Guðjón Valur: Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 13:31 Guðjón Valur Sigurðsson lék sjálfur lengi í þýsku deildinni og þekkir hana því mjög vel. Getty/Simon Hofmann Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach í þýsku bundesligunni en lið hans er nú í níunda sæti deildarinnar sem nýliði í deildinni. Guðjón Valur ræddi þjálfaralífið við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hann er nú kominn með liðið upp í eina sterkustu deild í heimi. „Ef einhver hefði sagt mér að við værum komnir með átján stig eftir hálft tímabil þá hefði ég skrifað strax undir það. Við erum ekki með nema fimm eða sex stráka sem hafa spilað áður í þýsku deildinni sem er sterkasta og jafnasta deildin í heimi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Ég er ánægður og stoltur af genginu hingað til en það náttúrulega eykur kröfurnar. Við viljum ekki slá af og við erum hvergi nærri sáttir eða saddir,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur stýrði Gummersbach í tvö ár í næst efstu deild áður en hann kom liðinu upp en hversu mikill munur er á deildunum tveimur? „Ég er ofsalega þakklátur fyrir árin tvö í annarri deildinni því við þurfum tíma til að byggja upp lið. Það eru fáir hérna sem átta sig á því hversu sterk önnur deildin er. Þýska önnur deildin er ábyggilega sjötta, sjöunda sterkasta deildin í Evrópu. Það er fullt af mjög góðum handboltamönnum þarna en þegar þú ert kominn í fyrstu deildina þá er einfaldlega refsað hraðar og meira fyrir hver mistök sem þú gerir,“ sagði Guðjón. „Ég er því ánægður með árin tvö þar en ég er ekkert æstur í að fara þangað aftur,“ sagði Guðjón brosandi. Guðjón Valur kláraði Masters Coach nám hjá HSÍ á dögunum. Þessi reynslumikli handboltamaður er enn á sínum fyrstu árum í þjálfun þar sem hann bætir sig jafnt og þétt með ári hverju að mati leikmanna hans. „Ég hafði aldrei þjálfað áður af einhverju ráði þannig að ég vona svo sannarlega að ég bæti mig. Ég verð að gefa hrósið til baka því það eru leikmennirnir sem gera mig að þeim þjálfara sem ég er,“ sagði Guðjón. „Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn. Þeir eru báðir búnir að vera frábærir. Hákon að koma upp úr meiðslum í byrjun þessa tímabils og búinn að vera stórkostlegur síðustu tvo mánuði. Ég þvingaði Elliða í nýtt hlutverk því hann kemur úr 3:2:1 vörn í Vestmannaeyjum en er núna að spila í hjartanu á 6:0 vörn hjá okkur. Hann er orðinn varafyrirliði hjá okkur og maður sér það að þeir eru báðir orðnir að fullorðnum mönnum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá spjallið við hann hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Guðjón Valur ræddi þjálfaralífið við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hann er nú kominn með liðið upp í eina sterkustu deild í heimi. „Ef einhver hefði sagt mér að við værum komnir með átján stig eftir hálft tímabil þá hefði ég skrifað strax undir það. Við erum ekki með nema fimm eða sex stráka sem hafa spilað áður í þýsku deildinni sem er sterkasta og jafnasta deildin í heimi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Ég er ánægður og stoltur af genginu hingað til en það náttúrulega eykur kröfurnar. Við viljum ekki slá af og við erum hvergi nærri sáttir eða saddir,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur stýrði Gummersbach í tvö ár í næst efstu deild áður en hann kom liðinu upp en hversu mikill munur er á deildunum tveimur? „Ég er ofsalega þakklátur fyrir árin tvö í annarri deildinni því við þurfum tíma til að byggja upp lið. Það eru fáir hérna sem átta sig á því hversu sterk önnur deildin er. Þýska önnur deildin er ábyggilega sjötta, sjöunda sterkasta deildin í Evrópu. Það er fullt af mjög góðum handboltamönnum þarna en þegar þú ert kominn í fyrstu deildina þá er einfaldlega refsað hraðar og meira fyrir hver mistök sem þú gerir,“ sagði Guðjón. „Ég er því ánægður með árin tvö þar en ég er ekkert æstur í að fara þangað aftur,“ sagði Guðjón brosandi. Guðjón Valur kláraði Masters Coach nám hjá HSÍ á dögunum. Þessi reynslumikli handboltamaður er enn á sínum fyrstu árum í þjálfun þar sem hann bætir sig jafnt og þétt með ári hverju að mati leikmanna hans. „Ég hafði aldrei þjálfað áður af einhverju ráði þannig að ég vona svo sannarlega að ég bæti mig. Ég verð að gefa hrósið til baka því það eru leikmennirnir sem gera mig að þeim þjálfara sem ég er,“ sagði Guðjón. „Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn. Þeir eru báðir búnir að vera frábærir. Hákon að koma upp úr meiðslum í byrjun þessa tímabils og búinn að vera stórkostlegur síðustu tvo mánuði. Ég þvingaði Elliða í nýtt hlutverk því hann kemur úr 3:2:1 vörn í Vestmannaeyjum en er núna að spila í hjartanu á 6:0 vörn hjá okkur. Hann er orðinn varafyrirliði hjá okkur og maður sér það að þeir eru báðir orðnir að fullorðnum mönnum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá spjallið við hann hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira