Til marks um hve mikilvægt Iceland-málið er talið vera Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. september 2022 14:15 Deilan á milli íslenskra yfirvalda og forsvarsmanna verslunarkeðjunnar Icelanda hefur staðið yfir í nokkur ár. Vísir Það að fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hlýði á munnlegan málflutning í deilu íslenskra yfirvaldra og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er talið til marks um hversu mikilvægt málið er talið vera. Vonast er til þess að niðurstaðan verði fordæmisgefandi. Líkt og Vísir fjallaði um á síðasta ári er áralangri deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods ekki lokið. Í afar stuttu máli snýst deilan um það hvort að fyrirtæki geti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkis. Á föstudaginn kemur mun fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hlýða á munnlegan málflutning deiluaðila. Þetta er í fyrsta sinn sem mál er flutt munnlega fyrir nefndinni. Níu aðilar sitja í nefndinni sem mun hlýða á málflutninginn á föstudaginn. Iceland Foods markaðssetur fjölmargar vörur undir nafninu Iceland.Vísir/Getty Árið 2019 ógilti Hugverkastofa Evrópusambandisns (EUIPO) vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar á orðinu Iceland innan Evrópusambandsins. Verslunarkeðjan áfrýjaði úrskurðinum til kærunefndar EUIPO. Hún vísaði málinu til sérstakrar fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar stofnunarinnar. Krefst verslunarkeðjan þess að úrskurði EUIPO í málinu frá 2019 verði vísað frá. Beittu sér gegn íslenskum fyrirtækjum Á vef Stjórnarráðsins er fjallað um málið í dag. Þar er farið yfir forsögu málsins og meðal annars vakin athygli á því að Iceland Foods hafi árið 2014 skráð vörumerkið Iceland innan Evrópusambandsins. Í kjölfarið hafi verslunarkeðjan, á grundvelli þessarar skráningar, beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu á vörum sínum og þjónustu. Verslunarkeðjan hafi til að mynda sett sig upp á skráningu íslenska vörumerkja á borð við Inspired by Iceland og Icelandic. Á föstudaginn munu deiluaðilar koma sínum sjónarmiðum í málinu á framfæri. Íslensk stjórnvöld byggja mál sitt á því að Iceland Foods hafi aldrei átt að fá að skrá vörumerkið Iceland. Merkið skorti meðal annars sérkenni og sé villandi um uppruna þeirra vara sem það auðkennir. Það vísi til þekkts landfræðilegs heitis og opinbers heitis á fullvalda þjóð, Íslandi. Á vef Stjórnarráðsins segir að íslensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á að efnisleg niðurstaða fáist í umfjöllun áfrýjunarnefndarinnar, þar sem um fordæmalaust mál sé að ræða. Þar kemur fram að viðræður á milli íslenskra stjórnvalda og verslunarkeðjunnar hafi farið fram nokkrum sinnum í gegnum árin, án árangurs. Vonir standi til að niðurstaðan verði fordæmisgefandi. „ICELAND-málið er mikilvægt og fordæmisgefandi bæði á sviði hugverkaréttar og þjóðaréttar enda getur niðurstaða þess leitt til breytinga á evrópskum hugverkarétti. Athygli hefur vakið að áfrýjunarnefnd EUIPO er að þessu sinni fjölskipuð, þ.e. skipuð níu aðilum í stað þriggja eins og í hefðbundnum áfrýjunarnefndum. Það er talið til marks um hve mikilvægt málið er talið vera, en af um það bil 2.500 árlegum áfrýjunum er einungis 3-5 vísað til fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar. Þegar við bætist að málið er það fyrsta sem flutt er munnlega fyrir nefndinni verður þýðing þess enn betur ljós,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Deila Íslands og Iceland Foods Utanríkismál Höfundarréttur Tengdar fréttir Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli. 2. ágúst 2022 14:05 Telja ekkert gefa grænt ljós á að ríkjaheiti njóti verndar frá vörumerkjaskráningu Breska verslunarkeðjan Iceland Foods telur að markmið íslenskra stjórnvalda í deilunni um yfirráð yfir vörumerkinu Iceland sé að koma á fót reglu þess efnis að undir engum kringumstæðum verði hægt að skrá ríkjaheiti sem vörumerki. Iceland Foods telur að þetta eigi sér enga stoð í reglugerðum eða alþjóðasáttmálum. 28. nóvember 2021 07:00 Íslandi barst liðsauki frá Sviss í deilunni gegn Iceland Foods Svissnesk samtök sem hafa það hlutverk að vernda orðspor þarlendrar framleiðslu hafa komið Íslandi til stuðnings í deilunni við bresku verslunarkeðjuna Iceland Foods. Framkvæmdastjóri samtakanna telur líklegt að deilan muni á endanum fara fyrir Evrópudómstólinn. 18. nóvember 2021 09:00 Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28 Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Líkt og Vísir fjallaði um á síðasta ári er áralangri deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods ekki lokið. Í afar stuttu máli snýst deilan um það hvort að fyrirtæki geti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkis. Á föstudaginn kemur mun fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hlýða á munnlegan málflutning deiluaðila. Þetta er í fyrsta sinn sem mál er flutt munnlega fyrir nefndinni. Níu aðilar sitja í nefndinni sem mun hlýða á málflutninginn á föstudaginn. Iceland Foods markaðssetur fjölmargar vörur undir nafninu Iceland.Vísir/Getty Árið 2019 ógilti Hugverkastofa Evrópusambandisns (EUIPO) vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar á orðinu Iceland innan Evrópusambandsins. Verslunarkeðjan áfrýjaði úrskurðinum til kærunefndar EUIPO. Hún vísaði málinu til sérstakrar fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar stofnunarinnar. Krefst verslunarkeðjan þess að úrskurði EUIPO í málinu frá 2019 verði vísað frá. Beittu sér gegn íslenskum fyrirtækjum Á vef Stjórnarráðsins er fjallað um málið í dag. Þar er farið yfir forsögu málsins og meðal annars vakin athygli á því að Iceland Foods hafi árið 2014 skráð vörumerkið Iceland innan Evrópusambandsins. Í kjölfarið hafi verslunarkeðjan, á grundvelli þessarar skráningar, beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu á vörum sínum og þjónustu. Verslunarkeðjan hafi til að mynda sett sig upp á skráningu íslenska vörumerkja á borð við Inspired by Iceland og Icelandic. Á föstudaginn munu deiluaðilar koma sínum sjónarmiðum í málinu á framfæri. Íslensk stjórnvöld byggja mál sitt á því að Iceland Foods hafi aldrei átt að fá að skrá vörumerkið Iceland. Merkið skorti meðal annars sérkenni og sé villandi um uppruna þeirra vara sem það auðkennir. Það vísi til þekkts landfræðilegs heitis og opinbers heitis á fullvalda þjóð, Íslandi. Á vef Stjórnarráðsins segir að íslensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á að efnisleg niðurstaða fáist í umfjöllun áfrýjunarnefndarinnar, þar sem um fordæmalaust mál sé að ræða. Þar kemur fram að viðræður á milli íslenskra stjórnvalda og verslunarkeðjunnar hafi farið fram nokkrum sinnum í gegnum árin, án árangurs. Vonir standi til að niðurstaðan verði fordæmisgefandi. „ICELAND-málið er mikilvægt og fordæmisgefandi bæði á sviði hugverkaréttar og þjóðaréttar enda getur niðurstaða þess leitt til breytinga á evrópskum hugverkarétti. Athygli hefur vakið að áfrýjunarnefnd EUIPO er að þessu sinni fjölskipuð, þ.e. skipuð níu aðilum í stað þriggja eins og í hefðbundnum áfrýjunarnefndum. Það er talið til marks um hve mikilvægt málið er talið vera, en af um það bil 2.500 árlegum áfrýjunum er einungis 3-5 vísað til fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar. Þegar við bætist að málið er það fyrsta sem flutt er munnlega fyrir nefndinni verður þýðing þess enn betur ljós,“ segir á vef Stjórnarráðsins.
Deila Íslands og Iceland Foods Utanríkismál Höfundarréttur Tengdar fréttir Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli. 2. ágúst 2022 14:05 Telja ekkert gefa grænt ljós á að ríkjaheiti njóti verndar frá vörumerkjaskráningu Breska verslunarkeðjan Iceland Foods telur að markmið íslenskra stjórnvalda í deilunni um yfirráð yfir vörumerkinu Iceland sé að koma á fót reglu þess efnis að undir engum kringumstæðum verði hægt að skrá ríkjaheiti sem vörumerki. Iceland Foods telur að þetta eigi sér enga stoð í reglugerðum eða alþjóðasáttmálum. 28. nóvember 2021 07:00 Íslandi barst liðsauki frá Sviss í deilunni gegn Iceland Foods Svissnesk samtök sem hafa það hlutverk að vernda orðspor þarlendrar framleiðslu hafa komið Íslandi til stuðnings í deilunni við bresku verslunarkeðjuna Iceland Foods. Framkvæmdastjóri samtakanna telur líklegt að deilan muni á endanum fara fyrir Evrópudómstólinn. 18. nóvember 2021 09:00 Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28 Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli. 2. ágúst 2022 14:05
Telja ekkert gefa grænt ljós á að ríkjaheiti njóti verndar frá vörumerkjaskráningu Breska verslunarkeðjan Iceland Foods telur að markmið íslenskra stjórnvalda í deilunni um yfirráð yfir vörumerkinu Iceland sé að koma á fót reglu þess efnis að undir engum kringumstæðum verði hægt að skrá ríkjaheiti sem vörumerki. Iceland Foods telur að þetta eigi sér enga stoð í reglugerðum eða alþjóðasáttmálum. 28. nóvember 2021 07:00
Íslandi barst liðsauki frá Sviss í deilunni gegn Iceland Foods Svissnesk samtök sem hafa það hlutverk að vernda orðspor þarlendrar framleiðslu hafa komið Íslandi til stuðnings í deilunni við bresku verslunarkeðjuna Iceland Foods. Framkvæmdastjóri samtakanna telur líklegt að deilan muni á endanum fara fyrir Evrópudómstólinn. 18. nóvember 2021 09:00
Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. 17. nóvember 2021 11:28
Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00