Viðskipti innlent

Bein út­­sending: Seðla­bankinn rök­­styður 25 punkta hækkun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, ræðir við gesti fundarins, fyrir fundinn í dag.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, ræðir við gesti fundarins, fyrir fundinn í dag. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig.

Um var að ræða tíundu stýrivaxtahækkunina í röð. Hækkunin þýðir að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í 6,0 prósent.

Á kynningunni gera Ásgeirs Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála.

Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að verðhækkanir séu á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 9,4% á síðasta fjórðungi ársins en taki svo smám saman að hjaðna og verði um 4,5% á síðasta ársfjórðungi 2023.

Vísbendingar eru jafnframt um að kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði bankans hafi veikst og því gæti tekið lengri tíma en ella að ná verðbólgu í markmið.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.