Sara Líf segir Sævald hafa snert leikmenn á óviðeigandi hátt Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 14:51 Sævaldur Bjarnason er margreyndur körfuboltaþjálfari. Vísir/Vilhelm Sara Líf Boama, leikmaður kvennaliðs Vals í körfubolta og landsliðskona í körfubolta, stígur fram á facebook-síðu sinni og segir körfuboltaþjálfarann Sævald Bjarnason hafa valdið sér öðrum leikmönnum U-18 ára landsliðs kvenna í körfubolta vanlíðan á meðan hann stýrði liðinu. Sævaldur, sem var ráðinn þjálfari U-18 ára liðs kvenna, stýrði liðinu ekki á Evrópumótinu í Grikklandi í sumar en körfuboltasamband Íslands, KKÍ, ákvað að hann myndi ekki stýra liðinu vegna kvartana sem borist höfðu til samskiptaráðgjafa íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Fram kemur í fundargerð stjórnar KKÍ að samskiptaráðgjafi ÍSÍ hafi skilað áliti sínu um málið þar sem segir eftirfarandi: „Álit samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna máls sem kom upp í sumar hjá U18 stúlknalandsliðinu rætt. Álitið er á þá leið að KKÍ fylgdi verkferlum rétt sem og að þjálfari viðhafði ekkert ólöglegt og getur því starfað sem þjálfari áfram hvort sem er hjá félagi eða í afreksstarfi KKÍ. Í kjölfarið setti Sævaldur færslu á facebook-síðu sína þar sem hann sagði sína hlið á málinu. Sara Líf fann sig knúna til þess að svara þessari færslu Sævalds þar sem hún segir frá upplifun sinni af Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi síðasta sumar. „Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mig að létta á mér. Mér finnst það glatað í fyrsta lagi að þú neitir því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðunni. Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. Það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að spila fyrir Ísland. Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú lést mér líða. Hvernig þú rasskelltir mig bæði með flötum lófanum og þjálfaraspjaldinu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér á stóra vellinum í Finnlandi, rasskelltir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi „nei ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér.“ „Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr. Þú hefðir átt skilið að þjást mikið lengur eins og við allar,“ segir Sara Líf í færslu sinni á facebook. „Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningarpóst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sögðum frá að fólk hafi tekið strax til málanna. Þetta er sárt...Enn og aftur sleppur gerandinn!!! Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér,“ segir hún enn fremur í færslu sinni. Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta MeToo Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Sævaldur, sem var ráðinn þjálfari U-18 ára liðs kvenna, stýrði liðinu ekki á Evrópumótinu í Grikklandi í sumar en körfuboltasamband Íslands, KKÍ, ákvað að hann myndi ekki stýra liðinu vegna kvartana sem borist höfðu til samskiptaráðgjafa íþróttasambands Íslands, ÍSÍ. Fram kemur í fundargerð stjórnar KKÍ að samskiptaráðgjafi ÍSÍ hafi skilað áliti sínu um málið þar sem segir eftirfarandi: „Álit samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna máls sem kom upp í sumar hjá U18 stúlknalandsliðinu rætt. Álitið er á þá leið að KKÍ fylgdi verkferlum rétt sem og að þjálfari viðhafði ekkert ólöglegt og getur því starfað sem þjálfari áfram hvort sem er hjá félagi eða í afreksstarfi KKÍ. Í kjölfarið setti Sævaldur færslu á facebook-síðu sína þar sem hann sagði sína hlið á málinu. Sara Líf fann sig knúna til þess að svara þessari færslu Sævalds þar sem hún segir frá upplifun sinni af Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi síðasta sumar. „Vegna færslu sem umræddur þjálfari setti fram nýlega langar mig að létta á mér. Mér finnst það glatað í fyrsta lagi að þú neitir því sem þú gerðir og lætur svo eins og þú sért fórnarlambið í stöðunni. Þú veittir okkur nánast öllum vanlíðan og kvíða í allt sumar. Það er án djóks glatað að þú fáir ennþá að spila fyrir Ísland. Þú snertir okkur á óviðeigandi hátt og varst almennt mjög óþægilegur. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú lést mér líða. Hvernig þú rasskelltir mig bæði með flötum lófanum og þjálfaraspjaldinu en mest af öllu mun ég aldrei gleyma því þegar þú kemur aftan að mér á stóra vellinum í Finnlandi, rasskelltir mig tvisvar og segir svo glottandi og hlæjandi „nei ég ætlaði nú ekki að fara í rassinn á þér.“ „Þú áttir ekki skilið að hafa sloppið svona auðveldlega. Staðan þín í samfélaginu er sú sama og áður fyrr. Þú hefðir átt skilið að þjást mikið lengur eins og við allar,“ segir Sara Líf í færslu sinni á facebook. „Eftir þennan póst sem þú settir á FB vitandi af þeim hlutum sem þú gerðir ! Ertu ekkert að grínast með þetta? Datt þér ekki í hug að senda frekar fyrirgefningarpóst eða eitthvað annað eða vera bara mannlegur og sjá að þú ollir okkur miklum sársauka. Það er ekki að ástæðulausu að þegar við sögðum frá að fólk hafi tekið strax til málanna. Þetta er sárt...Enn og aftur sleppur gerandinn!!! Í lokin langar mér að taka fram hvað ég er vonsvikin hvað ég er vonsvikin með ákveðna aðila sem brugðust við þessu umrædda innleggi, því ég hélt að þau væru betur upplýst og berðu hag barna og ungra kvenna fyrir brjósti sér,“ segir hún enn fremur í færslu sinni.
Körfubolti Landslið kvenna í körfubolta MeToo Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira