Viðskipti innlent

Verðbólgan mjakast lítillega niður á við

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verðbólgan lækkar lítillega á milli mánaða.
Verðbólgan lækkar lítillega á milli mánaða. vísir/vilhelm

Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði.

Þetta kemur fram í uppfærslu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sem birt var í morgun.

Þar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember  2022, sé 560,9 stig og hækki um 0,29 prósent frá fyrri mánuði.

Verð á matvörum hækkaði um 0,8 prósent sem hefur 0,11 prósent áhrif á vísitöluna. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, svokölluð reiknuð húsaleiga hækkaði um 1,0 prósent sem hefur 0,20 prósent áhrif á vísitöluna.  Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði hins vegar um 8,9% sem heur -0,17 prósent áhrif á vísitöluna. lækkunar.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs  hækkað um 9,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1%. Verðbólga síðustu tólf mánaða mældist í október 9,4 prósent og 9,3 prósent í september

Tólf mánaða verðbólga hefur hækkað nokkuð skarpt síðasta árið en á sama tíma á síðasta ári mældist verðbólgan 4,8 prósent. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti nokkuð skarpt yfir sama tímabil.


Tengdar fréttir

Heimilin bregðast við hærri vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð íbúðalán

Hækkandi vaxtastig til að reyna stemma stigu við mikilli verðbólgu hefur þýtt að heimilin eru núna í fyrsta sinn frá því í árslok 2017 að sækjast í meira mæli eftir verðtryggðum íbúðalánum en óverðtryggðum hjá bönkunum. Seðlabankastjóri hefur margsinnis varað við endurkomu verðtryggingarinnar á íbúðalánamarkaði, sem myndi meðal annars draga úr virkni peningastefnunnar, ef verðbólgan fer að festa sig í sessi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×