Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. nóvember 2022 08:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd Seðlabankans sem birt var 8:30. Þar segir að verðbólga hafi aukist lítillega á ný í október og mælst 9,4 prósent. „Verðhækkanir eru á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 9,4% á síðasta fjórðungi ársins en taki svo smám saman að hjaðna og verði um 4,5% á síðasta ársfjórðungi 2023. Gengi krónunnar hefur lækkað frá októberfundi peningastefnunefndar. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til lengri tíma hækkað nokkuð. Vísbendingar eru jafnframt um að kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði bankans hafi veikst og því gæti tekið lengri tíma en ella að ná verðbólgu í markmið. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,6% í ár. Horfur fyrir næsta ár hafa batnað og nú er spáð 2,8% hagvexti í stað 1,9% í ágúst. Skýrist það af horfum um hraðari vöxt innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Spenna á vinnumarkaði er enn töluverð þótt heldur hafi dregið úr henni. Peningastefnunefnd mun áfram tryggja að taumhald peningastefnunnar sé nægjanlegt til að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 7,75% Lán gegn veði til 7 daga 6,75% Innlán bundin í 7 daga 6,00% Viðskiptareikningar 5,75% Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu. Ákvörðun Seðlabanka er í takti við spá Íslandsbankans sem spáði einmitt 0,25 prósenta hækkun stýrivaxta, á meðan Landsbankinn spáði óbreyttum vöxtum. Landsbankinn sagði þó að færa mætti góð rök fyrir óbreyttum vöxtum eða hækkun upp á 0,25 til 0,5 prósentur, en að bankinn teldi líklegast að nefndin myndi halda vöxtunum óbreyttum. Fréttin hefur verið uppfærð. Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd Seðlabankans sem birt var 8:30. Þar segir að verðbólga hafi aukist lítillega á ný í október og mælst 9,4 prósent. „Verðhækkanir eru á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 9,4% á síðasta fjórðungi ársins en taki svo smám saman að hjaðna og verði um 4,5% á síðasta ársfjórðungi 2023. Gengi krónunnar hefur lækkað frá októberfundi peningastefnunefndar. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til lengri tíma hækkað nokkuð. Vísbendingar eru jafnframt um að kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði bankans hafi veikst og því gæti tekið lengri tíma en ella að ná verðbólgu í markmið. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,6% í ár. Horfur fyrir næsta ár hafa batnað og nú er spáð 2,8% hagvexti í stað 1,9% í ágúst. Skýrist það af horfum um hraðari vöxt innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Spenna á vinnumarkaði er enn töluverð þótt heldur hafi dregið úr henni. Peningastefnunefnd mun áfram tryggja að taumhald peningastefnunnar sé nægjanlegt til að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 7,75% Lán gegn veði til 7 daga 6,75% Innlán bundin í 7 daga 6,00% Viðskiptareikningar 5,75% Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu. Ákvörðun Seðlabanka er í takti við spá Íslandsbankans sem spáði einmitt 0,25 prósenta hækkun stýrivaxta, á meðan Landsbankinn spáði óbreyttum vöxtum. Landsbankinn sagði þó að færa mætti góð rök fyrir óbreyttum vöxtum eða hækkun upp á 0,25 til 0,5 prósentur, en að bankinn teldi líklegast að nefndin myndi halda vöxtunum óbreyttum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Sjá meira