Musk leitar að auknu fjármagni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. desember 2022 14:50 Við komu Musk í höfuðstöðvar Twitter. AP/Twitter Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara. Wall Street Journal greinir frá fjármagnsleit Musk og hefur eftir hluthafa Twitter að stærri hluthöfum hafi verið boðið að kaupa fleiri hluti í vikunni. Musk seldi í vikunni hlutabréf í Teslu að andvirði 3,5 milljarða dollara. Samtals seldi hann um 22 milljón hluti í rafbílafyrirtækinu á þriggja daga tímabili í vikunni til að fjármagna kaupin á Twitter. Twitter-yfirtaka Musk hefur vægast sagt farið brösulega af stað. Í síðasta mánuði tilkynnti Musk að Twitter hafi orðið fyrir töluverðum tekjumissi og að félagið væri að tapa um fjórum milljónum dollara á dag. Síðar gaf hann í skyn að samfélagsmiðillinn væri á barmi gjaldþrots. Hluthafi segir í samtali við Wall Street Journal að stærri hluthafar lægju nú undir feldi en margir setja spurningamerki við stjórnarhætti Musk. Í síðasta mánuði lýsti Musk því yfir að hann hefði í hyggju að finna annan til að stýra fyrirtækinu. Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Wall Street Journal greinir frá fjármagnsleit Musk og hefur eftir hluthafa Twitter að stærri hluthöfum hafi verið boðið að kaupa fleiri hluti í vikunni. Musk seldi í vikunni hlutabréf í Teslu að andvirði 3,5 milljarða dollara. Samtals seldi hann um 22 milljón hluti í rafbílafyrirtækinu á þriggja daga tímabili í vikunni til að fjármagna kaupin á Twitter. Twitter-yfirtaka Musk hefur vægast sagt farið brösulega af stað. Í síðasta mánuði tilkynnti Musk að Twitter hafi orðið fyrir töluverðum tekjumissi og að félagið væri að tapa um fjórum milljónum dollara á dag. Síðar gaf hann í skyn að samfélagsmiðillinn væri á barmi gjaldþrots. Hluthafi segir í samtali við Wall Street Journal að stærri hluthafar lægju nú undir feldi en margir setja spurningamerki við stjórnarhætti Musk. Í síðasta mánuði lýsti Musk því yfir að hann hefði í hyggju að finna annan til að stýra fyrirtækinu.
Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira