Fólk á flótta svelt til hlýðni Björn Leví Gunnarsson skrifar 20. janúar 2023 15:30 Ein af tillögum dómsmálaráðherra í útlendingafrumvarpinu er að svipta umsækjendur réttindum 30 dögum eftir að ákvörðun verður „endanleg á stjórnsýslustigi”. Á mannamáli þýðir þetta að eftir að kærunefnd útlendingamála hefur skilað sinni niðurstöðu um umsóknina gilda réttindi umsækjandans aðeins í 30 daga í viðbót. Þetta á ekki bara við um fæði og húsaskjól, heldur einnig heilbrigðisþjónustu. Á þessu ákvæði er undantekning: “Þó er ekki heimilt að fella niður réttindi barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlega veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir”. Enn eitt flækjustigið En hvað með barn sem er einsamalt á ferð og verður 18 ára á meðan málsmeðferð stendur? Hvað með einstaklinga sem bíða brottflutnings af hálfu stjórnvalda sem dregst fram yfir þessa 30 daga? Svo margt er óskýrt og illa unnið. Svona hroðvirkni býr til undantekningartilfelli, tilfelli sem falla milli stafs og hurðar, og bæta við meiri vinnu í kringum umsóknirnar. Útlendingafrumvarpið býr bara til enn annað flækjustigið sem þarf að skoða og rökstyðja og býr til enn meiri vinnu fyrir stjórnsýsluna í málsmeðferð og kæruferli. Samt segja Sjálfstæðismenn að þetta frumvarp eigi að bæta skilvirkni kerfisins. Það er augljóslega vitleysa. Kannski er bara verið að huga að kostnaði í svona fullyrðingum, en það gengur ekki einu sinni upp heldur – því það eru ekki svo margir sem falla undir þessar undantekningar. Að minnsta kosti ekki það margir að það borgi upp stjórnsýslukostnaðinn og möguleikann á því að rangar ákvarðanir séu teknar vegna þessara undantekninga – og jafnvel með tilheyrandi réttarhöldum og skaðabótum í kjölfarið. Ekki spurning um peninga Þegar allt kemur til alls snýst þetta fyrst og fremst um að gera stjórnvöldum kleift að henda fólki úr landi, ekki að spara peninga. Fólk vill stundum láta eins og það sé svo rosalega aðlaðandi að koma til Íslands að hingað flykkist tækifærissinnar sem þykist vera flóttafólk – en við vitum fullvel að sú er ekki raunin. Lang, lang flestir umsækjendur sækja um alþjóðlega vernd í góðri trú um að þau hafi rétt á því. Enda vitum við að fjöldi svokallaðra “tilhæfulausra” umsókna er hverfandi lítill: “Frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 [hafa] alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra.” Af þúsundum umsókna eru örfáar tilhæfulausar. Og engan ætti að undra að tilhæfulausar umsóknir séu fáar sem engar, enda er hlutskipti umsækjenda um alþjóðlega vernd ekki sérstaklega öfundsvert. Fólk sem hefur þurft að yfirgefa átthaga sína vegna ofsókna eða ofbeldis kemur hingað til lands og er mætt með tortryggni. Umsækjendur fá nokkra þúsundkalla á mánuði í vasapening frá ríkinu og herbergiskytru sem þau deila með öðru fólki. Það er ekki eftirsóknarvert líf að koma hingað til lands til þess eins að velkjast um í kerfinu. Umsækjendur um vernd sveltir til hlýðni En einmitt á þessum vitleysisforsendum á að gera kerfið ennþá flóknara og óskilvirkara, með þeim afleiðingum að enn fleiri umsækjendur lenda á götunni með tilheyrandi aukalegum kostnaði fyrir kerfið, álagi á heilbrigðisstofnanir og aðra opinbera þjónustu. Fólk sem kemst ekki af landi brott sjálft fer auðvitað ekkert og verður því einfaldlega á götunni - nema kannski að það verði fórnarlamb mansals. Í rauninni er ríkisstjórnin hér að leggja til að lögum samkvæmt verði stjórnvöldum kleift að svelta umsækjendur um alþjóðlega vernd til hlýðni – siðleysi bundið í lög. Hérna er verið að selja mannréttindi fyrir algjöran spottprís: áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir og þingflokkur Vinstri grænna eigi góðar birgðir af svefnlyfjum. Ef ég væri í þeirra stöðu þyrfti ég á þeim að halda ef ég ætlaði að sofa á næturnar með þetta á samviskunni. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ein af tillögum dómsmálaráðherra í útlendingafrumvarpinu er að svipta umsækjendur réttindum 30 dögum eftir að ákvörðun verður „endanleg á stjórnsýslustigi”. Á mannamáli þýðir þetta að eftir að kærunefnd útlendingamála hefur skilað sinni niðurstöðu um umsóknina gilda réttindi umsækjandans aðeins í 30 daga í viðbót. Þetta á ekki bara við um fæði og húsaskjól, heldur einnig heilbrigðisþjónustu. Á þessu ákvæði er undantekning: “Þó er ekki heimilt að fella niður réttindi barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlega veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir”. Enn eitt flækjustigið En hvað með barn sem er einsamalt á ferð og verður 18 ára á meðan málsmeðferð stendur? Hvað með einstaklinga sem bíða brottflutnings af hálfu stjórnvalda sem dregst fram yfir þessa 30 daga? Svo margt er óskýrt og illa unnið. Svona hroðvirkni býr til undantekningartilfelli, tilfelli sem falla milli stafs og hurðar, og bæta við meiri vinnu í kringum umsóknirnar. Útlendingafrumvarpið býr bara til enn annað flækjustigið sem þarf að skoða og rökstyðja og býr til enn meiri vinnu fyrir stjórnsýsluna í málsmeðferð og kæruferli. Samt segja Sjálfstæðismenn að þetta frumvarp eigi að bæta skilvirkni kerfisins. Það er augljóslega vitleysa. Kannski er bara verið að huga að kostnaði í svona fullyrðingum, en það gengur ekki einu sinni upp heldur – því það eru ekki svo margir sem falla undir þessar undantekningar. Að minnsta kosti ekki það margir að það borgi upp stjórnsýslukostnaðinn og möguleikann á því að rangar ákvarðanir séu teknar vegna þessara undantekninga – og jafnvel með tilheyrandi réttarhöldum og skaðabótum í kjölfarið. Ekki spurning um peninga Þegar allt kemur til alls snýst þetta fyrst og fremst um að gera stjórnvöldum kleift að henda fólki úr landi, ekki að spara peninga. Fólk vill stundum láta eins og það sé svo rosalega aðlaðandi að koma til Íslands að hingað flykkist tækifærissinnar sem þykist vera flóttafólk – en við vitum fullvel að sú er ekki raunin. Lang, lang flestir umsækjendur sækja um alþjóðlega vernd í góðri trú um að þau hafi rétt á því. Enda vitum við að fjöldi svokallaðra “tilhæfulausra” umsókna er hverfandi lítill: “Frá upphafi árs 2020 til ársloka 2022 [hafa] alls 32 umsóknir um alþjóðlega vernd verið metnar tilhæfulausar. Þar af voru níu árið 2020, fjórtán árið 2021 og níu í fyrra.” Af þúsundum umsókna eru örfáar tilhæfulausar. Og engan ætti að undra að tilhæfulausar umsóknir séu fáar sem engar, enda er hlutskipti umsækjenda um alþjóðlega vernd ekki sérstaklega öfundsvert. Fólk sem hefur þurft að yfirgefa átthaga sína vegna ofsókna eða ofbeldis kemur hingað til lands og er mætt með tortryggni. Umsækjendur fá nokkra þúsundkalla á mánuði í vasapening frá ríkinu og herbergiskytru sem þau deila með öðru fólki. Það er ekki eftirsóknarvert líf að koma hingað til lands til þess eins að velkjast um í kerfinu. Umsækjendur um vernd sveltir til hlýðni En einmitt á þessum vitleysisforsendum á að gera kerfið ennþá flóknara og óskilvirkara, með þeim afleiðingum að enn fleiri umsækjendur lenda á götunni með tilheyrandi aukalegum kostnaði fyrir kerfið, álagi á heilbrigðisstofnanir og aðra opinbera þjónustu. Fólk sem kemst ekki af landi brott sjálft fer auðvitað ekkert og verður því einfaldlega á götunni - nema kannski að það verði fórnarlamb mansals. Í rauninni er ríkisstjórnin hér að leggja til að lögum samkvæmt verði stjórnvöldum kleift að svelta umsækjendur um alþjóðlega vernd til hlýðni – siðleysi bundið í lög. Hérna er verið að selja mannréttindi fyrir algjöran spottprís: áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir og þingflokkur Vinstri grænna eigi góðar birgðir af svefnlyfjum. Ef ég væri í þeirra stöðu þyrfti ég á þeim að halda ef ég ætlaði að sofa á næturnar með þetta á samviskunni. Höfundur er þingmaður Pírata.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun