Styttum biðlista á Akureyri Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 19:00 Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði. Það blasir hins vegar við að fjölgað hefur á biðlistum fatlaðra einstaklinga eftir húsnæði, nú má gera ráð fyrir að í árslok verði um 20 einstaklingar að bíða. Áætlanir hafa ekki gengið eftir varðandi þær byggingar sem eru á teikniborðinu og því er ljóst að róðurinn mun enn þyngjast árin 2023-2026. Nýr þjónustukjarni mun ekki rísa fyrr en árið 2026 miðað við núverandi áætlanir meirihlutans. Þetta er mjög slæm staða og ef vel ætti að vera þyrfti nú þegar að setja í forgang áætlun um annan þjónustukjarna. Hins vegar virðist meirihlutinn ætla að leggja meiri áherslu á uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélags, en tengist vissulega lýðheilsu og lífsgæðum margra íbúa. Lögbundin skylda sveitarfélagsins hvað varðar grunn mannréttindi og lífsgæði þessa hóps, er í mínum huga afskaplega rík og því vantar mikið uppá að meirihlutinn sýni það í sínum áætlunum fyrir komandi ár. Eins ber að nefna uppbyggingu varðandi félagslegar íbúðir, þar eru einnig biðlistar þar sem um 160 manns bíða eftir húsnæði. Í áætlunum fyrir allt kjörtímabilið er gert ráð fyrir að kaupa 10 félagslegar leiguíbúðir. Við verðum að gera betur í þessum málaflokkum, nú þegar blasir við að viðkvæmir hópar munu eiga mjög erfitt fjárhagslega og hafa enn minni möguleika á að komast á almennan leigumarkað eða kaupa sér húsnæði. Meirihlutinn er því alls ekki að gera það til þarf í þessum málaflokkum og til að forgangsraða í þágu almennings þá eru það m.a. þessir hópar sem þurfa að fá einna mest vægi. Ef ekki verður breyting á mun sveitarfélagið standa frammi fyrir mjög slæmri stöðu undir lok kjörtímabilsins. Við í Samfylkingunni munum því standa vaktina hvað þessi mál varðar og gera okkar allra besta til að veita meirihlutanum það aðhald sem hann sannarlega virðist þurfa. Það er vonandi að í endanlegri fjárhagsáætlun verði komið betur til móts við fyrrgreinda hópa. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar-jafnaðarflokks Íslands á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði. Það blasir hins vegar við að fjölgað hefur á biðlistum fatlaðra einstaklinga eftir húsnæði, nú má gera ráð fyrir að í árslok verði um 20 einstaklingar að bíða. Áætlanir hafa ekki gengið eftir varðandi þær byggingar sem eru á teikniborðinu og því er ljóst að róðurinn mun enn þyngjast árin 2023-2026. Nýr þjónustukjarni mun ekki rísa fyrr en árið 2026 miðað við núverandi áætlanir meirihlutans. Þetta er mjög slæm staða og ef vel ætti að vera þyrfti nú þegar að setja í forgang áætlun um annan þjónustukjarna. Hins vegar virðist meirihlutinn ætla að leggja meiri áherslu á uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélags, en tengist vissulega lýðheilsu og lífsgæðum margra íbúa. Lögbundin skylda sveitarfélagsins hvað varðar grunn mannréttindi og lífsgæði þessa hóps, er í mínum huga afskaplega rík og því vantar mikið uppá að meirihlutinn sýni það í sínum áætlunum fyrir komandi ár. Eins ber að nefna uppbyggingu varðandi félagslegar íbúðir, þar eru einnig biðlistar þar sem um 160 manns bíða eftir húsnæði. Í áætlunum fyrir allt kjörtímabilið er gert ráð fyrir að kaupa 10 félagslegar leiguíbúðir. Við verðum að gera betur í þessum málaflokkum, nú þegar blasir við að viðkvæmir hópar munu eiga mjög erfitt fjárhagslega og hafa enn minni möguleika á að komast á almennan leigumarkað eða kaupa sér húsnæði. Meirihlutinn er því alls ekki að gera það til þarf í þessum málaflokkum og til að forgangsraða í þágu almennings þá eru það m.a. þessir hópar sem þurfa að fá einna mest vægi. Ef ekki verður breyting á mun sveitarfélagið standa frammi fyrir mjög slæmri stöðu undir lok kjörtímabilsins. Við í Samfylkingunni munum því standa vaktina hvað þessi mál varðar og gera okkar allra besta til að veita meirihlutanum það aðhald sem hann sannarlega virðist þurfa. Það er vonandi að í endanlegri fjárhagsáætlun verði komið betur til móts við fyrrgreinda hópa. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar-jafnaðarflokks Íslands á Akureyri.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun