Handbolti

Skin og skúrir í Kristianstad - myndasyrpa

Hjörvar Ólafsson skrifar
Íslenskir stuðningsmenn voru vitanlega daufir í dálkinn að leik loknum. 
Íslenskir stuðningsmenn voru vitanlega daufir í dálkinn að leik loknum.  Vísir/Vilhelm

Það var mikill tilfinningarússibandi sem átti sér stað í kringum leik Íslands og Ungverjalands á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem spilaður var í Kristianstad í Svíþjóð í gærkvöldi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði nokkur frábær augnablik sem sjá má í myndaspyrpunni sem fylgir þessari frétt. 

Bjarki Már Elísson, sem valinn var maður leiksins, var svekktur eftir leik. Vísir/Vilhelm

Ýmir Örn Gíslason stóð vaktina vel í vörn íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm

Viktor Gísli Hallgrímsson átti ágætis innkomu inn í leikinn. Vísir/Vilhelm

Strákarnir okkur fengu góðan stuðning á meðan á leiknum stóð. Vísir/Vilhelm

Gísli Þorgeir Kristjánsson reynir einu sinni sem oftar að brjóta sér leið í gegnum ungverska varnarmúrinn. Vísir/Vilhelm

Sigvaldi Björn Guðjónsson fyrstur fram í hraðaupphlaupi. Vísir/Vilhelm

Íslensku stuðnignsmennirnir ósáttir við gang mála. Vísir/Vilhelm

Björgvin Páll Gústavsson varði vel í þessum leik. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Þórður Guðmundsson gefur hér skipanir. Vísir/Vilhelm

Á þessum tímapunkti var glatt á hjalla hjá bláa hafinu. Vísir/Vilhelm

Björgvin Páll sýnir hér fimi sina og liðleika. Vísir/Vilhelm

Ýmir Örn trekkir íslensku stuðningsmennina í gang. Vísir/Vilhelm

Bjarki Már fagnar einu marka sinna í leiknum. Vísir/Vilhelm

Sigvaldi Björn fer inn úr horninu. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Þórður reynir að ná utan um hvernig íslenska liðið tapaði með aðstoðarmanni síðnum, Gunnari Magnússyni. Vísir/Vilhelm

Aron Pálmarsson reynir að hughreysta liðsfélaga sína. Vísir/Vilhelm

Það var mikið stuð og stemming á pöllunum í höllinni. Vísir/Vilhelm

Íslensku stuðningsmennirnir reyndu hvað þeir gátu að aðstoða leikmenn íslenska liðsins við að kreista fram sigur. Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×