Handbolti

Noregur í milliriðil með fullt hús stiga | Danir misstu af toppsætinu þrátt fyrir sigur gegn Svíum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórir Hergeirsson og norska liðið unnu alla sína leiki í riðlakeppni Evrópumótsins.
Þórir Hergeirsson og norska liðið unnu alla sína leiki í riðlakeppni Evrópumótsins. EPA/Domenech Castello

Keppni í A- og B-riðli Evrópumóts kvenna í handknattleik er nú lokið, en fjórir leikir fóru fram í kvöld. Norsku stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar unnu öruggan tíu marka sigur gegn Ungverjum í A-riðli, 32-22, og á sama tíma unnu Danir tveggja marka sigur gegn Svíum, 25-23, en þurfa að sætta sig við annað sæti riðilsins.

Eftir að Króatar og Svisslendingar gerðu 26-26 jafntefli fyrr í kvöld var ljóst að norska liðið hafði þegar tryggt sér sigur í A-riðli áður en liðið mætti Ungverjum í lokaleik riðilsins.

Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik og staðan í hálfleik var 14-12, norska liðinu í vil. I síðari hálfleik réðu þær ungversku hins vegar illa við norska liðið og Noregur vann að lokum öruggan  marka sigur, .

Noregur fer því með fullt hús stiga í gegnum A-riðilinn, en Króatía og Ungverjaland fylgja liðinu upp í milliriðil.

Á sama tíma mættust Danir og Svíar í B-riðli, en þar höfðu bæði lið einnig tryggt sér sæti í milliriðli eftir að heimakonur í slóvenska landsliðinu unnu þriggja marka sigur gegn Serbíu fyrr í kvöld.

Danska liðið hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og skoraði 13 mörk gegn aðeins fimm mörkum Svía. Brekkan var því brött fyrir sænska liðið í síðari hálfleik, en Danir unnu að lokum nokkuð öruggan  marka sigur, .

Sigurinn þýðir að Danmörk, Svíþjóð og Slóvenía enda öll með fjögur stig í riðlinum, en eftir innbyrðisútreikninga eru það Svíar sem hreppa efsta sætið, Danir annað og Slóvenar þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×