Ísland með fæst mörk úr langskotum af öllum liðunum á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 16:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í íslenska landsliðinu eru að taka skotin sín mun nær markinu en önnur lið á HM í handbolta. Vísir/Vilhelm Samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótsins í handbolta þá rak íslenska handboltalandsliðið lestina í mörkum fyrir utan í riðlakeppninni sem lauk í gær. Íslenska liðið skorar ekki aðeins fæst mörk með langskotum heldur skýtur líka mun færri langskotum en öll önnur lið á mótinu. Opinber tölfræði mótsins sýnir að íslenska liðið hafi skorað samtals fjögur mörk úr langskotum í fyrstu þremur leikjunum og enn fremur aðeins skotið sex sinnum á markið fyrir utan. Íslensku strákarnir hafa þannig tekið helmingi færri langskot en næsta lið á lista sem er Svíþjóð. Íslenska liðið hefur líka aðeins tekið ellefu prósent af þeim langskotum sem lið Egyptalands hefur tekið sem það lið sem skýtur oftast fyrir utan. Egyptar hafa líka skorað 31 mark með skotum af níu metrunum eða næstum því átta sinnum fleiri en íslenska liðið. Mörk íslenska liðsins úr langskotum skoruðu þeir Janus Daði Smárason (2), Aron Pálmarsson og Viggó Kristjánsson samkvæmt fyrrnefndri opinberri tölfræði mótsins. Þeir tóku líka allir tvö langskot og enginn annar íslenskur leikmaður hefur skotið á markið fyrir utan. Það þýðir að markið ógleymanlega hjá Ómari Inga Magnússyni á móti Portúgal er ekki skráð langskot heldur skot með gegnumbroti af því að hann var þá kominn inn fyrir punktalínuna. Tölfræðingar mótsins eru greinilega mjög harðir á því hvað er langskot og hvað er ekki langskot. Þessi tölfræði sýnir þá helst að íslensku skytturnar eru ekki að skjóta langt fyrir utan heldur eru að taka skotin sín nær varnarmönnunum og þá inn fyrir punktalínuna. Fæst mörk með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 4 - Ísland 6 - Svíþjóð 6 - Norður-Makedónía 7 - Ungverjaland 7 - Holland 8 - Síle 8 - Sadí Arabía 8 - Slóvenía 9 - Grænhöfðaeyjar 9 - Portúgal 9 - Katar 9 - Úrúgvæ - Fæst skot með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 6 - Ísland 12 - Svíþjóð 17 - Slóvenía 17 - Portúgal 17 - Holland 19 - Síle 22 - Ungverjaland 22 - Þýskaland 23 - Noregur 23 - Suður-Kórea 24 - Túnis 25 - Sadí Arabía HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Íslenska liðið skorar ekki aðeins fæst mörk með langskotum heldur skýtur líka mun færri langskotum en öll önnur lið á mótinu. Opinber tölfræði mótsins sýnir að íslenska liðið hafi skorað samtals fjögur mörk úr langskotum í fyrstu þremur leikjunum og enn fremur aðeins skotið sex sinnum á markið fyrir utan. Íslensku strákarnir hafa þannig tekið helmingi færri langskot en næsta lið á lista sem er Svíþjóð. Íslenska liðið hefur líka aðeins tekið ellefu prósent af þeim langskotum sem lið Egyptalands hefur tekið sem það lið sem skýtur oftast fyrir utan. Egyptar hafa líka skorað 31 mark með skotum af níu metrunum eða næstum því átta sinnum fleiri en íslenska liðið. Mörk íslenska liðsins úr langskotum skoruðu þeir Janus Daði Smárason (2), Aron Pálmarsson og Viggó Kristjánsson samkvæmt fyrrnefndri opinberri tölfræði mótsins. Þeir tóku líka allir tvö langskot og enginn annar íslenskur leikmaður hefur skotið á markið fyrir utan. Það þýðir að markið ógleymanlega hjá Ómari Inga Magnússyni á móti Portúgal er ekki skráð langskot heldur skot með gegnumbroti af því að hann var þá kominn inn fyrir punktalínuna. Tölfræðingar mótsins eru greinilega mjög harðir á því hvað er langskot og hvað er ekki langskot. Þessi tölfræði sýnir þá helst að íslensku skytturnar eru ekki að skjóta langt fyrir utan heldur eru að taka skotin sín nær varnarmönnunum og þá inn fyrir punktalínuna. Fæst mörk með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 4 - Ísland 6 - Svíþjóð 6 - Norður-Makedónía 7 - Ungverjaland 7 - Holland 8 - Síle 8 - Sadí Arabía 8 - Slóvenía 9 - Grænhöfðaeyjar 9 - Portúgal 9 - Katar 9 - Úrúgvæ - Fæst skot með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 6 - Ísland 12 - Svíþjóð 17 - Slóvenía 17 - Portúgal 17 - Holland 19 - Síle 22 - Ungverjaland 22 - Þýskaland 23 - Noregur 23 - Suður-Kórea 24 - Túnis 25 - Sadí Arabía
Fæst mörk með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 4 - Ísland 6 - Svíþjóð 6 - Norður-Makedónía 7 - Ungverjaland 7 - Holland 8 - Síle 8 - Sadí Arabía 8 - Slóvenía 9 - Grænhöfðaeyjar 9 - Portúgal 9 - Katar 9 - Úrúgvæ - Fæst skot með langskotum í riðlakeppni HM 2023: 6 - Ísland 12 - Svíþjóð 17 - Slóvenía 17 - Portúgal 17 - Holland 19 - Síle 22 - Ungverjaland 22 - Þýskaland 23 - Noregur 23 - Suður-Kórea 24 - Túnis 25 - Sadí Arabía
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira