Handbolti

Egyptar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum og vonir Arons orðnar að engu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær það verður staðfest að Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í bareinska handboltalandsliðinu eru úr leik á HM.
Það er í raun aðeins tímaspursmál hvenær það verður staðfest að Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í bareinska handboltalandsliðinu eru úr leik á HM. TF-Images/TF-Images via Getty Images

Egyptaland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í bareinska landsliðinu í dag, 26-22. Egyptar eru því á leið í hreinan úrslitaleik gegn Dönum um efsta sæti milliriðils fjögur.

Það var lítið skorað lengst af í fyrri hálfleik og liðin héldust í hendur framan af. Egyptar skoruðu þó fimm af seinustu sex mörku fyrri hálfleiksins og lögðu þannig grunninn að sigri dagsins.

Egypska liðið náði svo mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu eftir það. Liðið vann að lokum fjögurra marka sigur gegn Aroni og lærisveinum hans, 26-22 og eru þar með á leið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins.

Bareinska liðið á enn möguleika á því að komast í átta liða úrslit, en þá þarf liðið að treysta því að Danir tapi gegn Bandaríkjamönnum síðar í dag og það er eitthvað sem verður að teljast ólíklegt að gerist.

Þá unnu Serbar góðan sex marka sigur gegn Argentínumönnum í þýðingalitlum leik í milliriðli þrjú, 28-22. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×