Tónlist

Snorri Ásmundsson deilir sínum uppáhalds stemningslögum frá árinu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson deilir sínum uppáhalds lögum frá árinu.
Listamaðurinn og lífskúnstnerinn Snorri Ásmundsson deilir sínum uppáhalds lögum frá árinu. Aðsend

Listamaðurinn Snorri Ásmundsson elskar fátt meira en að dansa við góða tónlist. Lífið á Vísi heyrði í honum og fékk hann til að deila uppáhalds lögunum sínum frá árinu.

Íslensk lög:

Norðfjörður - Futuregrapher

„Futuregrapher verður betri og betri. Norðfjörður er greinilega mjög persónulegt lag hjá honum og ég fíla það.“

No coffee at the funeral - Vök

„Flott lag og ég fíla melódíuna í því, svo falleg rödd.“

Kenndu mér - Inspector Spacetime

„Hresst og danshvetjandi lag sem er mjög töff.“

Bolero (Hold me in your arms again) - GusGus

„Besta GusGus lagið síðan Over. Þeir eru trúir sér, ég fíla hljóðheiminn þeirra og þetta lag kom skemmtilega á óvart.“

Skylights - Tilbury og Dr Silla

„Ljúft og vel heppnað lag sem minnir á margt og kemur manni í gott skap.“

Erlend lög:

Dirty Rat - Orbital og Sleaford mods

„Ég elska Sleaford Mods, fór á tónleika með þeim í LA á árinu og hef hlustað og dansað mikið við þá síðan. Geggjað lag!“

Soy El Unico - Yahritza Y Su Esencia.

„Ég elska söng Yahritzu. Frábær söngkona og ég hef alltaf haft veikleika fyrir Latino tónlist. Æðislegt lag.“

Vegas- Doja Cat

„Ég fílaði myndina um Elvis og lagið Vegas er virkilega flott. Allt í senn krúttlegt, töff og vel mixað.“

abcdefu - Gayle

„Ég hlustaði mikið á þetta lag á árinu og mér finnst gott að hlusta á það.“

New Gold - Gorillaz Tame impala og Bootie Brown

Gorillaz hefur alltaf verið í smá uppáhaldi og þetta lag New Gold er truflað. Svo er Tame Impala er bara geggjuð hljómsveit. Mitt uppáhalds í augnablikinu.“


Tengdar fréttir

Uppáhalds lög Birgittu Lífar árið 2022

Árið 2022 var með sanni viðburðaríkt í tónlistinni og fjölbreytileikinn skein skært með ólíkum tónlistarstefnum sem náðu vinsældum. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að deila með lesendum hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Lög ársins 2022 að mati Loga Pedro

Frumlegheit og fjölbreytni réðu ríkjum í tónlistarheiminum árið 2022 ef marka má ýmsa álitsgjafa sem Lífið á Vísi hefur rætt við. Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro er meðal þeirra en hér fyrir neðan deilir hann því sem honum fannst standa upp úr í tónlistinni frá árinu sem er að líða.

Bestu lög ársins að mati Binna Glee

Tónlistarárið 2022 var bæði fjölbreytt og viðburðaríkt. Hérlendis sló ýmislegt í gegn, allt frá endurgerð á sígildum dægurlögum yfir í rappið, og var að öllum líkindum eitthvað sem féll í kramið hjá hverjum og einum. Lífið á Vísi heyrði í nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×