Jafnréttisbarátta í 116 ár Tatjana Latinovic skrifar 27. janúar 2023 09:01 Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára í dag, stofnað 27. janúar 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Í stofnskrá stendur að félagið starfi að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Meira en öld frá þessum merka degi má með sanni segja að okkar hlutverk sé nú sem fyrr hið sama – að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, með áherslu á mannréttindi og starfi gegn hvers konar mismunun. Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi haldið í þá hefð að heiðra félaga sína sem skarað hafa fram úr í störfum sínum fyrir félagið, kvenréttindi og femíníska baráttu. Í ár er það okkur sönn ánægja að gera þrjár konur að heiðursfélögum í félaginu. Kvenréttindafélag Íslands heiðrar Esther Guðmundsdóttur fyrir áratugalöng störf í þágu félagsins og kvenréttinda, Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir störf í þágu kvenréttinda og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Esther, Kristín og Jóhanna hafa allar unnið ötullega að uppfylla þann draum sem súffragettur, Rauðsokkur og femínistar hafa borið í brjósti sér í meira en heila öld: að skapa samfélag sem byggist á kynjajafnrétti. Margt hefur áunnist, þökk sé þrotlausri baráttu þeirra, en því miður hafa konur á Íslandi ekki enn náð fullu jafnrétti á við karla og ekki njóta allar konur og kynsegin fólk á Íslandi góðs af jafnréttisbaráttu fyrri ára. Við skuldum þeim sem ruddu brautina fyrir okkur miklar þakkir en einnig loforð um að við munum halda baráttunni áfram þangað til jafnrétti er náð fyrir okkur öll. Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára ungt í dag. Við höldum baráttunni áfram og hvetjum öll til að taka þátt í henni með okkur. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hægt er að styðja við félagið til að halda áfram jafnréttisbaráttunni með því að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára í dag, stofnað 27. janúar 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Í stofnskrá stendur að félagið starfi að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Meira en öld frá þessum merka degi má með sanni segja að okkar hlutverk sé nú sem fyrr hið sama – að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, með áherslu á mannréttindi og starfi gegn hvers konar mismunun. Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi haldið í þá hefð að heiðra félaga sína sem skarað hafa fram úr í störfum sínum fyrir félagið, kvenréttindi og femíníska baráttu. Í ár er það okkur sönn ánægja að gera þrjár konur að heiðursfélögum í félaginu. Kvenréttindafélag Íslands heiðrar Esther Guðmundsdóttur fyrir áratugalöng störf í þágu félagsins og kvenréttinda, Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir störf í þágu kvenréttinda og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Esther, Kristín og Jóhanna hafa allar unnið ötullega að uppfylla þann draum sem súffragettur, Rauðsokkur og femínistar hafa borið í brjósti sér í meira en heila öld: að skapa samfélag sem byggist á kynjajafnrétti. Margt hefur áunnist, þökk sé þrotlausri baráttu þeirra, en því miður hafa konur á Íslandi ekki enn náð fullu jafnrétti á við karla og ekki njóta allar konur og kynsegin fólk á Íslandi góðs af jafnréttisbaráttu fyrri ára. Við skuldum þeim sem ruddu brautina fyrir okkur miklar þakkir en einnig loforð um að við munum halda baráttunni áfram þangað til jafnrétti er náð fyrir okkur öll. Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára ungt í dag. Við höldum baráttunni áfram og hvetjum öll til að taka þátt í henni með okkur. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hægt er að styðja við félagið til að halda áfram jafnréttisbaráttunni með því að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun