Ljósleiðaradeildin í beinni: Toppslagur af bestu gerð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2022 19:11 Níundu umferð Ljósleiðaradeildarinnar lýkur í kvöld með þremur leikjum, en boðið verður upp á algjöran toppslag í seinustu viðureign kvöldsins. Við hefjum þó leik á viðureign Ármanns og SAGA klukkan 19:30 þar sem lið Ármanns stefnir á að halda sér í toppbaráttunni með sigri. Klukkan 20:30 er svo komið að viðureign NÚ og Ten5ion þar sem NÚ getur jafnað Þór á toppi deildarinnar með sigri gegn stigalausu botnliðinu. Seinasta viðureign kvöldsins er svo viðureign Ljósleiðaradeildara Dusty og toppliðs Þórs. Liðin höfnuðu í efstu tveimur sætum Ljósleiðaradeildarinnar á seinasta tímabili og Þórsarar tróna á toppi hennar eins og staðan er þegar þetta er ritað. Dusty getur þó jafnað Þór að stigum með sigri og því er mikið undir í leik kvöldsins. Ljósleiðaradeildin verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport, en einnig verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Dusty Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti
Við hefjum þó leik á viðureign Ármanns og SAGA klukkan 19:30 þar sem lið Ármanns stefnir á að halda sér í toppbaráttunni með sigri. Klukkan 20:30 er svo komið að viðureign NÚ og Ten5ion þar sem NÚ getur jafnað Þór á toppi deildarinnar með sigri gegn stigalausu botnliðinu. Seinasta viðureign kvöldsins er svo viðureign Ljósleiðaradeildara Dusty og toppliðs Þórs. Liðin höfnuðu í efstu tveimur sætum Ljósleiðaradeildarinnar á seinasta tímabili og Þórsarar tróna á toppi hennar eins og staðan er þegar þetta er ritað. Dusty getur þó jafnað Þór að stigum með sigri og því er mikið undir í leik kvöldsins. Ljósleiðaradeildin verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport, en einnig verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Dusty Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti