Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2022 10:30 Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. Við fjölluðum um ótrúlega framþróun opinna myndgreiningarforrita, sem geta skilað af sér listaverkum af öllu sem hugurinn girnist á örfáum sekúndum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok mánaðar. Og nýtt æði, þessu skylt, hefur skekið samfélagsmiðla síðustu daga. Tímalínur landsmanna eru stútfullar af gervigreindarportrettum, þar sem viðfangsefnin eru túlkuð á afar fjölbreyttan hátt. Smáforritið sem notað er heitir Lensa. Greiða þarf fyrir notkun og svo hleður notandinn inn allt að tuttugu sjálfsmyndum sem gervigreind notar svo til að framkalla portrettin. Samtalið byrjað í sumum kreðsum Fréttamaður lét sjálfur reyna á gervigreindina og sýnir niðurstöður í fréttinni hér að ofan. Afurðirnar voru sannarlega misvel heppnaðar. En hvað þýðir þetta fyrir heim listarinnar? „Á einn hátt er þetta svolítið „video killed the radio star“. En á annan hátt þýðir þetta kannski ekki neitt,“ segir Anton Kaldal Ágústsson, myndlistar- og tónlistarmaður. Í því samhengi bendir hann á að gervigreindin sé þrátt fyrir allt nautheimsk vél - með tilheyrandi göllum. En það örli vissulega á áhyggjum af framtíðinni. „Erlendis er samtalið aðeins byrjað í einhverjum kreðsum. En tæknin er komin töluvert á undan lögfræðinni og höfundarréttinum.“ Með Lensa greiðir notandinn sjö Bandaríkjadali og fær fyrir fimmtíu portrett á örfáum mínútum. Ekki amalegur díll, þó að netverjar hafi raunar furðað sig á því í vikunni að fólk væri að borga fyrir portrettin. þið eruð raunverulega að borga peninga fyrir þessar ljótu myndir af ykkur?— Berglind Festival (@ergblind) December 8, 2022 Gæti þetta á endanum leyst listamenn af hólmi? „Alls ekki. Alls ekki,“ segir Anton. „Þetta er í raun, ef eitthvað þá er þetta tól. En auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að þetta er hröð þróun. En þú þarft alltaf manneskjuna til að fá hugmyndina.“ Tækni Samfélagsmiðlar Gervigreind Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Við fjölluðum um ótrúlega framþróun opinna myndgreiningarforrita, sem geta skilað af sér listaverkum af öllu sem hugurinn girnist á örfáum sekúndum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok mánaðar. Og nýtt æði, þessu skylt, hefur skekið samfélagsmiðla síðustu daga. Tímalínur landsmanna eru stútfullar af gervigreindarportrettum, þar sem viðfangsefnin eru túlkuð á afar fjölbreyttan hátt. Smáforritið sem notað er heitir Lensa. Greiða þarf fyrir notkun og svo hleður notandinn inn allt að tuttugu sjálfsmyndum sem gervigreind notar svo til að framkalla portrettin. Samtalið byrjað í sumum kreðsum Fréttamaður lét sjálfur reyna á gervigreindina og sýnir niðurstöður í fréttinni hér að ofan. Afurðirnar voru sannarlega misvel heppnaðar. En hvað þýðir þetta fyrir heim listarinnar? „Á einn hátt er þetta svolítið „video killed the radio star“. En á annan hátt þýðir þetta kannski ekki neitt,“ segir Anton Kaldal Ágústsson, myndlistar- og tónlistarmaður. Í því samhengi bendir hann á að gervigreindin sé þrátt fyrir allt nautheimsk vél - með tilheyrandi göllum. En það örli vissulega á áhyggjum af framtíðinni. „Erlendis er samtalið aðeins byrjað í einhverjum kreðsum. En tæknin er komin töluvert á undan lögfræðinni og höfundarréttinum.“ Með Lensa greiðir notandinn sjö Bandaríkjadali og fær fyrir fimmtíu portrett á örfáum mínútum. Ekki amalegur díll, þó að netverjar hafi raunar furðað sig á því í vikunni að fólk væri að borga fyrir portrettin. þið eruð raunverulega að borga peninga fyrir þessar ljótu myndir af ykkur?— Berglind Festival (@ergblind) December 8, 2022 Gæti þetta á endanum leyst listamenn af hólmi? „Alls ekki. Alls ekki,“ segir Anton. „Þetta er í raun, ef eitthvað þá er þetta tól. En auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að þetta er hröð þróun. En þú þarft alltaf manneskjuna til að fá hugmyndina.“
Tækni Samfélagsmiðlar Gervigreind Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira