Fiskikóngurinn harðorður: Skellir í lás við Höfðabakka Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 09:03 Kristján Berg segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt, meðal annars hátt fiskverð á mörkuðum og breytt neyslumenning. Vísir/Vilhelm/Fiskikóngurinn Fiskbúð Fiskikóngsins við Höfðabakka í Reykjavík verður skellt í lás á morgun. Kristján Berg, eða Fiskikóngurinn líkt og hann er jafnan nefndur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að um þung spor sé að ræða enda sé um að ræða eina elstu starfandi fiskbúð landsins. „Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elst starfandi fiskverslun landsins LOKAR,“ segir Kristján. Fiskbúðin hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Hann segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt. Í fyrsta lagi sé fiskverð hátt á fiskmörkuðum og að ástæða þess sé að stórútgerðir séu að gleypa allan fisk. Lítið sé um að fiskur berist inn á fiskmarkaði svo að fiskverð helst þannig hátt. Kristján segir að sömuleiðis sé erfitt að manna allar stöður frá sjö á morgnana til 18:30 alla virka daga. Sömuleiðis þá versli viðskiptavinir minni fisk, sem sé „ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar“. Þá sé verðhækkun á öllum þáttum rekstrar sem geri svona „litla einingu órekstrarhæfa“, auk þess að öll aðföng hafa hækkað – umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír og þannig mætti áfram telja. „Pizzu og Cocopuffs kynslóðin“ að taka yfir Kristján segist í færslunni spá því að fleiri fiskbúðir muni loka á næstunni. Það sé klárt mál. „Enda orðinn lítill grundvöllur fyrir rekstri fiskverslunar á Íslandi í dag. Pizzu og cocopuffs kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Húsmæður landsins eru flestar útivinnandi, mötuneyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fiskneyslu á heimilum landsins,“ segir Kristján. Sárt að horfa upp á Kristján segir áfram að unga kynslóðin kunni ekki að borða til dæmis hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. „Unga kynslóðin er ekki lengur alin upp við þessa matarmenningu, sem er svo sárt að horfa uppá. Við erum því miður að gleyma uppruna okkar, á hverju við lifðum af, hvernig menning okkar varð til. Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati.“ Kristján segir ennfremur að allt starfsfólk Fiskikóngsins við Höfðabakka hafi samþykkt að starfa í verslun hans við Sogaveg. Kristján tekur einnig fram að fiskur hafi áður fyrr verið ódýr. Fiskur ætti ekki að kosta mikið hér á landi og ættu landsmenn að njóta niðurgreiðslu á fiski líkt og eigi til dæmis við um lambakjötið okkar. Nefnir hann að um sjö milljarða niðurgreiðsla fari á ári hverju í að greiða niður lambakjöt sem sé að mestu leyti flutt úr landi. Verslun Reykjavík Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
„Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elst starfandi fiskverslun landsins LOKAR,“ segir Kristján. Fiskbúðin hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Hann segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt. Í fyrsta lagi sé fiskverð hátt á fiskmörkuðum og að ástæða þess sé að stórútgerðir séu að gleypa allan fisk. Lítið sé um að fiskur berist inn á fiskmarkaði svo að fiskverð helst þannig hátt. Kristján segir að sömuleiðis sé erfitt að manna allar stöður frá sjö á morgnana til 18:30 alla virka daga. Sömuleiðis þá versli viðskiptavinir minni fisk, sem sé „ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar“. Þá sé verðhækkun á öllum þáttum rekstrar sem geri svona „litla einingu órekstrarhæfa“, auk þess að öll aðföng hafa hækkað – umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír og þannig mætti áfram telja. „Pizzu og Cocopuffs kynslóðin“ að taka yfir Kristján segist í færslunni spá því að fleiri fiskbúðir muni loka á næstunni. Það sé klárt mál. „Enda orðinn lítill grundvöllur fyrir rekstri fiskverslunar á Íslandi í dag. Pizzu og cocopuffs kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Húsmæður landsins eru flestar útivinnandi, mötuneyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fiskneyslu á heimilum landsins,“ segir Kristján. Sárt að horfa upp á Kristján segir áfram að unga kynslóðin kunni ekki að borða til dæmis hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. „Unga kynslóðin er ekki lengur alin upp við þessa matarmenningu, sem er svo sárt að horfa uppá. Við erum því miður að gleyma uppruna okkar, á hverju við lifðum af, hvernig menning okkar varð til. Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati.“ Kristján segir ennfremur að allt starfsfólk Fiskikóngsins við Höfðabakka hafi samþykkt að starfa í verslun hans við Sogaveg. Kristján tekur einnig fram að fiskur hafi áður fyrr verið ódýr. Fiskur ætti ekki að kosta mikið hér á landi og ættu landsmenn að njóta niðurgreiðslu á fiski líkt og eigi til dæmis við um lambakjötið okkar. Nefnir hann að um sjö milljarða niðurgreiðsla fari á ári hverju í að greiða niður lambakjöt sem sé að mestu leyti flutt úr landi.
Verslun Reykjavík Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira