Hugleiðingar um skipulagsmál Jón Ingi Hákonarson skrifar 10. janúar 2023 08:32 Næstu áratugi munum við þurfa að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er nokkuð ljóst. Þetta er flókið verkefni þar sem hagsmunir aðila fara ekki endilega saman. Flestir reitir sem til greina koma til þéttingar á höfuðborgarsvæðinu eru í eigu einkaaðila en skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaga. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda að horfa til langs tíma en hlutverk þeirra sem byggja í eigin reikning er að byggja fasteignir sem markaðurinn vill kaupa í náinni framtíð. Viðskiptamódel byggingaraðila snýr ekki að sitja uppi með fasteignir sem ekki seljast. Ein af forsendum Borgarlínunnar er uppbygging sjálfbærra hverfa þar sem íbúar hafa aðgengi að nauðsynlegri þjónustu í göngufæri. Þessi forsenda gerir ráð fyrir því að jarðhæðir séu að stórum hluta fráteknar fyrir þjónustu og verslun. Þessi krafa gerir það að verkum að fyrst um sinn sjá rekstraraðilar sér ekki hag í því að opna á þessum stöðum fyrr en ákveðinn fjöldi er fluttur inn og næg krafa eða eftirspurn frá íbúum kalli á tiltekna tegund þjónustu. Hér geta liðið nokkur ár og því vaknar spurningin um það hver eigi að bera kostnaðinn? Eru það skipulagsyfirvöld sem gera kröfu um ákveðið skipulag sem ekki verður ekki hagkvæmt fyrr en eftir langan tíma eða eru það byggingaraðilar sem byggja í eigin reikning? Líklega lendir kostnaðurinn á þriðja aðila, fyrstu kaupendum. Við sjáum þetta klárlega á Hlíðarenda þar sem erfiðlega gengur að fá rekstraraðila á jarðhæðina enn sem komið er. Áhættan við að koma þar inn er að margra mati of mikil á þessum tímapunkti. Ein af áskorunum þéttingarstefnunnar er að finna leiðir til draga úr þessari áhættu og lækka þar með byggingarkostnað. Það er auðvelt að gera kröfur þegar maður þarf ekki að borga fyrir þær úr eigin vasa og það er erfitt að taka á sig þennan kostnað án þess að velta honum út í verðlagið. Það er mikilvægt að huga að þessum ólíku hagsmunum annars er líklegt að þéttingaráform muni ganga hægar fyrir sig en eðlilegt er, með öllum þeim auka kostnaði og truflunum sem slíkt getur valdið. Það má heldur ekki gleyma því að mikil samkeppni er um íbúa og hefur markaðurinn sýnt það að töluverður fjöldi fólks horfir til svæða rétt utan höfuðborgarsvæðisins eins og Suðurnesja og Árborgar. Það er í sjálfu sér ekki ólíkleg sviðsmynd að þessi tvö svæði muni vaxa með þeim hraða að t.a.m. háhraðalest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur verði hagkvæmur kostur áður en langt um líður. Það myndi að öllum líkindum breyta ansi miklu varðandi hagkvæmni þéttingar byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og þróun bæja og borga er jafnvægislist á milli langtíma skipulagshugsunar, síbreytilegra þarfa á markaði og heilbrigðar skynsemi. Það er því mikilvægt að festast ekki í kreddum og svart/hvítum hugsunarhætti. Hagsmunirnir eru of miklir. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Skipulag Viðreisn Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Næstu áratugi munum við þurfa að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er nokkuð ljóst. Þetta er flókið verkefni þar sem hagsmunir aðila fara ekki endilega saman. Flestir reitir sem til greina koma til þéttingar á höfuðborgarsvæðinu eru í eigu einkaaðila en skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaga. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda að horfa til langs tíma en hlutverk þeirra sem byggja í eigin reikning er að byggja fasteignir sem markaðurinn vill kaupa í náinni framtíð. Viðskiptamódel byggingaraðila snýr ekki að sitja uppi með fasteignir sem ekki seljast. Ein af forsendum Borgarlínunnar er uppbygging sjálfbærra hverfa þar sem íbúar hafa aðgengi að nauðsynlegri þjónustu í göngufæri. Þessi forsenda gerir ráð fyrir því að jarðhæðir séu að stórum hluta fráteknar fyrir þjónustu og verslun. Þessi krafa gerir það að verkum að fyrst um sinn sjá rekstraraðilar sér ekki hag í því að opna á þessum stöðum fyrr en ákveðinn fjöldi er fluttur inn og næg krafa eða eftirspurn frá íbúum kalli á tiltekna tegund þjónustu. Hér geta liðið nokkur ár og því vaknar spurningin um það hver eigi að bera kostnaðinn? Eru það skipulagsyfirvöld sem gera kröfu um ákveðið skipulag sem ekki verður ekki hagkvæmt fyrr en eftir langan tíma eða eru það byggingaraðilar sem byggja í eigin reikning? Líklega lendir kostnaðurinn á þriðja aðila, fyrstu kaupendum. Við sjáum þetta klárlega á Hlíðarenda þar sem erfiðlega gengur að fá rekstraraðila á jarðhæðina enn sem komið er. Áhættan við að koma þar inn er að margra mati of mikil á þessum tímapunkti. Ein af áskorunum þéttingarstefnunnar er að finna leiðir til draga úr þessari áhættu og lækka þar með byggingarkostnað. Það er auðvelt að gera kröfur þegar maður þarf ekki að borga fyrir þær úr eigin vasa og það er erfitt að taka á sig þennan kostnað án þess að velta honum út í verðlagið. Það er mikilvægt að huga að þessum ólíku hagsmunum annars er líklegt að þéttingaráform muni ganga hægar fyrir sig en eðlilegt er, með öllum þeim auka kostnaði og truflunum sem slíkt getur valdið. Það má heldur ekki gleyma því að mikil samkeppni er um íbúa og hefur markaðurinn sýnt það að töluverður fjöldi fólks horfir til svæða rétt utan höfuðborgarsvæðisins eins og Suðurnesja og Árborgar. Það er í sjálfu sér ekki ólíkleg sviðsmynd að þessi tvö svæði muni vaxa með þeim hraða að t.a.m. háhraðalest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur verði hagkvæmur kostur áður en langt um líður. Það myndi að öllum líkindum breyta ansi miklu varðandi hagkvæmni þéttingar byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og þróun bæja og borga er jafnvægislist á milli langtíma skipulagshugsunar, síbreytilegra þarfa á markaði og heilbrigðar skynsemi. Það er því mikilvægt að festast ekki í kreddum og svart/hvítum hugsunarhætti. Hagsmunirnir eru of miklir. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun