Áskorun til matvælaráðherra Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 19. desember 2022 10:01 Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt. Nú nálgast jólahátíð og tyllidagar þar í kring og því þykir mér a.m.k. tilraunarinnar virði að vekja athygli á málinu og byggi grein þessa á áskorun sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 15. desember s.l. og sendi til matvælaráðherra og einnig til nokkurra alþingismanna til upplýsinga en a.m.k. hafa enn sem komið er viðbrögðin ekki verið mikil. Áskorunin hljóðar svo: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á matvælaráðherra að virða það samkomulag sem gert var við undirritun búvörusamninga í febrúar 2016 og fresta fyrirhugaðri niðurtröppun greiðslumarks hjá sauðfjárbændum til 1. janúar 2024. Markmið samningsins um aukna verðmætasköpun greinarinnar hafa alls ekki gengið eftir sem var megin forsenda niðurtröppunar samkvæmt því samkomulagi.“ Til frekari upplýsinga þá voru árið 2021 rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð en í skýrslu Byggðastofnunnar sem unnin var fyrir Innviðaráðuneytið fyrr á þessu ár kemur fram að sauðfjárrækt sé hlutfallslega mikilvægust á landinu í Dalabyggð en 5,3 sauðfjárbú, með fleiri en 300 kindur, eru á hverja 100 íbúa sveitarfélagins. 70% skólabarna í grunnskóladeild Auðarskóla koma úr dreifbýlinu utan Búðardals. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnutekjum heimils. Nokkur endurnýjun hefur verið á sauðfjárbúum í sveitarfélaginu uppá síðkasti og ábúendur fjárfest í greiðslumarki sem nú á að trappa niður þannig að hluti ríkisstuðnings mun flytja úr Dalabyggð í önnur sveitarfélög þar sem atvinnugreinin er minna mikilvæg en í Dalabyggð. Samkvæmt skýrslum um rekstur sauðfjárbúa undanfarin ár hefur greiðslumark mikil áhrif á rekstrarhæfni þeirra. Best reknu búin hafa meiri afurðir eftir hverjar kind sem leiðir til lægra kolefnisspors á dilkakjötsframleiðsluna. Að draga úr vægi greiðslumarks sauðfjárbænda gengur því gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi ásamt því að ganga gegn markmið búvörulaga nr. 99/1993 um að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar hvatningu til ráðherra og vonar að matvælaráðherra taki áskoruninni vel og gefi sauðfjárbændum tækifæri til að kynna aðstæður og forsendur í sínum rekstri þegar að fyrirhugaðri heimsókn ráðherrans í Dalina verður á nýju ári. Samtal um málefni sauðfjárræktar á forsendum möguleika til aukinnar verðmætasköpunar verður að verða og það er von Dalamanna að ráðherrann komi vel undirbúin til viðræðna um málefni landbúnaðarins þegar heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika, því aðgerða er þörf. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt. Nú nálgast jólahátíð og tyllidagar þar í kring og því þykir mér a.m.k. tilraunarinnar virði að vekja athygli á málinu og byggi grein þessa á áskorun sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 15. desember s.l. og sendi til matvælaráðherra og einnig til nokkurra alþingismanna til upplýsinga en a.m.k. hafa enn sem komið er viðbrögðin ekki verið mikil. Áskorunin hljóðar svo: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á matvælaráðherra að virða það samkomulag sem gert var við undirritun búvörusamninga í febrúar 2016 og fresta fyrirhugaðri niðurtröppun greiðslumarks hjá sauðfjárbændum til 1. janúar 2024. Markmið samningsins um aukna verðmætasköpun greinarinnar hafa alls ekki gengið eftir sem var megin forsenda niðurtröppunar samkvæmt því samkomulagi.“ Til frekari upplýsinga þá voru árið 2021 rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð en í skýrslu Byggðastofnunnar sem unnin var fyrir Innviðaráðuneytið fyrr á þessu ár kemur fram að sauðfjárrækt sé hlutfallslega mikilvægust á landinu í Dalabyggð en 5,3 sauðfjárbú, með fleiri en 300 kindur, eru á hverja 100 íbúa sveitarfélagins. 70% skólabarna í grunnskóladeild Auðarskóla koma úr dreifbýlinu utan Búðardals. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnutekjum heimils. Nokkur endurnýjun hefur verið á sauðfjárbúum í sveitarfélaginu uppá síðkasti og ábúendur fjárfest í greiðslumarki sem nú á að trappa niður þannig að hluti ríkisstuðnings mun flytja úr Dalabyggð í önnur sveitarfélög þar sem atvinnugreinin er minna mikilvæg en í Dalabyggð. Samkvæmt skýrslum um rekstur sauðfjárbúa undanfarin ár hefur greiðslumark mikil áhrif á rekstrarhæfni þeirra. Best reknu búin hafa meiri afurðir eftir hverjar kind sem leiðir til lægra kolefnisspors á dilkakjötsframleiðsluna. Að draga úr vægi greiðslumarks sauðfjárbænda gengur því gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi ásamt því að ganga gegn markmið búvörulaga nr. 99/1993 um að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar hvatningu til ráðherra og vonar að matvælaráðherra taki áskoruninni vel og gefi sauðfjárbændum tækifæri til að kynna aðstæður og forsendur í sínum rekstri þegar að fyrirhugaðri heimsókn ráðherrans í Dalina verður á nýju ári. Samtal um málefni sauðfjárræktar á forsendum möguleika til aukinnar verðmætasköpunar verður að verða og það er von Dalamanna að ráðherrann komi vel undirbúin til viðræðna um málefni landbúnaðarins þegar heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika, því aðgerða er þörf. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun