Viðskipti innlent

Lovísa nýr frétta­stjóri hjá Frétta­blaðinu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fréttablaðið er til húsa við Kalkofnsveg 2.
Fréttablaðið er til húsa við Kalkofnsveg 2. Vísir/Vilhelm

Lovísa Arnardóttir hefur verið ráðin fréttastjóri hjá Fréttablaðinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður hjá fjölmiðlum Torgs síðastliðin fimm ár. 

Í samtali við fréttastofu segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, að Lovísa fylli í skarð Ara Brynjólfssonar sem hætti sem fréttastjóri hjá blaðinu í apríl á þessu ári. Hann segir skipuritið vera svoleiðis að Lovísa verði fréttastjóri ásamt Aðalheiði Ámundadóttur, síðan er Garðar Úlfarsson aðstoðarritstjóri og Sigmundur sjálfur ritstjóri. 

Greint er frá ráðningunni á vef Fréttablaðsins en þar segir að Lovísa sé með B.A.-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í mannréttindafræðum frá UCL í London. 


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.