SB: Erlingur á að sækja sér hjálp og sjá Adda Pé í hlutverki Heimis Hallgríms Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 11:31 Rúnar Kárason og félagar í ÍBV liðinu fengu stóran skell um helgina. Vísir/Diego Slakt gengi Eyjamanna var til umræðu í Seinni bylgjunni eftir skellinn á móti Haukum um helgina. Jóhann Gunnar Einarsson talar um hneyksli og skandal hjá þjálfaranum og segir að Erlingur Richardsson þurfi að kyngja stoltinu og fá hjálp. „Strákar, það er eitthvað að angra Eyjamenn. Þeir tapa fyrir FH, þeir tapa fyrir Aftureldingu. Við töluðum um það í síðasta þætti að okkur þætti sigurinn á Gróttu með tveimur mörkum á heimavelli vera ósannfærandi. Hvað er að,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Logi (Geirsson) benti á einhverja markatölu og sagði að þeir væru með besta liðið af því að þeir væru með 49 mörk í plús. Það var bara vegna þess að þeir völtuðu fyrir Hörð og ÍR sem skekkir þetta aðeins,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja „Þetta er mjög skrýtið og ég veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja. Ef maður fer snöggt yfir tímabilið þá gerðu þeir jafntefli á móti KA og Selfossi. Þeir vinna ÍR, Hörð og Stjörnuna þegar Stjarnan gat eiginlega ekki neitt og svo Gróttu ,“ sagði Jóhann Gunnar. „Svo eru þeir núna búnir að tapa á móti Aftureldingu, FH og svo fyrir Haukum með tíu mörkum. Þeir fá til sín Ísak Rafnsson væntanlega til að styrkja vörnina. Róbert, Ísak, Arnór. Þetta lítur rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar en fór yfir öll mörkin sem ÍBV liðið er búið að fá á sig í leikjunum. Jóhann talaði einnig um markvörsluna og þá ákvörðun Erlings Richardssonar að hann vilji ekki að Björn Viðar Björnsson spili. „Honum finnst hann taka þessu ekki nógu alvarlega og geti ekki æft nógu mikið. Þetta er eitthvað mesta hneyksli sem ég hef heyrt. Ég hef spilað með Birni Viðari og hann er aldrei betri en þegar hann fær að vera hann sjálfur. Í úrslitakeppninni í fyrra var það mikið honum að þakka að þeir náðu langt. Hann vinnur leik fyrir þá á móti Val í úrslitaeinvíginu,“ sagði Jóhann Gunnar. Finnur ekki betri gæja í klefa „Þetta er frábær náungi í klefa og þú finnur ekki betri gæja í klefa. Alveg yndislegur náungi. Mér finnst þetta vera skandall hjá Erlingi Richardssyni,“ sagði Jóhann. „Hann er ekki að ná að laga varnarleikinn. Í fótboltanum þá kölluðu þeir til Heimi Hallgríms og það gekk vel. Ég held að þeir þurfi að kyngja stoltinu og fá einhverja hjálp. Erlingur virðist ekki ver að ná til þeirra,“ sagði Jóhann. Arnar Péturs í hlutverki Heimis Hallgríms Arnar Pétursson er sá maður sem gæti gengið í hlutverk Heimis Hallgrímssonar. „Heyra í Adda Pé. Ég held að hann væri meira en tilbúinn til að hjálpa. Ég held að Addo Pé hafi beðið Erling um að hjálpa sér 2018. Ég segi ekki að þetta sé krísa en þetta er ótrúlega slagt,“ sagði Jóhann. Það má horfa á alla umfræðuna um ÍBV liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að angra Eyjamenn? Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
„Strákar, það er eitthvað að angra Eyjamenn. Þeir tapa fyrir FH, þeir tapa fyrir Aftureldingu. Við töluðum um það í síðasta þætti að okkur þætti sigurinn á Gróttu með tveimur mörkum á heimavelli vera ósannfærandi. Hvað er að,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Logi (Geirsson) benti á einhverja markatölu og sagði að þeir væru með besta liðið af því að þeir væru með 49 mörk í plús. Það var bara vegna þess að þeir völtuðu fyrir Hörð og ÍR sem skekkir þetta aðeins,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja „Þetta er mjög skrýtið og ég veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja. Ef maður fer snöggt yfir tímabilið þá gerðu þeir jafntefli á móti KA og Selfossi. Þeir vinna ÍR, Hörð og Stjörnuna þegar Stjarnan gat eiginlega ekki neitt og svo Gróttu ,“ sagði Jóhann Gunnar. „Svo eru þeir núna búnir að tapa á móti Aftureldingu, FH og svo fyrir Haukum með tíu mörkum. Þeir fá til sín Ísak Rafnsson væntanlega til að styrkja vörnina. Róbert, Ísak, Arnór. Þetta lítur rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar en fór yfir öll mörkin sem ÍBV liðið er búið að fá á sig í leikjunum. Jóhann talaði einnig um markvörsluna og þá ákvörðun Erlings Richardssonar að hann vilji ekki að Björn Viðar Björnsson spili. „Honum finnst hann taka þessu ekki nógu alvarlega og geti ekki æft nógu mikið. Þetta er eitthvað mesta hneyksli sem ég hef heyrt. Ég hef spilað með Birni Viðari og hann er aldrei betri en þegar hann fær að vera hann sjálfur. Í úrslitakeppninni í fyrra var það mikið honum að þakka að þeir náðu langt. Hann vinnur leik fyrir þá á móti Val í úrslitaeinvíginu,“ sagði Jóhann Gunnar. Finnur ekki betri gæja í klefa „Þetta er frábær náungi í klefa og þú finnur ekki betri gæja í klefa. Alveg yndislegur náungi. Mér finnst þetta vera skandall hjá Erlingi Richardssyni,“ sagði Jóhann. „Hann er ekki að ná að laga varnarleikinn. Í fótboltanum þá kölluðu þeir til Heimi Hallgríms og það gekk vel. Ég held að þeir þurfi að kyngja stoltinu og fá einhverja hjálp. Erlingur virðist ekki ver að ná til þeirra,“ sagði Jóhann. Arnar Péturs í hlutverki Heimis Hallgríms Arnar Pétursson er sá maður sem gæti gengið í hlutverk Heimis Hallgrímssonar. „Heyra í Adda Pé. Ég held að hann væri meira en tilbúinn til að hjálpa. Ég held að Addo Pé hafi beðið Erling um að hjálpa sér 2018. Ég segi ekki að þetta sé krísa en þetta er ótrúlega slagt,“ sagði Jóhann. Það má horfa á alla umfræðuna um ÍBV liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að angra Eyjamenn?
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira