur miklar þakkir en einnig loforð um að við munum halda baráttunni áfram þangað til jafnrétti er náð fyrir okkur öll. Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára ungt í dag. Við höldum baráttunni áfram og hvetjum öll til að taka þátt í henni með okkur. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hægt er að styðja við félagið til að halda áfram jafnréttisbaráttunni með því að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára í dag, stofnað 27. janúar 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Í stofnskrá stendur að félagið starfi að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Meira en öld frá þessum merka degi má með sanni segja að okkar hlutverk sé nú sem fyrr hið sama – að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, með áherslu á mannréttindi og starfi gegn hvers konar mismunun. Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi haldið í þá hefð að heiðra félaga sína sem skarað hafa fram úr í störfum sínum fyrir félagið, kvenréttindi og femíníska baráttu. Í ár er það okkur sönn ánægja að gera þrjár konur að heiðursfélögum í félaginu. Kvenréttindafélag Íslands heiðrar Esther Guðmundsdóttur fyrir áratugalöng störf í þágu félagsins og kvenréttinda, Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir störf í þágu kvenréttinda og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Esther, Kristín og Jóhanna hafa allar unnið ötullega að uppfylla þann draum sem súffragettur, Rauðsokkur og femínistar hafa borið í brjósti sér í meira en heila öld: að skapa samfélag sem byggist á kynjajafnrétti. Margt hefur áunnist, þökk sé þrotlausri baráttu þeirra, en því miður hafa konur á Íslandi ekki enn náð fullu jafnrétti á við karla og ekki njóta allar konur og kynsegin fólk á Íslandi góðs af jafnréttisbaráttu fyrri ára. Við skuldum þeim sem ruddu brautina fyrir okkur miklar þakkir en einnig loforð um að við munum halda baráttunni áfram þangað til jafnrétti er náð fyrir okkur öll. Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára ungt í dag. Við höldum baráttunni áfram og hvetjum öll til að taka þátt í henni með okkur. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hægt er að styðja við félagið til að halda áfram jafnréttisbaráttunni með því að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun