Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 1. desember 2022 23:18 Vlad ræðir við sína menn í leiknum í kvöld. Vísir/Diego „Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum og liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel, en þegar leið á þriðja leikhluta þá fór forskotið að minnka. „Þegar þú nærð 18 stiga forskoti þá verður þú að drepa leikinn, en eftir að við náðum upp því forskoti þá misstum við einbeitinguna. Haukar eru gott lið sem nýta sér það.” Pétur Rúnar Birgisson, leiðtoginn í liði Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í fjórða leikhluta er hann fór að rífast við dómarana. Eftir það má segja að leikur Tindastóls hafi endanlega hrunið. „Við vorum án Keyshawn Woods í þessum leik. Pétur var að spila mjög vel. Hann verður að halda einbeitingu, hann má ekki bregðast svona við. Kannski misstu dómararnir af villu en hann má ekki bregðast svona við þegar hann er með fjórar villur.” Að lokum var Vlad spurður út í bikarleikinn fræga gegn Haukum sem fór fram fyrir nokkrum vikum síðan. Haukum var dæmdur 20-0 sigur í leiknum eftir að hafa tapað honum upprunalega. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Dómur féll endanlega í málinu nokkrum klukkustundum fyrir þennan leik. Þegar Vlad var spurður út í sína skoðun á dómnum þá sagði hann einfaldlega: „Ég hef enga skoðun á því.” Og svo gekk hann út úr viðtalinu. Svekkjandi úrslit fyrir Stólana í kvöld en þeir eru með átta stig eftir átta leiki. Næsti leikur þeirra er gegn Þór Þorlákshöfn eftir viku. Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum og liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel, en þegar leið á þriðja leikhluta þá fór forskotið að minnka. „Þegar þú nærð 18 stiga forskoti þá verður þú að drepa leikinn, en eftir að við náðum upp því forskoti þá misstum við einbeitinguna. Haukar eru gott lið sem nýta sér það.” Pétur Rúnar Birgisson, leiðtoginn í liði Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í fjórða leikhluta er hann fór að rífast við dómarana. Eftir það má segja að leikur Tindastóls hafi endanlega hrunið. „Við vorum án Keyshawn Woods í þessum leik. Pétur var að spila mjög vel. Hann verður að halda einbeitingu, hann má ekki bregðast svona við. Kannski misstu dómararnir af villu en hann má ekki bregðast svona við þegar hann er með fjórar villur.” Að lokum var Vlad spurður út í bikarleikinn fræga gegn Haukum sem fór fram fyrir nokkrum vikum síðan. Haukum var dæmdur 20-0 sigur í leiknum eftir að hafa tapað honum upprunalega. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Dómur féll endanlega í málinu nokkrum klukkustundum fyrir þennan leik. Þegar Vlad var spurður út í sína skoðun á dómnum þá sagði hann einfaldlega: „Ég hef enga skoðun á því.” Og svo gekk hann út úr viðtalinu. Svekkjandi úrslit fyrir Stólana í kvöld en þeir eru með átta stig eftir átta leiki. Næsti leikur þeirra er gegn Þór Þorlákshöfn eftir viku.
Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum