Jafnréttisbarátta í 116 ár Tatjana Latinovic skrifar 27. janúar 2023 09:01 Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára í dag, stofnað 27. janúar 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Í stofnskrá stendur að félagið starfi að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Meira en öld frá þessum merka degi má með sanni segja að okkar hlutverk sé nú sem fyrr hið sama – að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, með áherslu á mannréttindi og starfi gegn hvers konar mismunun. Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi haldið í þá hefð að heiðra félaga sína sem skarað hafa fram úr í störfum sínum fyrir félagið, kvenréttindi og femíníska baráttu. Í ár er það okkur sönn ánægja að gera þrjár konur að heiðursfélögum í félaginu. Kvenréttindafélag Íslands heiðrar Esther Guðmundsdóttur fyrir áratugalöng störf í þágu félagsins og kvenréttinda, Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir störf í þágu kvenréttinda og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Esther, Kristín og Jóhanna hafa allar unnið ötullega að uppfylla þann draum sem súffragettur, Rauðsokkur og femínistar hafa borið í brjósti sér í meira en heila öld: að skapa samfélag sem byggist á kynjajafnrétti. Margt hefur áunnist, þökk sé þrotlausri baráttu þeirra, en því miður hafa konur á Íslandi ekki enn náð fullu jafnrétti á við karla og ekki njóta allar konur og kynsegin fólk á Íslandi góðs af jafnréttisbaráttu fyrri ára. Við skuldum þeim sem ruddu brautina fyrir okkur miklar þakkir en einnig loforð um að við munum halda baráttunni áfram þangað til jafnrétti er náð fyrir okkur öll. Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára ungt í dag. Við höldum baráttunni áfram og hvetjum öll til að taka þátt í henni með okkur. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hægt er að styðja við félagið til að halda áfram jafnréttisbaráttunni með því að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára í dag, stofnað 27. janúar 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Í stofnskrá stendur að félagið starfi að því að „íslenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir“. Meira en öld frá þessum merka degi má með sanni segja að okkar hlutverk sé nú sem fyrr hið sama – að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, með áherslu á mannréttindi og starfi gegn hvers konar mismunun. Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi haldið í þá hefð að heiðra félaga sína sem skarað hafa fram úr í störfum sínum fyrir félagið, kvenréttindi og femíníska baráttu. Í ár er það okkur sönn ánægja að gera þrjár konur að heiðursfélögum í félaginu. Kvenréttindafélag Íslands heiðrar Esther Guðmundsdóttur fyrir áratugalöng störf í þágu félagsins og kvenréttinda, Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir störf í þágu kvenréttinda og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Esther, Kristín og Jóhanna hafa allar unnið ötullega að uppfylla þann draum sem súffragettur, Rauðsokkur og femínistar hafa borið í brjósti sér í meira en heila öld: að skapa samfélag sem byggist á kynjajafnrétti. Margt hefur áunnist, þökk sé þrotlausri baráttu þeirra, en því miður hafa konur á Íslandi ekki enn náð fullu jafnrétti á við karla og ekki njóta allar konur og kynsegin fólk á Íslandi góðs af jafnréttisbaráttu fyrri ára. Við skuldum þeim sem ruddu brautina fyrir okkur miklar þakkir en einnig loforð um að við munum halda baráttunni áfram þangað til jafnrétti er náð fyrir okkur öll. Kvenréttindafélag Íslands er 116 ára ungt í dag. Við höldum baráttunni áfram og hvetjum öll til að taka þátt í henni með okkur. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hægt er að styðja við félagið til að halda áfram jafnréttisbaráttunni með því að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun