Ísland hafði enn á ný betur í nafnadeilunni við Iceland Foods Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 11:53 Ísland og breska verslunarkeðjan Iceland hafa átt í deilum um notkun á orðinu ICELAND. Vísir Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur vísað frá áfrýjun Iceland Foods í deilu verslunarkeðjunnar og íslenskra stjórnvalda vegna vörumerkjaskráningar á orðinu Iceland. Skráning verslunarkeðjunnar er því ógild. Hin fjölskipaða áfrýjunarnefnd kvað upp úrskurð sinn í síðustu viku. Í afar stuttu máli snerist deilan um það hvort að fyrirtæki geti slegið eign sinni á heiti fullvalda ríkis, í þessu tilviki enska orðið Iceland. Ísland hafði betur í deilunni á fyrri stigum málsins árið 2019. Iceland Foods áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni. Ákveðið var að halda munnlegan málflutning vegna málsins fyrir hinni fjölskipuðu áfrýjunarnefnd, sem er afar sjaldgæft, og til marks um hversu mikilvægt það er talið. Vísir hefur fylgst grannt með gangi málsins. Það var lögmaðurinn Ásdís Magnúsdóttir, frá Árnason Faktor, sem flutti málið fyrir hönd Íslands. „Við erum hér til að sækja vernd fyrir nafnið á landinu okkar,“ sagði hún þegar málið var tekið fyrir í september síðastliðnum. Sem fyrr segir var áfrýjuninni vísað frá hinni fjölskipuðu áfrýjunarnefnd og stendur því úrskurðurinn frá 2019 óhaggaður. Það þýðir að vörumerkjaskráning Iceland Foods á orðmerkinu Iceland í Evrópusambandinu er ógild og að skráningarnar skuli felldar úr gildi. Niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar er hægt að áfrýja til Evrópudómstólsins, sem myndi þá taka lokaákvörðun í málinu. Niðurstöðuna má lesa hér og hér. Deila Íslands og Iceland Foods Utanríkismál Verslun Höfundarréttur Tengdar fréttir Til marks um hve mikilvægt Iceland-málið er talið vera Það að fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hlýði á munnlegan málflutning í deilu íslenskra yfirvaldra og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er talið til marks um hversu mikilvægt málið er talið vera. Vonast er til þess að niðurstaðan verði fordæmisgefandi. 6. september 2022 14:15 Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli. 2. ágúst 2022 14:05 Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28 Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira
Hin fjölskipaða áfrýjunarnefnd kvað upp úrskurð sinn í síðustu viku. Í afar stuttu máli snerist deilan um það hvort að fyrirtæki geti slegið eign sinni á heiti fullvalda ríkis, í þessu tilviki enska orðið Iceland. Ísland hafði betur í deilunni á fyrri stigum málsins árið 2019. Iceland Foods áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni. Ákveðið var að halda munnlegan málflutning vegna málsins fyrir hinni fjölskipuðu áfrýjunarnefnd, sem er afar sjaldgæft, og til marks um hversu mikilvægt það er talið. Vísir hefur fylgst grannt með gangi málsins. Það var lögmaðurinn Ásdís Magnúsdóttir, frá Árnason Faktor, sem flutti málið fyrir hönd Íslands. „Við erum hér til að sækja vernd fyrir nafnið á landinu okkar,“ sagði hún þegar málið var tekið fyrir í september síðastliðnum. Sem fyrr segir var áfrýjuninni vísað frá hinni fjölskipuðu áfrýjunarnefnd og stendur því úrskurðurinn frá 2019 óhaggaður. Það þýðir að vörumerkjaskráning Iceland Foods á orðmerkinu Iceland í Evrópusambandinu er ógild og að skráningarnar skuli felldar úr gildi. Niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar er hægt að áfrýja til Evrópudómstólsins, sem myndi þá taka lokaákvörðun í málinu. Niðurstöðuna má lesa hér og hér.
Deila Íslands og Iceland Foods Utanríkismál Verslun Höfundarréttur Tengdar fréttir Til marks um hve mikilvægt Iceland-málið er talið vera Það að fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hlýði á munnlegan málflutning í deilu íslenskra yfirvaldra og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er talið til marks um hversu mikilvægt málið er talið vera. Vonast er til þess að niðurstaðan verði fordæmisgefandi. 6. september 2022 14:15 Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli. 2. ágúst 2022 14:05 Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28 Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira
Til marks um hve mikilvægt Iceland-málið er talið vera Það að fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hlýði á munnlegan málflutning í deilu íslenskra yfirvaldra og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er talið til marks um hversu mikilvægt málið er talið vera. Vonast er til þess að niðurstaðan verði fordæmisgefandi. 6. september 2022 14:15
Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli. 2. ágúst 2022 14:05
Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28
Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00