Þetta er það sem þarf að ganga upp svo Ísland komist í átta liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2023 12:28 Það þarf ansi margt að ganga upp svo Ísland komist í átta liða úrslit heimameistaramótsins í handbolta. Vísir/Vilhelm Eftir tap íslenska karlalandsliðsins gegn Svíum síðastliðinn föstudag er draumur liðsins um sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins nánast úr sögunni. Þó er enn vonarglæta og hér fyrir neðan verður farið yfir það sem þarf að ganga upp svo liðið komist áfram. Þrír seinustu leikir millirðils okkar Íslendinga fara fram í dag og ef íslenska liðið á að komast áfram þurfum við að treysta á hagstæð úrslit í öllum þremur leikjunum. Þrátt fyrir að aðeins ein umferð sé eftir eru enn fjórar þjóðir sem berjast um eitt sæti í átta liða úrslitum. Svíar hafa nú þegar tryggt sér sigur í milliriðlinum, en Ísland, Ungverjaland, Portúgal og Brasilía halda enn í vonina. Núna klukkan 14:30 mæta Ungverjar til leiks gegn Grænhöfðaeyjum og í þeim leik þurfum við Íslendingar að treysta á það að stigalaust lið Grænhöfðaeyja taki í það minnsta eitt stig af Ungverjum. Klukkan 17:00 mætir íslenska liðið svo til leiks gegn Brasilíu í leik sem verður annað hvort gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, eða hálf tilgangslaus fyrir bæði lið. Eins og gefur að skilja vonumst við Íslendingar að sjálfsögðu eftir íslenskum sigri í þeim leik. Þrátt fyrir það að Ungverjar verði mögulega búnir að gera út um vonir okkar Íslendinga gæti þriðja sæti millirðilsins gefið þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna og því verður alltaf að einhverju að keppa hjá strákunum okkar. Ef svo ólíklega vill til að Grænhöfðaeyjar geri okkur greiða og taki stig af Ungverjum, og íslenska liðið klári svo sitt verkefni gegn Brasilíu, má búast við því að Íslendingar sitji límdir við skjáinn klukkan 19:30 þegar Svíþjóð og Portúgal mætast. Líklega munum við fyrirgefa Svíum, og þá aðalega markverðinum Andreas Palicka, ef Svíar taka í það minnsta stig af Portúgal því það myndi þýða að íslenska liðið væri á leið í átta liða úrslit sem liðið í öðru sæti milliriðils II. Þá er örlítill möguleiki á því að jafntefli dugi Íslandi inn átta liða úrslitin, en þá þurfa bæði Ungverjar og Portúgalar að tapa sínum leikjum. Eins og lesendur sjá er ansi margt sem þarf að ganga upp til að Ísland sé á leið í átta liða úrslit og um leið og einn hlekkurinn í keðjunni bregst slitnar keðjan í heild. Vinni Ungverjar fyrsta leik dagsins er draumurinn úr sögunni. Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Þrír seinustu leikir millirðils okkar Íslendinga fara fram í dag og ef íslenska liðið á að komast áfram þurfum við að treysta á hagstæð úrslit í öllum þremur leikjunum. Þrátt fyrir að aðeins ein umferð sé eftir eru enn fjórar þjóðir sem berjast um eitt sæti í átta liða úrslitum. Svíar hafa nú þegar tryggt sér sigur í milliriðlinum, en Ísland, Ungverjaland, Portúgal og Brasilía halda enn í vonina. Núna klukkan 14:30 mæta Ungverjar til leiks gegn Grænhöfðaeyjum og í þeim leik þurfum við Íslendingar að treysta á það að stigalaust lið Grænhöfðaeyja taki í það minnsta eitt stig af Ungverjum. Klukkan 17:00 mætir íslenska liðið svo til leiks gegn Brasilíu í leik sem verður annað hvort gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, eða hálf tilgangslaus fyrir bæði lið. Eins og gefur að skilja vonumst við Íslendingar að sjálfsögðu eftir íslenskum sigri í þeim leik. Þrátt fyrir það að Ungverjar verði mögulega búnir að gera út um vonir okkar Íslendinga gæti þriðja sæti millirðilsins gefið þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna og því verður alltaf að einhverju að keppa hjá strákunum okkar. Ef svo ólíklega vill til að Grænhöfðaeyjar geri okkur greiða og taki stig af Ungverjum, og íslenska liðið klári svo sitt verkefni gegn Brasilíu, má búast við því að Íslendingar sitji límdir við skjáinn klukkan 19:30 þegar Svíþjóð og Portúgal mætast. Líklega munum við fyrirgefa Svíum, og þá aðalega markverðinum Andreas Palicka, ef Svíar taka í það minnsta stig af Portúgal því það myndi þýða að íslenska liðið væri á leið í átta liða úrslit sem liðið í öðru sæti milliriðils II. Þá er örlítill möguleiki á því að jafntefli dugi Íslandi inn átta liða úrslitin, en þá þurfa bæði Ungverjar og Portúgalar að tapa sínum leikjum. Eins og lesendur sjá er ansi margt sem þarf að ganga upp til að Ísland sé á leið í átta liða úrslit og um leið og einn hlekkurinn í keðjunni bregst slitnar keðjan í heild. Vinni Ungverjar fyrsta leik dagsins er draumurinn úr sögunni. Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins.
Það sem þarf að gerast svo Ísland komist í átta liða úrslit - Grænhöfðaeyjar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Ungverjum í fyrsta leik dagsins. - Ísland þarf að vinna Brasilíu. - Svíar þurfa að taka að minnsta kosti eitt stig af Portúgal í seinasta leik dagsins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira