Gengur betur næst? Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 17. desember 2022 10:30 Í sumar birti ég greinarflokk á Kjarnanum þar sem ég fjallaði um kreppu og hnignun íslensku verkalýðshreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og greindi ástæðurnar þar að baki. Nú hefur sú kreppa spilast út fyrir almenningssjónum enn á ný, að þessu sinni með snautlegri niðurstöðu af kjarasamningagerð stærstu landssambanda hreyfingarinnar. Undirritaðir hafa verið kjarasamningur sem rýra kaupmátt lág- og millitekjufólks á tímum taumlauss góðæris og fela í sér brellur og blekkingar varðandi áður umsamdar hækkanir. Auk þess eru samningarnir prósentusamningar sem veita fólki með milljón krónur í laun á mánuði tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk. Óðagot og samstöðuleysi við kjarasamningsgerðina leiddi til þess að tækifæri til að setja þrýsting á stjórnvöld glutraðist niður. Aðgerðapakki stjórnvalda var því einstaklega léttvægur og að stórum hluta byggður á brellum og sjónhverfingum. Barnabætur aukast til dæmis ekki heldur rýrna að raunvirði, og talað er um áður samþykktar upphæðir sem ný framlög. Ekki tókst að koma í gegn leigubremsu sem er forsenda þess að hækkanir á húsaleigubótum skili sér raunverulega í vasa leigjenda. Eftir sitja leiðtogar stærstu stéttarfélaga og landssambanda verkafólks vængbrotnir, sneyptir og með skert traust meðal sinna umbjóðenda. Orsakirnar að baki þessum óförum eru nákvæmlega þær sömu og leitt hafa til þess að aðrir leiðtogar hreyfingarinnar hafa á síðustu árum tapað trausti, uppskorið óvinsældir og horfið úr embættum – sama hvort þeir heita Gylfi Arnbjörnsson, Drífa Snædal eða Sigurður Bessson. Þessar orsakir eru tengslaleysi við almennt félagsfólk í hreyfingunni, skortur á gagnsæi og lýðræði innan félaganna og vanræksla á því að beita fjöldanum og kraftinum sem býr í félagsfólki. Leiðtogar hafa gengið einangraðir og fáliðaðir til viðræðna, sett allt sitt traust á launaða sérfræðinga og haldið efnisatriðum viðræðna leyndum fyrir félagsfólki. Þeir láta í reynd Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina ákveða niðurstöðu viðræðna, og sætta sig við að koma fram sem nokkurs konar markaðs- og kynningarfulltrúar þeirrar niðurstöðu þegar allt er um garð gengið. Eftir fyrirheit um nýja tíma innan verkalýðshreyfingarinnar hljóta þessi gatslitnu vinnubrögð að valda vonbrigðum. Árangur í kjaraviðræðum snýst ekki um persónubundna eiginleika einstakra leiðtoga heldur það hversu vel tekst að virkja styrkleika og forskot sem stéttarfélög hafa umfram atvinnurekendur og ríkisvaldið. Styrkleikar verkalýðshreyfingarinnar eru augljóslega fyrst og fremst fjöldi og samstaða félagsfólks. Ég og félagar mínir á B-listanum sem buðum fram og sigruðum í kosningum í Eflingu í byrjun þessa árs höfum frá upphafi lagt alla áherslu á þessi atriði: fjölda, samstöðu og sýnileika verka- og láglaunafólks. Við vitum af okkar eigin reynslu og af reynslu verkafólks um allan heim að árangur næst ekki með reiknikúnstum eða blekkingum. Hann næst með því að við séum fjölmenn, sýnileg og sameinuð. Sölumennskan í kringum nýundirritaða samninga gengur út á að afsaka þá með því að þetta séu aðeins skammtímasamningar, og að meiri árangur muni nást að ári. Það er holur hljómur í þessum rökum. Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa náð frábærum árangri á síðustu vikum í að spila á veikleika íslensku verkalýðshreyfingarinnar, og munu að sjálfsögðu leika þann leik á ný að ári. Þá eins og nú verða dregnar fram reiknikúnstir, vísað verður í einverjar erfiðar „aðstæður“ sem hamli launahækkunum og líkt og alltaf verður mögnuð upp óþolandi tímapressa til þess að lágmarka svigrúm hreyfingarinnar til aðgerða. Efling hefur undir forystu minni og Baráttulistans sagt skilið við gömlu íslensku verkalýðshreyfinguna. Í okkar huga þá þýðir það að við ætlum raunverulega að starfa betur og öðruvísi fyrir okkar umbjóðendur. Þess vegna sættum við okkur hvorki við vinnubrögðin né niðurstöðuna af þeim samingnum sem aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gert. Við vitum að tilgangurinn með því að neyða verkafólk til samþykkis við nýundirritaða samninga er sá að tryggja að hægt verði að leika sama leik næst. Því höfnum við. Við setjum markið hærra. Við erum meira virði. Höfundur er formaður Eflingar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í sumar birti ég greinarflokk á Kjarnanum þar sem ég fjallaði um kreppu og hnignun íslensku verkalýðshreyfingarinnar síðustu fjóra áratugi og greindi ástæðurnar þar að baki. Nú hefur sú kreppa spilast út fyrir almenningssjónum enn á ný, að þessu sinni með snautlegri niðurstöðu af kjarasamningagerð stærstu landssambanda hreyfingarinnar. Undirritaðir hafa verið kjarasamningur sem rýra kaupmátt lág- og millitekjufólks á tímum taumlauss góðæris og fela í sér brellur og blekkingar varðandi áður umsamdar hækkanir. Auk þess eru samningarnir prósentusamningar sem veita fólki með milljón krónur í laun á mánuði tvöfaldar hækkanir á við láglaunafólk. Óðagot og samstöðuleysi við kjarasamningsgerðina leiddi til þess að tækifæri til að setja þrýsting á stjórnvöld glutraðist niður. Aðgerðapakki stjórnvalda var því einstaklega léttvægur og að stórum hluta byggður á brellum og sjónhverfingum. Barnabætur aukast til dæmis ekki heldur rýrna að raunvirði, og talað er um áður samþykktar upphæðir sem ný framlög. Ekki tókst að koma í gegn leigubremsu sem er forsenda þess að hækkanir á húsaleigubótum skili sér raunverulega í vasa leigjenda. Eftir sitja leiðtogar stærstu stéttarfélaga og landssambanda verkafólks vængbrotnir, sneyptir og með skert traust meðal sinna umbjóðenda. Orsakirnar að baki þessum óförum eru nákvæmlega þær sömu og leitt hafa til þess að aðrir leiðtogar hreyfingarinnar hafa á síðustu árum tapað trausti, uppskorið óvinsældir og horfið úr embættum – sama hvort þeir heita Gylfi Arnbjörnsson, Drífa Snædal eða Sigurður Bessson. Þessar orsakir eru tengslaleysi við almennt félagsfólk í hreyfingunni, skortur á gagnsæi og lýðræði innan félaganna og vanræksla á því að beita fjöldanum og kraftinum sem býr í félagsfólki. Leiðtogar hafa gengið einangraðir og fáliðaðir til viðræðna, sett allt sitt traust á launaða sérfræðinga og haldið efnisatriðum viðræðna leyndum fyrir félagsfólki. Þeir láta í reynd Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnina ákveða niðurstöðu viðræðna, og sætta sig við að koma fram sem nokkurs konar markaðs- og kynningarfulltrúar þeirrar niðurstöðu þegar allt er um garð gengið. Eftir fyrirheit um nýja tíma innan verkalýðshreyfingarinnar hljóta þessi gatslitnu vinnubrögð að valda vonbrigðum. Árangur í kjaraviðræðum snýst ekki um persónubundna eiginleika einstakra leiðtoga heldur það hversu vel tekst að virkja styrkleika og forskot sem stéttarfélög hafa umfram atvinnurekendur og ríkisvaldið. Styrkleikar verkalýðshreyfingarinnar eru augljóslega fyrst og fremst fjöldi og samstaða félagsfólks. Ég og félagar mínir á B-listanum sem buðum fram og sigruðum í kosningum í Eflingu í byrjun þessa árs höfum frá upphafi lagt alla áherslu á þessi atriði: fjölda, samstöðu og sýnileika verka- og láglaunafólks. Við vitum af okkar eigin reynslu og af reynslu verkafólks um allan heim að árangur næst ekki með reiknikúnstum eða blekkingum. Hann næst með því að við séum fjölmenn, sýnileg og sameinuð. Sölumennskan í kringum nýundirritaða samninga gengur út á að afsaka þá með því að þetta séu aðeins skammtímasamningar, og að meiri árangur muni nást að ári. Það er holur hljómur í þessum rökum. Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa náð frábærum árangri á síðustu vikum í að spila á veikleika íslensku verkalýðshreyfingarinnar, og munu að sjálfsögðu leika þann leik á ný að ári. Þá eins og nú verða dregnar fram reiknikúnstir, vísað verður í einverjar erfiðar „aðstæður“ sem hamli launahækkunum og líkt og alltaf verður mögnuð upp óþolandi tímapressa til þess að lágmarka svigrúm hreyfingarinnar til aðgerða. Efling hefur undir forystu minni og Baráttulistans sagt skilið við gömlu íslensku verkalýðshreyfinguna. Í okkar huga þá þýðir það að við ætlum raunverulega að starfa betur og öðruvísi fyrir okkar umbjóðendur. Þess vegna sættum við okkur hvorki við vinnubrögðin né niðurstöðuna af þeim samingnum sem aðrir innan verkalýðshreyfingarinnar hafa gert. Við vitum að tilgangurinn með því að neyða verkafólk til samþykkis við nýundirritaða samninga er sá að tryggja að hægt verði að leika sama leik næst. Því höfnum við. Við setjum markið hærra. Við erum meira virði. Höfundur er formaður Eflingar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun