Hugsað til barnafjölskyldna: „Það mun einhver græða peninga“ Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2023 16:32 Jim Gottfridsson í glímu við íslenska landsliðið. Hann grínaðist með að miðar á úrslitaleiki HM væru hræódýrir. EPA-EFE/Bjorn Larsson Rosvall Leikmönnum sænska landsliðsins blöskrar miðaverðið sem greiða þarf til að sjá síðustu leikina á HM karla í handbolta á sunnudaginn. Ljóst er að sænska landsliðið mun spila í Tele2 Arena í Stokkhólmi á sunnudaginn, þegar úrslitin á HM ráðast. Öll liðin sem komin eru í 8-liða úrslit munu nefnilega spila þar því leikið verður um 7. og 5. sæti, auk leikjanna um brons- og gullverðlaun. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að hver leikmaður sænska landsliðsins fái fjóra miða í höllina en að margir þeirra vilji fleiri miða og þurfi þá að greiða tæplega 30.000 krónur fyrir stykkið. „Þetta er algjör tombóluprís sem þeir eru að bjóða,“ sagði Jim Gottfridsson, stærsta stjarna sænska liðsins, kaldhæðinn. Lukas Sandell kaupir þrjá miða aukalega: „Þetta kostar peninga. En mér er fyrst og fremst hugsað til barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að kaupa svona dýra miða. Þetta er hár verðmiði,“ sagði Sandell. Jonathan Carlsbogård er með sína miða klára. „Áhuginn er mikill og þá er hægt að ýta verðinu upp. Hvort að það sé rétt eða rangt? Svona eru viðskiptin. Það mun einhver græða peninga og það er gaman fyrir þann eða þau,“ sagði Carlsbogård. Aftonbladet segir að gera megi ráð fyrir því að HM skili sænskum handbolta 15 milljónum sænskra króna, eða yfir 200 milljónum íslenskra króna. Fyrr í dag höfðu 20.000 af 22.000 miðum á úrslitadaginn selst og er búist við að það verði uppselt. HM 2023 í handbolta Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Ljóst er að sænska landsliðið mun spila í Tele2 Arena í Stokkhólmi á sunnudaginn, þegar úrslitin á HM ráðast. Öll liðin sem komin eru í 8-liða úrslit munu nefnilega spila þar því leikið verður um 7. og 5. sæti, auk leikjanna um brons- og gullverðlaun. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að hver leikmaður sænska landsliðsins fái fjóra miða í höllina en að margir þeirra vilji fleiri miða og þurfi þá að greiða tæplega 30.000 krónur fyrir stykkið. „Þetta er algjör tombóluprís sem þeir eru að bjóða,“ sagði Jim Gottfridsson, stærsta stjarna sænska liðsins, kaldhæðinn. Lukas Sandell kaupir þrjá miða aukalega: „Þetta kostar peninga. En mér er fyrst og fremst hugsað til barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að kaupa svona dýra miða. Þetta er hár verðmiði,“ sagði Sandell. Jonathan Carlsbogård er með sína miða klára. „Áhuginn er mikill og þá er hægt að ýta verðinu upp. Hvort að það sé rétt eða rangt? Svona eru viðskiptin. Það mun einhver græða peninga og það er gaman fyrir þann eða þau,“ sagði Carlsbogård. Aftonbladet segir að gera megi ráð fyrir því að HM skili sænskum handbolta 15 milljónum sænskra króna, eða yfir 200 milljónum íslenskra króna. Fyrr í dag höfðu 20.000 af 22.000 miðum á úrslitadaginn selst og er búist við að það verði uppselt.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira