Handbolti

„Ég hef ekki upplifað svona stemningu áður“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur ætlar að klára mótið með sæmd.
Guðmundur ætlar að klára mótið með sæmd. vísir/vilhelm

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var boginn en ekki brotinn eftir tapið sára gegn Svíum.

„Þetta var mjög erfitt gegn Svíum en liðið gerði vel á mörgum sviðum. Andstæðingurinn var samt betri en við og það verður að viðurkennast,“ segir Guðmundur en hans erfiða verkefni í gær var að rífa liðið á lappir eftir vonbrigðin.

„Það held ég að muni reyna verulega á okkur. Við viljum ljúka mótinu samt með sæmd og ná þriðja sætinu í riðlinum sem gefur sæti frá níu upp í tólf. Það getum við gert með sigri. Þriðja sætið veitir mögulega sæti í forkeppni Ólympíuleikana. Við þurfum að vanda okkur núna þessa síðustu metra.“

Klippa: Þakklátur fyrir stuðninginn

Stemningin í stúkunni á leikjum Íslands hefur verið ansi mögnuð enda ótrúlegur fjöldi sem hefur mátt til þess að styðja strákana. Þjálfarinn er mjög þakklátur fyrir stuðninginn.

„Ég hef verið lengi í þessum bransa og þetta er búið að vera stórkostlegt. Maður fær gæsahúð yfir þjóðsöngnum og að finna þennan samhug hjá fólkinu. Það er ómetanlegt. Ég hef eiginlega ekki upplifað svona áður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×