Handbolti

Lærisveinar Alfreðs fóru létt með Argentínu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska handboltalandsliðinu eru komnir langleiðina inn í átta liða úrslit.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska handboltalandsliðinu eru komnir langleiðina inn í átta liða úrslit. Jan Woitas/picture alliance via Getty Images

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta unnu afar öruggan tuttugu marka sigur er liðið mætti Argentínu í milliriðli þrjú á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld, 39-19.

Argentínumenn skoruðu fyrsta mark leiksins, en það var líka í eina skiptið í leiknum sem liðið hafði forystu. Þjóðverjar skoruðu næstu þrjú mörk og náðu fljótt fimm marka forskoti.

Þjóðverjar juku forskot sitt jafnt og þétt það sem eftir lifði hálfleiksins og staðan var 24-11 þegar liðin gegnu til búningsherbergja í hálfleikshléið.

Síðari hálfleikur var svo formsatriði fyrir þýska liðið sem vann að lokum afar öruggan  marka sigur, .

Þjóðverjar tróna því á toppi milliriðils þrjú með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Norðmenn geta jafnað þá að stigum með sigri gegn Serbum í kvöld.

Þá unnu Egyptar nokkuð þægilegan fimm marka sigur gegn Belgum í millirðili fjögur. Lokatölur 33-28, en Egyptar eru í harðri baráttu um að komast upp úr riðlinum og gætu þá mætt Íslendingum í átta liða úrslitum. Egyptar sitja í efsta sæti riðilsins eins og er með sex stig af sex mögulegum, tveimur stigum meira en Danir sem eiga leik til góða.

Að lokum vann Túnis góðan fimm marka sigur gegn Marokkó í riðli tvö í Forsetabikarnum, 30-25. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×