Handbolti

Fjögur mörk Söndru í markasúpu Metzingen sem er komið í Final Four

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Metzingen.
Sandra Erlingsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Metzingen. Vísir/Hulda Margrét

Sandra Erlingsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Tus Metzingen sem lagði Tus Lintford í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í kvöld. Tæplega níutíu mörk voru skoruð í leiknum.

Metzingen er í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og það var búist við þægilegum sigri gegn Lintfort sem er í tólfta sæti næst efstu deildar.

Sú varð líka raunin. Metzingen komst í 10-2 og leiddi 25-16 í hálfleik, tölur sem oftar en ekki sjást í lok handknattleiksleikja.

Metzingen hélt síðan áfram markaveislunni eftir hlé. Í stöðunni 37-27 þegar tæpar tíu mínútur voru eftir náði Metzingen 7-1 kafla. Þær unnu að lokum ótrúlegan 48-30 sigur og eru því komnar áfram í þýska bikarnum.

Sandra skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í leiknum í dag. Með sigrinum tryggir Metzingen sér sæti í Final Four bikarhelginni þýsku þar sem fjögur lið berjast um bikarmeistaratitilinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.