Elliði Snær: Mjög heppinn með alla Íslendingana hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 12:02 Elliði Snær Viðarsson fagnar hér sigri með íslenska landsliðinu á EM fyrr á þessu ári. Getty/Sanjin Strukic Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson er einn af mörgum íslenskum handboltamönnum sem eru að gera mjög góða hluti í aðdragandi heimsmeistaramótsins í janúar. Svava Kristín Gretarsdóttir talaði við Elliða Snæ Viðarsson en Eyjamaðurinn skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska Bundesligu liðið. Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðið upp í efstu deild síðasta vor. Samningur hans var fram á næsta sumar en Elliði hefur nú framlengt hann um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Líður frábærlega „Mér líður frábærlega hérna. Það er ótrúlega gott umhverfi og klúbburinn er búinn að bæta sig mikið. Aðstaðan og núna erum við komnir með tvo sjúkraþjálfara í staðinn fyrir einn. Það eru komnir fleiri styrktarþjálfarar inn í teymið,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Þjálfarinn er alltaf að bæta sig, mér líður ótrúlega vel og ég er mjög heppinn með alla Íslendingana hér,“ sagði Elliði Snær en Gummersbach er nú komið aftur í hóp þeirra bestu í Þýskalandi. Eitt stærsta félagið í Þýskalandi „Félagið á alltaf að vera hérna því ef þú ferð yfir söguna þá er þetta eitt stærsta félagið í Þýskalandi og ég held að þeir séu öðru sæti á eftir Kiel yfir flesta meistaratitla. Kiel tók fram úr þeim eftir að sigurgöngu sína undir stjórn Alfreðs (Gíslasonar) fyrir nokkrum árum,“ sagði Elliði. „Það var alltaf markmiðið að komast hingað og maður er alltaf bara einhver málarapeyi frá Vestmannaeyjum. Það er geðveikt að vera að keppa við þessa bestu leikmenn í heimi,“ sagði Elliði. „Ég ætlaði alltaf að komast hingað einhvern tímann og þetta gerir þetta raunverulegt. Maður er búinn að keppa með landsliðinu og var því aðeins undirbúinn fyrir þetta. Það er bara gott og ótrúlega gaman,“ sagði Elliði. Auðvelt val Kom eitthvað annað til greina en að skrifa undir nýjan samning við Gummersbach. „Það kom alveg eitthvað annað til greina en það var langréttasta skrefið fyrir mig að vera hér. Ég er búinn að vera að taka að mér stærra hlutverk í liðinu og að fá aukinn spilatíma. Ég er að fá að spila bæði sókn og vörn, líður mjög vel hérna og þetta var því rosa auðvelt val þegar upp var staðið. Það fer rosavel um mig hérna og það er stór partur af því að ég vildi vera hér áfram,“ sagði Elliði. „Ég er orðinn fínn í þýsku og get bjargað mér í öllu. Þetta er lítill bær, það hefði verið of mikið stökk fyrir mig að fara frá Vestmannaeyjum til Kölnar eða í einhvern risabæ. Þetta er fimmtíu þúsund manna bær þannig að þetta var smástökk en þetta er rosa lítið og krúttlegt hérna og hentar mér ágætlega,“ sagði Elliði Snær en hér fyrir neðan má sjá það sem hann sagði um Gummersbach. Klippa: Elliði Snær um Gummersbach Þýski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir talaði við Elliða Snæ Viðarsson en Eyjamaðurinn skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska Bundesligu liðið. Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðið upp í efstu deild síðasta vor. Samningur hans var fram á næsta sumar en Elliði hefur nú framlengt hann um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Líður frábærlega „Mér líður frábærlega hérna. Það er ótrúlega gott umhverfi og klúbburinn er búinn að bæta sig mikið. Aðstaðan og núna erum við komnir með tvo sjúkraþjálfara í staðinn fyrir einn. Það eru komnir fleiri styrktarþjálfarar inn í teymið,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Þjálfarinn er alltaf að bæta sig, mér líður ótrúlega vel og ég er mjög heppinn með alla Íslendingana hér,“ sagði Elliði Snær en Gummersbach er nú komið aftur í hóp þeirra bestu í Þýskalandi. Eitt stærsta félagið í Þýskalandi „Félagið á alltaf að vera hérna því ef þú ferð yfir söguna þá er þetta eitt stærsta félagið í Þýskalandi og ég held að þeir séu öðru sæti á eftir Kiel yfir flesta meistaratitla. Kiel tók fram úr þeim eftir að sigurgöngu sína undir stjórn Alfreðs (Gíslasonar) fyrir nokkrum árum,“ sagði Elliði. „Það var alltaf markmiðið að komast hingað og maður er alltaf bara einhver málarapeyi frá Vestmannaeyjum. Það er geðveikt að vera að keppa við þessa bestu leikmenn í heimi,“ sagði Elliði. „Ég ætlaði alltaf að komast hingað einhvern tímann og þetta gerir þetta raunverulegt. Maður er búinn að keppa með landsliðinu og var því aðeins undirbúinn fyrir þetta. Það er bara gott og ótrúlega gaman,“ sagði Elliði. Auðvelt val Kom eitthvað annað til greina en að skrifa undir nýjan samning við Gummersbach. „Það kom alveg eitthvað annað til greina en það var langréttasta skrefið fyrir mig að vera hér. Ég er búinn að vera að taka að mér stærra hlutverk í liðinu og að fá aukinn spilatíma. Ég er að fá að spila bæði sókn og vörn, líður mjög vel hérna og þetta var því rosa auðvelt val þegar upp var staðið. Það fer rosavel um mig hérna og það er stór partur af því að ég vildi vera hér áfram,“ sagði Elliði. „Ég er orðinn fínn í þýsku og get bjargað mér í öllu. Þetta er lítill bær, það hefði verið of mikið stökk fyrir mig að fara frá Vestmannaeyjum til Kölnar eða í einhvern risabæ. Þetta er fimmtíu þúsund manna bær þannig að þetta var smástökk en þetta er rosa lítið og krúttlegt hérna og hentar mér ágætlega,“ sagði Elliði Snær en hér fyrir neðan má sjá það sem hann sagði um Gummersbach. Klippa: Elliði Snær um Gummersbach
Þýski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira