Sjálfstæðisflokkurinn er skaðræðisskepna – Stórhættulegt áfengislagafrumvarp Jón Snorri Ásgeirsson skrifar 8. desember 2022 13:30 Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var fyrir nóvemberlok samkvæmt þingmálaskrá. Nái það fram að ganga er líklegast að aukningin verði allnokkur, jafnvel veruleg eins og sumir óttast. Já, af þessu hafa menn þó nokkrar áhyggjur en það á ekki við um fremsta foringja eins stærsta stjórnmálaflokksins, öðru nær, samanber ítrekaða umfjöllun í aðalmálgagninu, meðal annars 27. júlí 2021: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fagnar netverslun með áfengi og segir hana frábæra viðbót. Reyndar fer af því tvennum sögum hversu frábær sú viðbót yrði, enda vandséð að draga myndi úr sölunni hjá ÁTVR sem henni næmi. Eigandi einnar hinna umdeildu (ólöglegu?) netverslana sem þegar hafa farið af stað sagði í sjónvarpsviðtali í fyrra (Vísir 2. júlí 2021) að Við stefnum á að selja fyrir milljarð á fyrstu 12 mánuðunum. Í kosningunum í fyrra, á Eurovision-deginum, var þessi verslun opin til kl. 23:30. Efst á heimasíðu fyrirtækisins stendur: „... allt að 40% ódýrari.“ Trúir því nokkur maður að áfengið sem hinar nýju vínbúðir selja færi ALLT út sem viðbótarsala hjá ÁTVR ef engin netviðskipti ættu sér stað? Töluvert liggur fyrir af skýrslum um viðbrögð ýmissa stofnana og samtaka, fjölþjóðlegra, alþjóðlegra og í einstökum löndum, við netverslun með áfengi, og niðurstaðan virðist almennt vera þessi: Netverslun vex hröðum skrefum, unglingar fara létt með að sniðganga tálmanir og nálgast veigarnar, heimsendingar dag og nótt fjölga drykkjutörnum þeirra sem lengra eru komnir á óheillabrautinni, þétta þær og teygja úr þeim. Er ekki alveg af og frá að við getum verið fullkomlega viss um að ekki fari eins fyrir okkur ef frumvarp um netverslun með áfengi - sem Bjarni Benediktsson bindur svo miklar vonir við - verður að lögum? Höfundar frumvarpsins í fyrra tóku fram að þeir styddust við upplýsingar frá Embæti landlæknis og komust svo að þessari niðurstöðu: Ekki er talið að þessi breyting muni hafa teljandi áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar [Hver segir það? Ekki landlæknir - svo mikið er víst!] þrátt fyrir að breytingin feli í sér fjölgun á áfengisútsölustöðum. Síðastliðna áratugi hefur fjöldi sölustaða áfengis aukist [fjöldi ... aukist – frumstætt málfar] umtalsvert [vandlega sérvalið orð] og á það bæði við um fjölda verslana ÁTVR sem og fjölda vínveitingaleyfa án þess að samsvarandi [!] aukning hafi orðið á áfengisneyslu meðal þjóðarinnar. Þetta er allt og sumt. Þetta er öll umfjöllunin um það hvort hætta stafar af frjálsri og óheftri netverslun með áfengi: Lævísleg og útsmogin framsetning á einu mikilvægu samhengi til að breiða yfir þá staðreynd að neyslan hefur aukist mjög mikið, en þar kemur margföldun framboðsins og aðgengisins alveg áreiðanlega við sögu með afgerandi hætti. Að öðru leyti grafarþögn um allt sem máli skiptir. Alveg einstaklega ósvífinn og nauðagrófur samsetningur. Hefði ekki verið nær að lýsa þessu svona?: Í úttekt Morgunblaðsins 13. febrúar 2015 kemur fram að „síðan árið 1987 hefur vínbúðum á Íslandi fjölgað úr 13 í 49.“ Síðustu áratugina hefur vínveitingastöðum fjölgað alveg hrikalega, „frá 1992 [til 2015] yfir 700 prósent“ ef treysta má tölfræði Moggans. Átta vínveitingastaðir í febrúar 2015, og vel það, fyrir hvern einn á árinu 1992. Og hvað ætli þeir séu margir núna? Um neysluna er það að segja að samkvæmt ársskýrslu ÁTVR 2021var heildarsala ársins 8,18 lítrar (alkohóllítrar pr. íbúa 15 ára og eldri/ár), en það þýðir að magnið hefur um það bil tvöfaldast frá því um 1980. Þótt ekki sé víst að kenna megi framboðinu alveg hundrað prósent um þessa skuggalegu niðurstöðu verður erfitt að halda öðru fram en að það eigi verulega „umtalsverða“ hlutdeild í henni. Ofangreind magntala segir reyndar ekki alla söguna –þó nokkuð vantar upp á það - því við hana bætist allt áfengið sem íslenskir ferðamenn innbyrtu erlendis á árinu 2021 svo og það sem þeir og áhafnir skipa og flugvéla fluttu með sér inn í landið, en sá innflutningur er ekki meðtalinn, né heldur – takið eftir! - sala áfengis á Keflavíkurflugvelli og í öðrum fríhöfnum. Eðlilegt er að spurt sé: Hver var hlutur erlendra ferðamanna? Því er erfitt að svara, enda liggja ekki fyrir beinharðar tölur um meðábyrgð þeirra á þessum ósköpum öllum saman. En nú hefur borist hjálp. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild HÍ hefur skoðað þetta mál. Hann lýsir aðferð sinni og niðurstöðum svona: Ég reyndi að endurreikna hvernig áfengissala er yfirfærð á mannfjöldann með því að nota gögn um fjölda erlendra flugfarþega og gistinætur. Með mismunandi forsendum um samsetningu erlendra ferðamanna, meðaláfengisneyslu þeirra og fleira álít ég að innanlandsneyslan kunni að hafi verið ofmetin um 3-30% með hefðbundnum reikningsaðferðum fyrir árin 1998 til 2020, mest þau ár sem erlendir ferðamenn voru flestir. Í útreikningunum tek ég ekki tillit til gistinátta Íslendinga erlendis, fjölda erlendra farþega sem koma með skipum eða fara um aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll. Mjög mikil óvissa er í þessum útreikningum þar sem upplýsingar um ferða- og drykkjuvenjur erlendra ferðamanna eru takmarkaðar. Nánari skýring: Ofangreind efstu mörk (30%) miðast við ítrustu forsendur, þ.e. að erlendur ferðamaður á Íslandi neyti tvöfalt meira áfengis en Íslendingur (sem eki er á ferð erlendis) pr. tímaeiningu. Það var kominn tími til að reynt yrði að meta neyslu erlendra ferðamanna. Stefán Hrafn á þakkir skildar fyr sitt framlag. Þótt óvissan sé mikil er samt mikið gagn að könnun hans því hún gefur vísbendingar sem skipta máli. Að lokum skal því haldið til haga að þótt neyslan hafi aukist ofboðslega vantar samt mikið á að hún hafi aukist „samsvarandi“ hinu margfalda framboði. Þegar framboðið vex svona mikið og svona lengi munar alltaf minna og minna um hvern nýjan vínveitingastað (sívaxandi mettun). ------------------ Þótt það sem hér er rakið hljóti að teljast í meira lagi yfirþyrmandi hróflar það samt ekki við einbeittum ásetningi þeirra sem halda um taumana á Sjálfstæðisflokknum. Það sem vitnað er í hér að ofan: „Ekki er talið að þessi breyting muni hafa teljandi áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar“ og línurnar þar á eftir, sýnir ljóslega að þessir náungar eru ekki neitt tiltakanlega vandir að meðulum. Samkvæmt áherslum þeirra verða aðgengismálin ekki í lagi fyrir en áfengi má vera á boðstólum svo að segja allsstaðar þar sem einhver viðskipti fara fram. Hér á vel við að rifja upp enn einu sinni ummæli þingmannsins Vilhjálms Árnasonar frá 10. mars 2015 (RÚV): Það er oft talað um að það sé verið að gera þetta til að setja þetta í matvöruverslanir, en svo er ekki. Þetta má vera í sérvöruverslunum og má vera til dæmis í ostabúðum eða þess vegna blómabúðum, þannig að þetta er ekkert bundið við matvöruverslanirnar. Gúgglum: „heimilt yrði að selja áfengi í blómabúðum“ (Vilhjálmur Árnason - Kári Stefánsson) „grimmilegt og heimskulegt. (Kári Stefánsson - Þórarinn Tyrfingsson) Stefnan var sett á fulla mettun og í millitíðinni hefur netsala áfengis færst mjög í aukana víða um lönd, alveg „geggjað“ verkfæri í höndum öflugra fjárfesta. ------------------ Lítið hefst upp úr því að leita á netinu að íslensku efni um áhrif netverslunar með áfengi. Hinsvegar kemur ýmislegt í ljós og ekki allt fallegt ef gúgglað er saman t.d. alcohol online harm eða alcohol deregulation (aflétting áfengishafta). Vonandi ýtir þessi umfjöllun við góðum landsmönnum að senda frá sér skarpa pistla um ýmis vafasöm tiltæki Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega með yfirskriftinni sjálfstæðisflokkurinn er skaðræðisskepna og undirfyrirsögn eins og við á hverju sinni. Áfengiskaup gegnum erlendar netsölur sem ekki virðist auðvelt að stöðva - einn af afleitum ókostum ESB-tengingarinnar og greinilega alveg andstyggilegt mál - þarf að skoða vel. Meira um áfengismál eftir JSÁ: ogmundur.is - Eldri greinar - 18. og 21. nóv. 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Netverslun með áfengi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var fyrir nóvemberlok samkvæmt þingmálaskrá. Nái það fram að ganga er líklegast að aukningin verði allnokkur, jafnvel veruleg eins og sumir óttast. Já, af þessu hafa menn þó nokkrar áhyggjur en það á ekki við um fremsta foringja eins stærsta stjórnmálaflokksins, öðru nær, samanber ítrekaða umfjöllun í aðalmálgagninu, meðal annars 27. júlí 2021: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fagnar netverslun með áfengi og segir hana frábæra viðbót. Reyndar fer af því tvennum sögum hversu frábær sú viðbót yrði, enda vandséð að draga myndi úr sölunni hjá ÁTVR sem henni næmi. Eigandi einnar hinna umdeildu (ólöglegu?) netverslana sem þegar hafa farið af stað sagði í sjónvarpsviðtali í fyrra (Vísir 2. júlí 2021) að Við stefnum á að selja fyrir milljarð á fyrstu 12 mánuðunum. Í kosningunum í fyrra, á Eurovision-deginum, var þessi verslun opin til kl. 23:30. Efst á heimasíðu fyrirtækisins stendur: „... allt að 40% ódýrari.“ Trúir því nokkur maður að áfengið sem hinar nýju vínbúðir selja færi ALLT út sem viðbótarsala hjá ÁTVR ef engin netviðskipti ættu sér stað? Töluvert liggur fyrir af skýrslum um viðbrögð ýmissa stofnana og samtaka, fjölþjóðlegra, alþjóðlegra og í einstökum löndum, við netverslun með áfengi, og niðurstaðan virðist almennt vera þessi: Netverslun vex hröðum skrefum, unglingar fara létt með að sniðganga tálmanir og nálgast veigarnar, heimsendingar dag og nótt fjölga drykkjutörnum þeirra sem lengra eru komnir á óheillabrautinni, þétta þær og teygja úr þeim. Er ekki alveg af og frá að við getum verið fullkomlega viss um að ekki fari eins fyrir okkur ef frumvarp um netverslun með áfengi - sem Bjarni Benediktsson bindur svo miklar vonir við - verður að lögum? Höfundar frumvarpsins í fyrra tóku fram að þeir styddust við upplýsingar frá Embæti landlæknis og komust svo að þessari niðurstöðu: Ekki er talið að þessi breyting muni hafa teljandi áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar [Hver segir það? Ekki landlæknir - svo mikið er víst!] þrátt fyrir að breytingin feli í sér fjölgun á áfengisútsölustöðum. Síðastliðna áratugi hefur fjöldi sölustaða áfengis aukist [fjöldi ... aukist – frumstætt málfar] umtalsvert [vandlega sérvalið orð] og á það bæði við um fjölda verslana ÁTVR sem og fjölda vínveitingaleyfa án þess að samsvarandi [!] aukning hafi orðið á áfengisneyslu meðal þjóðarinnar. Þetta er allt og sumt. Þetta er öll umfjöllunin um það hvort hætta stafar af frjálsri og óheftri netverslun með áfengi: Lævísleg og útsmogin framsetning á einu mikilvægu samhengi til að breiða yfir þá staðreynd að neyslan hefur aukist mjög mikið, en þar kemur margföldun framboðsins og aðgengisins alveg áreiðanlega við sögu með afgerandi hætti. Að öðru leyti grafarþögn um allt sem máli skiptir. Alveg einstaklega ósvífinn og nauðagrófur samsetningur. Hefði ekki verið nær að lýsa þessu svona?: Í úttekt Morgunblaðsins 13. febrúar 2015 kemur fram að „síðan árið 1987 hefur vínbúðum á Íslandi fjölgað úr 13 í 49.“ Síðustu áratugina hefur vínveitingastöðum fjölgað alveg hrikalega, „frá 1992 [til 2015] yfir 700 prósent“ ef treysta má tölfræði Moggans. Átta vínveitingastaðir í febrúar 2015, og vel það, fyrir hvern einn á árinu 1992. Og hvað ætli þeir séu margir núna? Um neysluna er það að segja að samkvæmt ársskýrslu ÁTVR 2021var heildarsala ársins 8,18 lítrar (alkohóllítrar pr. íbúa 15 ára og eldri/ár), en það þýðir að magnið hefur um það bil tvöfaldast frá því um 1980. Þótt ekki sé víst að kenna megi framboðinu alveg hundrað prósent um þessa skuggalegu niðurstöðu verður erfitt að halda öðru fram en að það eigi verulega „umtalsverða“ hlutdeild í henni. Ofangreind magntala segir reyndar ekki alla söguna –þó nokkuð vantar upp á það - því við hana bætist allt áfengið sem íslenskir ferðamenn innbyrtu erlendis á árinu 2021 svo og það sem þeir og áhafnir skipa og flugvéla fluttu með sér inn í landið, en sá innflutningur er ekki meðtalinn, né heldur – takið eftir! - sala áfengis á Keflavíkurflugvelli og í öðrum fríhöfnum. Eðlilegt er að spurt sé: Hver var hlutur erlendra ferðamanna? Því er erfitt að svara, enda liggja ekki fyrir beinharðar tölur um meðábyrgð þeirra á þessum ósköpum öllum saman. En nú hefur borist hjálp. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild HÍ hefur skoðað þetta mál. Hann lýsir aðferð sinni og niðurstöðum svona: Ég reyndi að endurreikna hvernig áfengissala er yfirfærð á mannfjöldann með því að nota gögn um fjölda erlendra flugfarþega og gistinætur. Með mismunandi forsendum um samsetningu erlendra ferðamanna, meðaláfengisneyslu þeirra og fleira álít ég að innanlandsneyslan kunni að hafi verið ofmetin um 3-30% með hefðbundnum reikningsaðferðum fyrir árin 1998 til 2020, mest þau ár sem erlendir ferðamenn voru flestir. Í útreikningunum tek ég ekki tillit til gistinátta Íslendinga erlendis, fjölda erlendra farþega sem koma með skipum eða fara um aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll. Mjög mikil óvissa er í þessum útreikningum þar sem upplýsingar um ferða- og drykkjuvenjur erlendra ferðamanna eru takmarkaðar. Nánari skýring: Ofangreind efstu mörk (30%) miðast við ítrustu forsendur, þ.e. að erlendur ferðamaður á Íslandi neyti tvöfalt meira áfengis en Íslendingur (sem eki er á ferð erlendis) pr. tímaeiningu. Það var kominn tími til að reynt yrði að meta neyslu erlendra ferðamanna. Stefán Hrafn á þakkir skildar fyr sitt framlag. Þótt óvissan sé mikil er samt mikið gagn að könnun hans því hún gefur vísbendingar sem skipta máli. Að lokum skal því haldið til haga að þótt neyslan hafi aukist ofboðslega vantar samt mikið á að hún hafi aukist „samsvarandi“ hinu margfalda framboði. Þegar framboðið vex svona mikið og svona lengi munar alltaf minna og minna um hvern nýjan vínveitingastað (sívaxandi mettun). ------------------ Þótt það sem hér er rakið hljóti að teljast í meira lagi yfirþyrmandi hróflar það samt ekki við einbeittum ásetningi þeirra sem halda um taumana á Sjálfstæðisflokknum. Það sem vitnað er í hér að ofan: „Ekki er talið að þessi breyting muni hafa teljandi áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar“ og línurnar þar á eftir, sýnir ljóslega að þessir náungar eru ekki neitt tiltakanlega vandir að meðulum. Samkvæmt áherslum þeirra verða aðgengismálin ekki í lagi fyrir en áfengi má vera á boðstólum svo að segja allsstaðar þar sem einhver viðskipti fara fram. Hér á vel við að rifja upp enn einu sinni ummæli þingmannsins Vilhjálms Árnasonar frá 10. mars 2015 (RÚV): Það er oft talað um að það sé verið að gera þetta til að setja þetta í matvöruverslanir, en svo er ekki. Þetta má vera í sérvöruverslunum og má vera til dæmis í ostabúðum eða þess vegna blómabúðum, þannig að þetta er ekkert bundið við matvöruverslanirnar. Gúgglum: „heimilt yrði að selja áfengi í blómabúðum“ (Vilhjálmur Árnason - Kári Stefánsson) „grimmilegt og heimskulegt. (Kári Stefánsson - Þórarinn Tyrfingsson) Stefnan var sett á fulla mettun og í millitíðinni hefur netsala áfengis færst mjög í aukana víða um lönd, alveg „geggjað“ verkfæri í höndum öflugra fjárfesta. ------------------ Lítið hefst upp úr því að leita á netinu að íslensku efni um áhrif netverslunar með áfengi. Hinsvegar kemur ýmislegt í ljós og ekki allt fallegt ef gúgglað er saman t.d. alcohol online harm eða alcohol deregulation (aflétting áfengishafta). Vonandi ýtir þessi umfjöllun við góðum landsmönnum að senda frá sér skarpa pistla um ýmis vafasöm tiltæki Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega með yfirskriftinni sjálfstæðisflokkurinn er skaðræðisskepna og undirfyrirsögn eins og við á hverju sinni. Áfengiskaup gegnum erlendar netsölur sem ekki virðist auðvelt að stöðva - einn af afleitum ókostum ESB-tengingarinnar og greinilega alveg andstyggilegt mál - þarf að skoða vel. Meira um áfengismál eftir JSÁ: ogmundur.is - Eldri greinar - 18. og 21. nóv. 2015.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar