Viðskipti innlent

Adda og Hanna til Empower

Bjarki Sigurðsson skrifar
Adda Guðrún Gylfadóttir og Hanna Alexandra Helgadóttir.
Adda Guðrún Gylfadóttir og Hanna Alexandra Helgadóttir.

Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Fyrirhugað er að setja hugbúnað Empower á alþjóðamarkað á næsta ári. 

Adda Guðrún kemur til Empower frá Vörðu - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins. Hún er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í félagsfræði frá Oxford-háskóla. 

Hanna Alexandra hefur síðustu ár starfað sem framleiðandi við ýmis skapandi verkefni fyrir sjónvarp, tónleika og viðburði, meðal annars fyrir Sjónvarp Símans. Hún lauk nýlega námi í stafrænni hönnun og listrænni stjórnun frá Hyper Island í Stokkhólmi. 

„Fyrirhugað er að setja hugbúnaðarlausn okkar, Empower Now, á alþjóðamarkað haustið 2023. Við erum að byggja upp sterkt samstillt teymi sérfræðinga og ætlum okkur að vera leiðandi alþjóðlega í stafrænum lausnum á sviði jafnréttis og fjölbreytni á vinnustöðum. Það eru spennandi tímar framundan hjá Empower,“ er haft eftir Þóreyju Vilhjálmsdóttur Proppé, framkvæmdastjóra og meðeiganda Empower, í tilkynningu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.