Verð sérbýla leiðir lækkun íbúðaverðs Árni Sæberg skrifar 21. desember 2022 11:43 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu fer lækkandi. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3 prósent í nóvember frá október. Ástæða lækkunarinnar er 1,2 prósent lækkun verðs sérbýla en verð íbúða í fjölbýli stendur í stað. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lækkunin í nóvember kemur í kjölfar hækkana síðustu tvo mánuði á undan. Lækkun í ágúst síðastliðnum var sú fyrsta frá því í nóvember árið 2019, að því er segir í pistli á vef Íslandsbanka um málið. Þar segir íbúðamarkaður hafi róast að undanförnu. Í nóvember hafi um 550 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst, sem sé svipaður fjöldi og hefur verið undanfarna mánuði, eða frá því að íbúðamarkaðurinn tók að kólna síðasta sumar. Til samanburðar hafi ríflega 700 kaupsamningum verið þinglýst í maí og júní. „Við spáum því að íbúðamarkaðurinn muni stefna í visst jafnvægi og sigla lygnan sjó á komandi mánuðum. Verð á íbúðamarkaði hefur verið að sveiflast til og það gæti vel farið svo að verðið lækki til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma litið muni íbúðaverð þróast í takt við annað verðlag,“ segir í pistlinum. Spá meiri lækkun verðbólgu Landsbankinn gerir lækkun íbúðaverðs einnig að viðfangsefni sínu í hagsjánni sem birt var í dag. Þar segir að nýjast mæling Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi áhrif á skammtímaverðbólguspá bankans til lækkunar. Spáin hliðrast um 0,1 prósentustig niður á við. Því spáir bankinn nú 9,5 prósent verðbólgu í desember í stað 9,6 prósent. Þá lækkar spáin fyrir desember næsta árs úr 7,9 prósent í 7,8 prósent. Þá segir í hagsjánni að rólegri íbúðamarkaður sé stór þáttur í hjöðnun verðbólgunnar og nýjustu tölur bendi til þess að markaðurinn sé farinn að róast. Færri kaupsamningar séu alla jafna undirritaðir nú og samkvæmt gögnum HMS seljist nú hlutfallslega færri íbúðir yfir ásettu verði. Fasteignamarkaður Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lækkunin í nóvember kemur í kjölfar hækkana síðustu tvo mánuði á undan. Lækkun í ágúst síðastliðnum var sú fyrsta frá því í nóvember árið 2019, að því er segir í pistli á vef Íslandsbanka um málið. Þar segir íbúðamarkaður hafi róast að undanförnu. Í nóvember hafi um 550 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst, sem sé svipaður fjöldi og hefur verið undanfarna mánuði, eða frá því að íbúðamarkaðurinn tók að kólna síðasta sumar. Til samanburðar hafi ríflega 700 kaupsamningum verið þinglýst í maí og júní. „Við spáum því að íbúðamarkaðurinn muni stefna í visst jafnvægi og sigla lygnan sjó á komandi mánuðum. Verð á íbúðamarkaði hefur verið að sveiflast til og það gæti vel farið svo að verðið lækki til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma litið muni íbúðaverð þróast í takt við annað verðlag,“ segir í pistlinum. Spá meiri lækkun verðbólgu Landsbankinn gerir lækkun íbúðaverðs einnig að viðfangsefni sínu í hagsjánni sem birt var í dag. Þar segir að nýjast mæling Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi áhrif á skammtímaverðbólguspá bankans til lækkunar. Spáin hliðrast um 0,1 prósentustig niður á við. Því spáir bankinn nú 9,5 prósent verðbólgu í desember í stað 9,6 prósent. Þá lækkar spáin fyrir desember næsta árs úr 7,9 prósent í 7,8 prósent. Þá segir í hagsjánni að rólegri íbúðamarkaður sé stór þáttur í hjöðnun verðbólgunnar og nýjustu tölur bendi til þess að markaðurinn sé farinn að róast. Færri kaupsamningar séu alla jafna undirritaðir nú og samkvæmt gögnum HMS seljist nú hlutfallslega færri íbúðir yfir ásettu verði.
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira