Fjölskylduvænar breytingar í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. janúar 2023 08:01 Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og nefndum bæjarins hafa unnið statt og stöðugt að því að koma stefnumálum Okkar Hveragerðis frá kosningunum í vor til framkvæmda. Eitt meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar er fjölskylduvænna samfélag og hafa fulltrúar meirihlutans unnið saman að því að gera þessar sameiginlegu áherslur að veruleika á undanförnum mánuðum. Fríar klukkustundir á leikskóla Stefnt er að því að bjóða 6 klukkustundir fríar á leikskólum Hveragerðisbæjar í skrefum á kjörtímabilinu. Fyrsta fría klukkustundin í leikskóla kom strax til framkvæmda þann 1. september síðastliðinn og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að fríar klukkustundir á leikskóla verði orðnar tvær haustið 2023. Foreldragreiðslur og uppbygging húsakosts fyrir leik- og grunnskóla Reglur um foreldragreiðslur tóku gildi þann 1. október sl., en með þeim er veittur fjárhagslegur stuðningur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem hafa ekki fengið vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldrum. Fjárhæð greiðslnanna er 110.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn og með þeim er leitast við að styðja við foreldra barna sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir börn sín eftir 12 mánaða aldur, en áhersla er lögð á að öll börn komist inn á leikskóla við það tímamark. Lagt er upp með að flýta uppbyggingu mannvirkja fyrir leik- og grunnskólastarf eins og þörf er á. Vonir standa til þess að fyrstu deildir nýs leikskóla í Kambalandi hefji starfsemi árið 2023, sem er fyrr en áður var áætlað, ásamt því að fyrirhugað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði hefjist á árinu. Mun þessi uppbygging svara aukinni þjónustuþörf með vaxandi íbúafjölda í bæjarfélaginu. Hækkun frístundastyrks Í meirihlutasamningnum er gert ráð fyrir hækkun frístundastyrks í skrefum á kjörtímabilinu. Til samræmis við það hækkaði frístundastyrkurinn nú um áramót úr 26.000 kr. í 32.000 kr. Hann hækkar því um 6.000 kr. á milli ára, eða jafnmikið og samanlögð hækkun frístundastyrksins undanfarin 4 ár. Leik- og hundasvæði Umhverfið í bænum okkar er einstakt og við leggjum áherslu á að að skapa fjölbreytt umhverfi til útivistar fyrir unga sem aldna. Í því augnamiði hefur nýjum og stærri ærslabelg verið komið fyrir í Dynskógum ásamt því að í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun og viðhaldi á leiksvæðum á næstu misserum auk úrbóta á hundasvæðum bæjarins og hönnun útisvæðis undir Hamrinum. Hamarshöll komin í útboðsferli Tryggja þarf að samhæft íþrótta- og frístundastarf sé í boði fyrir öll börn. Næstu skref í uppbyggingu Hamarshallarinnar eru tekin með það fyrir augum að skapa samkeppnishæfan húsakost til æfinga sem og keppni fyrir allar íþróttir til framtíðar á sem hagkvæmastan máta. Stefnt er að því að koma upp innandyra æfingaaðstöðu fyrir deildir Hamars sem fyrst, sem í framtíðinni getur orðið fyrirmyndar keppnisaðstaða. Útboð 1. áfanga nýrrar Hamarshallar var auglýst þann 16. janúar síðastliðinn og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í uppbyggingu hallarinnar næstu misserin. Góður búsetukostur fyrir barnafjölskyldur Í Hveragerði er gott að vera, samheldni bæjarbúa og samstaðan skapar einstakan bæjarbrag sem gerir bæinn okkar að góðum búsetukosti, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Okkar Hveragerði telur bæjaryfirvöld eiga að styðja við fjölskylduvænt samfélag og við teljum okkur hafa tekið mikilvæg skref í þá átt frá því nýr meirihluti tók við síðastliðið vor og munum halda því áfram á komandi árum. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og nefndum bæjarins hafa unnið statt og stöðugt að því að koma stefnumálum Okkar Hveragerðis frá kosningunum í vor til framkvæmda. Eitt meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar er fjölskylduvænna samfélag og hafa fulltrúar meirihlutans unnið saman að því að gera þessar sameiginlegu áherslur að veruleika á undanförnum mánuðum. Fríar klukkustundir á leikskóla Stefnt er að því að bjóða 6 klukkustundir fríar á leikskólum Hveragerðisbæjar í skrefum á kjörtímabilinu. Fyrsta fría klukkustundin í leikskóla kom strax til framkvæmda þann 1. september síðastliðinn og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að fríar klukkustundir á leikskóla verði orðnar tvær haustið 2023. Foreldragreiðslur og uppbygging húsakosts fyrir leik- og grunnskóla Reglur um foreldragreiðslur tóku gildi þann 1. október sl., en með þeim er veittur fjárhagslegur stuðningur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem hafa ekki fengið vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldrum. Fjárhæð greiðslnanna er 110.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn og með þeim er leitast við að styðja við foreldra barna sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir börn sín eftir 12 mánaða aldur, en áhersla er lögð á að öll börn komist inn á leikskóla við það tímamark. Lagt er upp með að flýta uppbyggingu mannvirkja fyrir leik- og grunnskólastarf eins og þörf er á. Vonir standa til þess að fyrstu deildir nýs leikskóla í Kambalandi hefji starfsemi árið 2023, sem er fyrr en áður var áætlað, ásamt því að fyrirhugað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði hefjist á árinu. Mun þessi uppbygging svara aukinni þjónustuþörf með vaxandi íbúafjölda í bæjarfélaginu. Hækkun frístundastyrks Í meirihlutasamningnum er gert ráð fyrir hækkun frístundastyrks í skrefum á kjörtímabilinu. Til samræmis við það hækkaði frístundastyrkurinn nú um áramót úr 26.000 kr. í 32.000 kr. Hann hækkar því um 6.000 kr. á milli ára, eða jafnmikið og samanlögð hækkun frístundastyrksins undanfarin 4 ár. Leik- og hundasvæði Umhverfið í bænum okkar er einstakt og við leggjum áherslu á að að skapa fjölbreytt umhverfi til útivistar fyrir unga sem aldna. Í því augnamiði hefur nýjum og stærri ærslabelg verið komið fyrir í Dynskógum ásamt því að í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun og viðhaldi á leiksvæðum á næstu misserum auk úrbóta á hundasvæðum bæjarins og hönnun útisvæðis undir Hamrinum. Hamarshöll komin í útboðsferli Tryggja þarf að samhæft íþrótta- og frístundastarf sé í boði fyrir öll börn. Næstu skref í uppbyggingu Hamarshallarinnar eru tekin með það fyrir augum að skapa samkeppnishæfan húsakost til æfinga sem og keppni fyrir allar íþróttir til framtíðar á sem hagkvæmastan máta. Stefnt er að því að koma upp innandyra æfingaaðstöðu fyrir deildir Hamars sem fyrst, sem í framtíðinni getur orðið fyrirmyndar keppnisaðstaða. Útboð 1. áfanga nýrrar Hamarshallar var auglýst þann 16. janúar síðastliðinn og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í uppbyggingu hallarinnar næstu misserin. Góður búsetukostur fyrir barnafjölskyldur Í Hveragerði er gott að vera, samheldni bæjarbúa og samstaðan skapar einstakan bæjarbrag sem gerir bæinn okkar að góðum búsetukosti, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Okkar Hveragerði telur bæjaryfirvöld eiga að styðja við fjölskylduvænt samfélag og við teljum okkur hafa tekið mikilvæg skref í þá átt frá því nýr meirihluti tók við síðastliðið vor og munum halda því áfram á komandi árum. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun